Svona raðast árgangarnir í bólusetningu næstu þrjár vikur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júní 2021 09:31 Drátturinn fór fram í húsakynnum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í Mjódd í morgun. vísir/vilhelm Dregið var í handahófskennda bólusetningarröð árganga 1976 til 2005 klukkan tíu í morgun. Vísir var í beinu streymi frá drættinum. Konur fæddar árið 1985 voru síðastar upp úr pottinum þegar dregið var í röðina í bólusetningum á höfuðborgarsvæðinu næstu þrjár vikurnar. Gangi plön heilsugæslunnar eftir verða þær búnar að fá bóluefnasprautu í síðasta lagi föstudaginn 25. júní. Spennan var mikil meðal lesenda Vísis ef marka má áhorf á beina útsendingu frá drættinum. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, stýrði drættinum sem fyrr. Allir forgangshópar hafa nú fengið boð í bólusetningu og því komið að restinni, ef svo má segja. Fólk í árgöngum 1976 til 2005 sem til stendur að sprauta með bóluefni Pfizer, Moderna eða Janssen á næstu þremur vikum. Ragnheiður sagði markmiðið að gefa fólki fyrirsjáanleika á því hvenær það ætti von á boði. Fólk fær strikamerki í SMS-skilaboðum. Komist það ekki á boðaðan dag á fólkið að mæta næst þegar sama bóluefni verður notað. Fólk geti hins vegar ekki valið sér bóluefni. Bóluefni AstraZeneca er nú aðeins notað í seinni sprautu svo hóparnir að neðan eiga von á bóluefni Pfizer, Moderna eða Janssen. Að neðan má sjá hvernig árgangarnir og kynin skiptast næstu þrjár vikurnar. Fyrstu árgangarnir mega eiga von á því að fá boð fyrri hluta viku en þeir síðustu síðar í viðkomandi viku. Vikan 7.-11. júní 1979 karlar 1984 konur 1993 karlar 1978 konur 1992 karlar 1998 konur 1983 karlar 1986 konur 1984 karlar 2000 konur 2003 karlar 1981 konur 1977 karlar 1980 konur 1997 karlar 2004 konur 1985 karlar 1988 konur Vikan 14.- 18. júní 1976 karlar 1977 konur 2000 karlar 2001 konur 1988 karlar 2002 konur 1986 karlar 1993 konur 1994 karlar 1976 konur 2002 karlar 1979 konur 1981 karlar 1997 konur 2001 karlar 2003 konur 1996 karlar 1992 konur Vikan 21.-25. júní 1982 karlar 1989 konur 1991 karlar 1987 konur 1989 karlar 1994 konur 1980 karlar 1990 konur 1998 karlar 1995 konur 2004 karlar 1999 konur 1995 karlar 1991 konur 1990 karlar 1985 konur 2005 karlar og konur
Konur fæddar árið 1985 voru síðastar upp úr pottinum þegar dregið var í röðina í bólusetningum á höfuðborgarsvæðinu næstu þrjár vikurnar. Gangi plön heilsugæslunnar eftir verða þær búnar að fá bóluefnasprautu í síðasta lagi föstudaginn 25. júní. Spennan var mikil meðal lesenda Vísis ef marka má áhorf á beina útsendingu frá drættinum. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, stýrði drættinum sem fyrr. Allir forgangshópar hafa nú fengið boð í bólusetningu og því komið að restinni, ef svo má segja. Fólk í árgöngum 1976 til 2005 sem til stendur að sprauta með bóluefni Pfizer, Moderna eða Janssen á næstu þremur vikum. Ragnheiður sagði markmiðið að gefa fólki fyrirsjáanleika á því hvenær það ætti von á boði. Fólk fær strikamerki í SMS-skilaboðum. Komist það ekki á boðaðan dag á fólkið að mæta næst þegar sama bóluefni verður notað. Fólk geti hins vegar ekki valið sér bóluefni. Bóluefni AstraZeneca er nú aðeins notað í seinni sprautu svo hóparnir að neðan eiga von á bóluefni Pfizer, Moderna eða Janssen. Að neðan má sjá hvernig árgangarnir og kynin skiptast næstu þrjár vikurnar. Fyrstu árgangarnir mega eiga von á því að fá boð fyrri hluta viku en þeir síðustu síðar í viðkomandi viku. Vikan 7.-11. júní 1979 karlar 1984 konur 1993 karlar 1978 konur 1992 karlar 1998 konur 1983 karlar 1986 konur 1984 karlar 2000 konur 2003 karlar 1981 konur 1977 karlar 1980 konur 1997 karlar 2004 konur 1985 karlar 1988 konur Vikan 14.- 18. júní 1976 karlar 1977 konur 2000 karlar 2001 konur 1988 karlar 2002 konur 1986 karlar 1993 konur 1994 karlar 1976 konur 2002 karlar 1979 konur 1981 karlar 1997 konur 2001 karlar 2003 konur 1996 karlar 1992 konur Vikan 21.-25. júní 1982 karlar 1989 konur 1991 karlar 1987 konur 1989 karlar 1994 konur 1980 karlar 1990 konur 1998 karlar 1995 konur 2004 karlar 1999 konur 1995 karlar 1991 konur 1990 karlar 1985 konur 2005 karlar og konur
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Eiginnafnið Dór kemur í veg fyrir millinafnið Dór Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Stefnir í að losunarskuldbindingar náist Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira