Skoðun

Guð­laugur Þór hlýtur lof á al­þjóða­vett­vangi

Júlíus Hafstein skrifar

Á laugardaginn kemur velur sjálfstæðisfólk í Reykjavík sjálft á lista til alþingiskosninga. Í flestum flokkum er val á framboðslista í höndum lítillar klíku en í meira en hálfa öld hefur fólkið sjálft í Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík – þúsundir flokksmanna – ráðið fulltrúum sínum á Alþingi.

Þetta er mikilsvert lýðræðisafl sem þarf að nýta og tryggja þannig öfluga forystu til hagsbóta fyrir Reykvíkinga og landsmenn alla. Reykvíkingar hafa verið svo lánsamir að hafa haft um árabil í forystu einn öflugasta stjórnmálamanna þjóðarinnar, Guðlaug Þór Þórðarson. Hann hefur undanfarið kjörtímabil verið glæsilegur fulltrúi þjóðarinnar á stóli utanríkisráðherra og líklega einhver öflugasti talsmaður íslenskra hagsmuna sem um getur.

Þetta mátti sjá á dögunum þegar fundur Norðurskautsráðsins var haldinn í Reykjavík en Guðlaugur hefur hlotið lof fyrir störf sín í forystu ráðsins. Aðildarríki þess sýna starfi ráðsins miklu meiri áhuga en fyrr sem sýndi sig í því að utanríkisráðherrar allra ríkjanna koma hingað til lands og þar bara vitaskuld hæst fund utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands. Íslendingar geta haft raunveruleg áhrif í alþjóðamálum og Ísland verið vettvangur stórra viðburða en þá skiptir máli að til forystu hér veljist afburðaleiðtogar. Guðlaugur Þór er slíkur leiðtogi. Ég set hann í fyrsta sæti í prófkjörinu á laugardaginn.

Höfundur er fv. sendiherra.




Skoðun

Skoðun

Vertu drusla!

Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Skoðun

Ert þú drusla?

Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sjá meira


×