Stærð ferðaþjónustunnar ástæða lengra bataferlis Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. júní 2021 11:11 Gylfi Magnússon, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. vísir/Egill Aðalsteinsson Prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands gerir ráð fyrir því að hlutur ferðaþjónustunnar í hagkerfi landsins sé helsta ástæða þess að OECD spái Íslandi svo hægum bata úr efnahagskreppu faraldursins. OECD birti í gær skýrslu þar sem því er spáð að ekkert þróað ríki verði jafn lengi að endurheimta fyrri efnahagsstyrk eftir heimsfaraldurinn og Ísland. Þar er stuðst við verga landsframleiðslu sem mælikvarða. Ísland á ekki að ná sömu vergu landsframleiðslu og landið var með fyrir faraldurinn fyrr en á síðari helmingi ársins 2023. Gylfi Magnússon, prófessor í hagfræði, var ekki búinn að lesa skýrsluna ítarlega þegar Vísir ræddi við hann en finnst blasa við að ferðaþjónustan sé helsta ástæðan fyrir hægum efnahagsbata: „Ísland reiðir sig í óvenju miklum mæli á ferðaþjónustu og hún hefur auðvitað komið mjög illa út úr faraldrinum alls staðar. Endurheimt fyrri stöðu á Íslandi byggir auðvitað mjög mikið á því hvernig gengur með ferðaþjónustuna. Þannig það er nú væntanlega lykilforsendan í þessum útreikningum OECD.“ Áframhaldandi atvinnuleysi Í skýrslunni er gert ráð fyrir miklu atvinnuleysi á Íslandi, líka á næsta ári þegar það á að minnka úr 8 prósentum niður í 7,6 prósent. Í ríkjum sem eiga að ná sömu vergu landsframleiðslu og þau voru með fyrir faraldurinn á næstu mánuðum verður atvinnuleysið mun minna. Á næsta ári er til dæmis gert ráð fyrir 4 prósent atvinnuleysi í Noregi en 4,3 prósent í Bandaríkjunum. „Atvinnuleysið hefur náttúrulega áhrif á þessar helstu hagstærðir,“ segir Gylfi. „Ferðaþjónustan er mjög mannaflafrek grein sem þýðir auðvitað að samdráttur í henni hefur mikil áhrif á atvinnustig og það er þá lengi að jafna sig.“ Hann segir eðlilegt að Noregur og Bandaríkin nái sér hratt upp úr faraldrinum, því þar sé takmörkuð ferðaþjónusta í hlutfalli við stærð hagkerfis landanna. „Svo er væntanlega gert ráð fyrir því að nánast allar aðrar atvinnugreinar komist aftur í nokkuð eðlilegt stand á næsta ári.“ Erfitt að ná aftur sama árangri Gylfi nefnir þá að einnig mega hafa í huga að fyrir faraldurinn var hagkerfi Íslands þegar komið í nokkra kólnun. „Ef maður horfir aftur til ársins 2019 þá var það samdráttarár. Það voru svona ýmis vandamál í ferðaþjónustu; WOW varð gjaldþrota og greinin átti almennt í einhverri varnarbaráttu.“ Það geti verið ein ástæða þess að OECD gerir ekki ráð fyrir því að greinin nái sér mjög hratt á strik aftur. „Svo veit maður reyndar ekkert hvort þeir hafi eitthvað gert ráð fyrir aðdráttarafli vegna eldgossins en það getur auðvitað haft einhver jákvæð áhrif,“ segir Gylfi. Einnig geti það haft áhrif á spánna að mikið vaxtarskeið í efnahagskerfi landsins hafi verið að ljúka einmitt þegar faraldurinn skall á og landsframleiðslan verið mjög mikil á síðustu árum. „Það skeið kom auðvitað í kjölfar vandræðanna í hruninu og það er kannski erfitt að ná aftur upp dampi þegar viðmiðið er landsframleiðsla sem hafði vaxið svona svakalega.“ Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
OECD birti í gær skýrslu þar sem því er spáð að ekkert þróað ríki verði jafn lengi að endurheimta fyrri efnahagsstyrk eftir heimsfaraldurinn og Ísland. Þar er stuðst við verga landsframleiðslu sem mælikvarða. Ísland á ekki að ná sömu vergu landsframleiðslu og landið var með fyrir faraldurinn fyrr en á síðari helmingi ársins 2023. Gylfi Magnússon, prófessor í hagfræði, var ekki búinn að lesa skýrsluna ítarlega þegar Vísir ræddi við hann en finnst blasa við að ferðaþjónustan sé helsta ástæðan fyrir hægum efnahagsbata: „Ísland reiðir sig í óvenju miklum mæli á ferðaþjónustu og hún hefur auðvitað komið mjög illa út úr faraldrinum alls staðar. Endurheimt fyrri stöðu á Íslandi byggir auðvitað mjög mikið á því hvernig gengur með ferðaþjónustuna. Þannig það er nú væntanlega lykilforsendan í þessum útreikningum OECD.“ Áframhaldandi atvinnuleysi Í skýrslunni er gert ráð fyrir miklu atvinnuleysi á Íslandi, líka á næsta ári þegar það á að minnka úr 8 prósentum niður í 7,6 prósent. Í ríkjum sem eiga að ná sömu vergu landsframleiðslu og þau voru með fyrir faraldurinn á næstu mánuðum verður atvinnuleysið mun minna. Á næsta ári er til dæmis gert ráð fyrir 4 prósent atvinnuleysi í Noregi en 4,3 prósent í Bandaríkjunum. „Atvinnuleysið hefur náttúrulega áhrif á þessar helstu hagstærðir,“ segir Gylfi. „Ferðaþjónustan er mjög mannaflafrek grein sem þýðir auðvitað að samdráttur í henni hefur mikil áhrif á atvinnustig og það er þá lengi að jafna sig.“ Hann segir eðlilegt að Noregur og Bandaríkin nái sér hratt upp úr faraldrinum, því þar sé takmörkuð ferðaþjónusta í hlutfalli við stærð hagkerfis landanna. „Svo er væntanlega gert ráð fyrir því að nánast allar aðrar atvinnugreinar komist aftur í nokkuð eðlilegt stand á næsta ári.“ Erfitt að ná aftur sama árangri Gylfi nefnir þá að einnig mega hafa í huga að fyrir faraldurinn var hagkerfi Íslands þegar komið í nokkra kólnun. „Ef maður horfir aftur til ársins 2019 þá var það samdráttarár. Það voru svona ýmis vandamál í ferðaþjónustu; WOW varð gjaldþrota og greinin átti almennt í einhverri varnarbaráttu.“ Það geti verið ein ástæða þess að OECD gerir ekki ráð fyrir því að greinin nái sér mjög hratt á strik aftur. „Svo veit maður reyndar ekkert hvort þeir hafi eitthvað gert ráð fyrir aðdráttarafli vegna eldgossins en það getur auðvitað haft einhver jákvæð áhrif,“ segir Gylfi. Einnig geti það haft áhrif á spánna að mikið vaxtarskeið í efnahagskerfi landsins hafi verið að ljúka einmitt þegar faraldurinn skall á og landsframleiðslan verið mjög mikil á síðustu árum. „Það skeið kom auðvitað í kjölfar vandræðanna í hruninu og það er kannski erfitt að ná aftur upp dampi þegar viðmiðið er landsframleiðsla sem hafði vaxið svona svakalega.“
Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira