Sakfelldir fyrir fjársvik gagnvart Bauhaus Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júní 2021 08:01 Mennirnir voru dæmdir í skilorðsbundið fangelsi. Vísir/Vilhelm Tveir menn voru í síðasta mánuði dæmdir í skilorðsbundið fangelsi fyrir fjársvik sem beindust að byggingavöruversluninni Bauhaus frá nóvember 2017 til febrúar 2019. Þá voru þeir dæmdir til að greiða Bauhaus ríflega 2,2 milljónir króna auk vaxta. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að mennirnir hafi verið ákærðir fyrir fjársvik framin í félagi. Þeir hafi í alls átta skipti svikið út vörur að andvirði 2.263.619 króna í verslun Bauhaus að Lambahagavegi. Annar mannanna var starfsmaður Bauhaus og útbjó tilhæfulaus tilboð í vörur sem hinn, sem starfar sem verktaki, framvísaði í versluninni. Þannig hafi þeir talið starfsmönnum verslunarinnar trú um að búið væri að greiða fyrir þær vörur sem hann fékk afhentar. Starfsmaðurinn hlaut tveggja mánaða fangelsisdóm en verktakinn sex mánaða dóm. Báðir dómarnir eru skilorðsbundnir til tveggja ára. Tók vörur sem skrifuðust á aðra viðskiptavini Í dóminum kemur fram að starfsmaðurinn hafi starfað á fyrirtækjasviði Bauhaus, en hinn hafi verið viðskiptavinur félagsins og ræki verktakafyrirtæki. Við reglubundið eftirlit hefði komist upp um umfangsmikinn þjófnað í versluninni sem staðið hefði yfir í langan tíma. Skoðun á upptökum eftirlitsmyndavéla hafi þá leitt í ljós að mennirnir tveir hefðu farið um verslunina og tekið saman vörur fyrir rúmlega 600 þúsund krónur og komið þeim fyrir á bifreið verktakans, á grundvelli tilboðsblaða sem starfsmaðurinn hafði útbúið. Þau tilboð voru hins vegar ekki merkt verktakanum né fyrirtæki hans, heldur skrifuð á ótengda viðskiptavini félagsins. Skjáskot úr öryggismyndavélum verslunarinnar hafi þá sýnt að verktakinn tók vörurnar úr versluninni, án þess að tilboðin sem hann nýttist við hafi verið virkjuð í kerfi verslunarinnar. Starfsmaðurinn samvinnuþýður Í dóminum kemur fram að starfsmaðurinn hafi játað brot sitt, auk þess sem hann hafi aðstoðað við að upplýsa málið og verið einkar samvinnuþýður og tók dómarinn tillit til þess við ákvörðun refsingar. Hann greindi meðal annars frá því að verktakinn hafi gengið á eftir honum um að taka þátt í ráðabrugginu, og hann að endingu látið undan. Í skýrslutöku lýsti starfsmaðurinn því að hann hafi reynt að fá verktakann til að hætta, en sá síðarnefndi hafi ekki látið segjast. Verktakinn hafi hótað starfsmanninum til að fá hann til að halda áfram. Verktakinn neitaði hins vegar sök og byggði á því að starfsmaðurinn hafi verið að versla fyrir hann og hann nýtt sér starfsmannaafslátt. Þá hélt hann því fram að ósannað væri að tilboðsblöðunum hafi verið framvísað. Hann viðurkenndi þó að hafa tekið á móti hluta af vörunum sem undir voru og stór hluti þeirra fannst við húsleit. Dómurinn mat framburð hans ótrúverðugan og taldi sannað að hann hefði gerst sekur um það sem greint var í ákæru. Mennirnir voru báðir dæmdir í skilorðsbundið fangelsi. Starfsmaðurinn hlaut tveggja mánaða dóm, en verktakinn sex mánaða. Við ákvörðun refsingar þess síðarnefnda var meðal annars litið til þess að hann á sakaferil að baki. Dómsmál Reykjavík Verslun Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að mennirnir hafi verið ákærðir fyrir fjársvik framin í félagi. Þeir hafi í alls átta skipti svikið út vörur að andvirði 2.263.619 króna í verslun Bauhaus að Lambahagavegi. Annar mannanna var starfsmaður Bauhaus og útbjó tilhæfulaus tilboð í vörur sem hinn, sem starfar sem verktaki, framvísaði í versluninni. Þannig hafi þeir talið starfsmönnum verslunarinnar trú um að búið væri að greiða fyrir þær vörur sem hann fékk afhentar. Starfsmaðurinn hlaut tveggja mánaða fangelsisdóm en verktakinn sex mánaða dóm. Báðir dómarnir eru skilorðsbundnir til tveggja ára. Tók vörur sem skrifuðust á aðra viðskiptavini Í dóminum kemur fram að starfsmaðurinn hafi starfað á fyrirtækjasviði Bauhaus, en hinn hafi verið viðskiptavinur félagsins og ræki verktakafyrirtæki. Við reglubundið eftirlit hefði komist upp um umfangsmikinn þjófnað í versluninni sem staðið hefði yfir í langan tíma. Skoðun á upptökum eftirlitsmyndavéla hafi þá leitt í ljós að mennirnir tveir hefðu farið um verslunina og tekið saman vörur fyrir rúmlega 600 þúsund krónur og komið þeim fyrir á bifreið verktakans, á grundvelli tilboðsblaða sem starfsmaðurinn hafði útbúið. Þau tilboð voru hins vegar ekki merkt verktakanum né fyrirtæki hans, heldur skrifuð á ótengda viðskiptavini félagsins. Skjáskot úr öryggismyndavélum verslunarinnar hafi þá sýnt að verktakinn tók vörurnar úr versluninni, án þess að tilboðin sem hann nýttist við hafi verið virkjuð í kerfi verslunarinnar. Starfsmaðurinn samvinnuþýður Í dóminum kemur fram að starfsmaðurinn hafi játað brot sitt, auk þess sem hann hafi aðstoðað við að upplýsa málið og verið einkar samvinnuþýður og tók dómarinn tillit til þess við ákvörðun refsingar. Hann greindi meðal annars frá því að verktakinn hafi gengið á eftir honum um að taka þátt í ráðabrugginu, og hann að endingu látið undan. Í skýrslutöku lýsti starfsmaðurinn því að hann hafi reynt að fá verktakann til að hætta, en sá síðarnefndi hafi ekki látið segjast. Verktakinn hafi hótað starfsmanninum til að fá hann til að halda áfram. Verktakinn neitaði hins vegar sök og byggði á því að starfsmaðurinn hafi verið að versla fyrir hann og hann nýtt sér starfsmannaafslátt. Þá hélt hann því fram að ósannað væri að tilboðsblöðunum hafi verið framvísað. Hann viðurkenndi þó að hafa tekið á móti hluta af vörunum sem undir voru og stór hluti þeirra fannst við húsleit. Dómurinn mat framburð hans ótrúverðugan og taldi sannað að hann hefði gerst sekur um það sem greint var í ákæru. Mennirnir voru báðir dæmdir í skilorðsbundið fangelsi. Starfsmaðurinn hlaut tveggja mánaða dóm, en verktakinn sex mánaða. Við ákvörðun refsingar þess síðarnefnda var meðal annars litið til þess að hann á sakaferil að baki.
Dómsmál Reykjavík Verslun Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira