Rætt um útlilokanir og vinsæla flokka á þingi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. júní 2021 13:55 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri Grænna. vísir/samsett Rætt var um möguleg stjórnarsamstörf og útilokanir flokka í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagðist ekki treysta Miðflokknum til þess að standa við orð sín og sagði Sjálfstæðisflokkinn ekki hafa farið vel með völd. Lilja Rafney Gunnarsdóttir, þingmaður VG, telur ljóst að flokkurinn verði vinsæll samstarfskostur eftir kosningar. Björn Leví benti á að Píratar hafi ítrekað sagst ekki vera tilbúnir til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn eða Miðflokkinn og rakti ástæður þess. Hann sagði flokkinn ávallt til í samstarf um málefni, væri fólk með góðan og málefnalegan rökstuðning fyrir þeim. „Það er oft brugðist við því á mjög undarlegan hátt þegar við segjum að við viljum ekki fara í ríkisstjórnarsamstarf með þessum flokkum og talað um einhvers konar útilokun og eineltistilburði eða eitthvað svoleiðis. En það er náttúrlega þannig að valdastólar eru þjónustuhlutverk,“ sagði Björn Leví. „Það er enginn sem á einhver réttindi í þá og það eru engin sem á heimtingu á því að allir aðrir verði að styðja þá til valda, því að við eigum að beita málefnalegum rökstuðningi til þess að koma málum okkar á framfæri og þar hefur það sýnt sig að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki farið vel með völd,“ sagði Björn og bætti við að „öll svona einstök siðferðileg álitamál á undanförnum árum hafi verið á þeirra ábyrgð.“ Þingmaður Vinstri Grænna telur ljóst að flokkurinn verði eftirsóttur til samstarfs að loknum kosningum í september.vísir/Vilhelm Því næst sneri hann sér að Miðflokknum. „Þó að Miðflokkurinn segist vera með skynsemi og rökhyggju að vopni í sínum málflutningi þá er einmitt misbrestur þar á milli. Milli þess sem við heyrum svona baktjaldamegin og síðan þess sem heyrist í ræðustól þingsins,“ sagði Björn Leví. „Þannig að við einfaldlega treystum þeim ekki til að standa við orð sín og þar af leiðandi hlustum við ekki á eitthvað sem segist vera skynsemis- og rökhyggja, en er það ekki þegar allt kemur til alls.“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG, talaði á ólíkum nótum og vísaði til þess að ríkisstjórnin njóti góðs stuðnings samkvæmt skoðanakönnunum auk þess sem Katrín Jakobsdóttir njóti trausts. „Fólk er ánægt með hvernig til hefur tekist og það er bara góð vísbending um það að Vinstri græn verða eftirsótt, okkar flokkur til stjórnarsamstarfs í næstu kosningum,“ sagði Lilja og bætti við að margir vilji því væntanlega reyna að mynda stjórn með Vinstri Grænum. „Og við bara höldum því til haga að við erum tilbúin. Við treystum okkur til að leiða áfram í ríkisstjórn og það eru málefni sem ráða því með hvaða flokkum við vinnum og traust er lykilatriði í stjórnmálum,“ sagði Lilja. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Fleiri fréttir Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Sjá meira
Björn Leví benti á að Píratar hafi ítrekað sagst ekki vera tilbúnir til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn eða Miðflokkinn og rakti ástæður þess. Hann sagði flokkinn ávallt til í samstarf um málefni, væri fólk með góðan og málefnalegan rökstuðning fyrir þeim. „Það er oft brugðist við því á mjög undarlegan hátt þegar við segjum að við viljum ekki fara í ríkisstjórnarsamstarf með þessum flokkum og talað um einhvers konar útilokun og eineltistilburði eða eitthvað svoleiðis. En það er náttúrlega þannig að valdastólar eru þjónustuhlutverk,“ sagði Björn Leví. „Það er enginn sem á einhver réttindi í þá og það eru engin sem á heimtingu á því að allir aðrir verði að styðja þá til valda, því að við eigum að beita málefnalegum rökstuðningi til þess að koma málum okkar á framfæri og þar hefur það sýnt sig að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki farið vel með völd,“ sagði Björn og bætti við að „öll svona einstök siðferðileg álitamál á undanförnum árum hafi verið á þeirra ábyrgð.“ Þingmaður Vinstri Grænna telur ljóst að flokkurinn verði eftirsóttur til samstarfs að loknum kosningum í september.vísir/Vilhelm Því næst sneri hann sér að Miðflokknum. „Þó að Miðflokkurinn segist vera með skynsemi og rökhyggju að vopni í sínum málflutningi þá er einmitt misbrestur þar á milli. Milli þess sem við heyrum svona baktjaldamegin og síðan þess sem heyrist í ræðustól þingsins,“ sagði Björn Leví. „Þannig að við einfaldlega treystum þeim ekki til að standa við orð sín og þar af leiðandi hlustum við ekki á eitthvað sem segist vera skynsemis- og rökhyggja, en er það ekki þegar allt kemur til alls.“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG, talaði á ólíkum nótum og vísaði til þess að ríkisstjórnin njóti góðs stuðnings samkvæmt skoðanakönnunum auk þess sem Katrín Jakobsdóttir njóti trausts. „Fólk er ánægt með hvernig til hefur tekist og það er bara góð vísbending um það að Vinstri græn verða eftirsótt, okkar flokkur til stjórnarsamstarfs í næstu kosningum,“ sagði Lilja og bætti við að margir vilji því væntanlega reyna að mynda stjórn með Vinstri Grænum. „Og við bara höldum því til haga að við erum tilbúin. Við treystum okkur til að leiða áfram í ríkisstjórn og það eru málefni sem ráða því með hvaða flokkum við vinnum og traust er lykilatriði í stjórnmálum,“ sagði Lilja.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Fleiri fréttir Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Sjá meira