Íslensku öndunarvélarnar komnar til Indlands Eiður Þór Árnason skrifar 2. júní 2021 13:24 Hitesh Rajpal, sviðsstjóri hjá indversku utanríkisþjónustunni, og Kristín Eva Sigurðardóttir sendiráðsfulltrúi hjá sendiráði Íslands í Delí tóku á móti sendingunni í morgun. Aðsend Fimmtán öndunarvélar og tólf þúsund töflur af veirulyfinu Favipiravir lentu í Delí á Indlandi snemma í morgun að staðartíma. Um er að ræða gjöf frá Landspítala og íslenskum stjórnvöldum vegna alvarlegrar stöðu kórónuveirufaraldursins á Indlandi. Vika er síðan sendingin fór af stað frá Íslandi en ríkisstjórnin ákvað í síðasta mánuði að gefa öndunarvélarnar þegar ljóst var að ekki væri þörf fyrir þær hér á landi. Indversk stjórnvöld sjá svo um að ráðstafa þeim eftir þörfum. Greint er frá afhendingunni á vef utanríkisráðuneytisins. Um 164 þúsund kórónuveirutilfelli hafa að jafnaði greinst daglega á Indlandi síðastliðna viku en í kringum 400 þúsund greindust á verstu dögunum í maímánuði. Um 335 þúsund dauðsföll eru skráð vegna faraldursins og hafa heilbrigðisstofnanir átt erfitt með að ráða við mikinn fjölda sjúklinga. Viku tók að koma sendingunni á áfangastað.Aðsend „Þetta er til marks um hlýleg og vinsamleg tengsl okkar. Við tökum fagnandi sendingu með fimmtán öndunarvélum og tólf þúsund töflum af Favipiravir sem bárust frá Íslandi snemma í morgun,“ segir í tísti frá indverskum stjórnvöldum. Fulltrúi þeirra og fulltrúi íslenska sendiráðsins í Delí mættu á flugvöllinn til að taka við sendingunni. Taking forward our warm & friendly ties. Welcome consignment of 15 Ventilators and 12000 tablets of Favipiravir that arrived from Iceland early this morning. pic.twitter.com/Q0zdZxoD70— Arindam Bagchi (@MEAIndia) June 1, 2021 Öndunarvélarnar eru hluti af stórri gjöf sem Landspítali fékk á síðasta ári frá velvildarfólki spítalans. Veirulyfið Favipiravir var þróað sem meðferð við inflúensu en hefur notað í meðferð við Covid-19 eftir að í ljós kom að lyfið hamli gegn eftirmyndum erfiðaefnis veirunnar. Sendingin frá Íslandi var flutt til Indlands á vegum samhæfingar- og stjórnstöð almannavarna Evrópusambandsins sem Ísland tekur þátt í á grundvelli EES-samstarfsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Indland Tengdar fréttir Yfir 300 þúsund nú látist af völdum Covid-19 á Indlandi Yfir 300 þúsund hafa nú látist af völdum Covid-19 á Indlandi samkvæmt upplýsingum frá þarlendum heilbrigðisyfirvöldum. Sérfræðingar vara við því að raunverulegur fjöldi dauðsfalla geti verið mun hærri þar sem mörg þeirra séu ekki skráð með fullnægjandi hætti. 24. maí 2021 08:52 Íslendingar gefa Indverjum öndunarvélar Í ljósi alvarlegrar stöðu kórónuveirufaraldursins á Indlandi hafa þarlend stjórnvöld þegið boð íslenskra stjórnvalda um að senda 17 öndunarvélar til Indlands, segir í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. 8. maí 2021 15:01 Bárust sautján öndunarvélar að gjöf Rausnarlegar gjafir hafa borist Landspítalanum og starfsfólki heilbrigðiskerfisins undanfarið. 9. apríl 2020 14:42 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira
Vika er síðan sendingin fór af stað frá Íslandi en ríkisstjórnin ákvað í síðasta mánuði að gefa öndunarvélarnar þegar ljóst var að ekki væri þörf fyrir þær hér á landi. Indversk stjórnvöld sjá svo um að ráðstafa þeim eftir þörfum. Greint er frá afhendingunni á vef utanríkisráðuneytisins. Um 164 þúsund kórónuveirutilfelli hafa að jafnaði greinst daglega á Indlandi síðastliðna viku en í kringum 400 þúsund greindust á verstu dögunum í maímánuði. Um 335 þúsund dauðsföll eru skráð vegna faraldursins og hafa heilbrigðisstofnanir átt erfitt með að ráða við mikinn fjölda sjúklinga. Viku tók að koma sendingunni á áfangastað.Aðsend „Þetta er til marks um hlýleg og vinsamleg tengsl okkar. Við tökum fagnandi sendingu með fimmtán öndunarvélum og tólf þúsund töflum af Favipiravir sem bárust frá Íslandi snemma í morgun,“ segir í tísti frá indverskum stjórnvöldum. Fulltrúi þeirra og fulltrúi íslenska sendiráðsins í Delí mættu á flugvöllinn til að taka við sendingunni. Taking forward our warm & friendly ties. Welcome consignment of 15 Ventilators and 12000 tablets of Favipiravir that arrived from Iceland early this morning. pic.twitter.com/Q0zdZxoD70— Arindam Bagchi (@MEAIndia) June 1, 2021 Öndunarvélarnar eru hluti af stórri gjöf sem Landspítali fékk á síðasta ári frá velvildarfólki spítalans. Veirulyfið Favipiravir var þróað sem meðferð við inflúensu en hefur notað í meðferð við Covid-19 eftir að í ljós kom að lyfið hamli gegn eftirmyndum erfiðaefnis veirunnar. Sendingin frá Íslandi var flutt til Indlands á vegum samhæfingar- og stjórnstöð almannavarna Evrópusambandsins sem Ísland tekur þátt í á grundvelli EES-samstarfsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Indland Tengdar fréttir Yfir 300 þúsund nú látist af völdum Covid-19 á Indlandi Yfir 300 þúsund hafa nú látist af völdum Covid-19 á Indlandi samkvæmt upplýsingum frá þarlendum heilbrigðisyfirvöldum. Sérfræðingar vara við því að raunverulegur fjöldi dauðsfalla geti verið mun hærri þar sem mörg þeirra séu ekki skráð með fullnægjandi hætti. 24. maí 2021 08:52 Íslendingar gefa Indverjum öndunarvélar Í ljósi alvarlegrar stöðu kórónuveirufaraldursins á Indlandi hafa þarlend stjórnvöld þegið boð íslenskra stjórnvalda um að senda 17 öndunarvélar til Indlands, segir í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. 8. maí 2021 15:01 Bárust sautján öndunarvélar að gjöf Rausnarlegar gjafir hafa borist Landspítalanum og starfsfólki heilbrigðiskerfisins undanfarið. 9. apríl 2020 14:42 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira
Yfir 300 þúsund nú látist af völdum Covid-19 á Indlandi Yfir 300 þúsund hafa nú látist af völdum Covid-19 á Indlandi samkvæmt upplýsingum frá þarlendum heilbrigðisyfirvöldum. Sérfræðingar vara við því að raunverulegur fjöldi dauðsfalla geti verið mun hærri þar sem mörg þeirra séu ekki skráð með fullnægjandi hætti. 24. maí 2021 08:52
Íslendingar gefa Indverjum öndunarvélar Í ljósi alvarlegrar stöðu kórónuveirufaraldursins á Indlandi hafa þarlend stjórnvöld þegið boð íslenskra stjórnvalda um að senda 17 öndunarvélar til Indlands, segir í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. 8. maí 2021 15:01
Bárust sautján öndunarvélar að gjöf Rausnarlegar gjafir hafa borist Landspítalanum og starfsfólki heilbrigðiskerfisins undanfarið. 9. apríl 2020 14:42