Íslensku öndunarvélarnar komnar til Indlands Eiður Þór Árnason skrifar 2. júní 2021 13:24 Hitesh Rajpal, sviðsstjóri hjá indversku utanríkisþjónustunni, og Kristín Eva Sigurðardóttir sendiráðsfulltrúi hjá sendiráði Íslands í Delí tóku á móti sendingunni í morgun. Aðsend Fimmtán öndunarvélar og tólf þúsund töflur af veirulyfinu Favipiravir lentu í Delí á Indlandi snemma í morgun að staðartíma. Um er að ræða gjöf frá Landspítala og íslenskum stjórnvöldum vegna alvarlegrar stöðu kórónuveirufaraldursins á Indlandi. Vika er síðan sendingin fór af stað frá Íslandi en ríkisstjórnin ákvað í síðasta mánuði að gefa öndunarvélarnar þegar ljóst var að ekki væri þörf fyrir þær hér á landi. Indversk stjórnvöld sjá svo um að ráðstafa þeim eftir þörfum. Greint er frá afhendingunni á vef utanríkisráðuneytisins. Um 164 þúsund kórónuveirutilfelli hafa að jafnaði greinst daglega á Indlandi síðastliðna viku en í kringum 400 þúsund greindust á verstu dögunum í maímánuði. Um 335 þúsund dauðsföll eru skráð vegna faraldursins og hafa heilbrigðisstofnanir átt erfitt með að ráða við mikinn fjölda sjúklinga. Viku tók að koma sendingunni á áfangastað.Aðsend „Þetta er til marks um hlýleg og vinsamleg tengsl okkar. Við tökum fagnandi sendingu með fimmtán öndunarvélum og tólf þúsund töflum af Favipiravir sem bárust frá Íslandi snemma í morgun,“ segir í tísti frá indverskum stjórnvöldum. Fulltrúi þeirra og fulltrúi íslenska sendiráðsins í Delí mættu á flugvöllinn til að taka við sendingunni. Taking forward our warm & friendly ties. Welcome consignment of 15 Ventilators and 12000 tablets of Favipiravir that arrived from Iceland early this morning. pic.twitter.com/Q0zdZxoD70— Arindam Bagchi (@MEAIndia) June 1, 2021 Öndunarvélarnar eru hluti af stórri gjöf sem Landspítali fékk á síðasta ári frá velvildarfólki spítalans. Veirulyfið Favipiravir var þróað sem meðferð við inflúensu en hefur notað í meðferð við Covid-19 eftir að í ljós kom að lyfið hamli gegn eftirmyndum erfiðaefnis veirunnar. Sendingin frá Íslandi var flutt til Indlands á vegum samhæfingar- og stjórnstöð almannavarna Evrópusambandsins sem Ísland tekur þátt í á grundvelli EES-samstarfsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Indland Tengdar fréttir Yfir 300 þúsund nú látist af völdum Covid-19 á Indlandi Yfir 300 þúsund hafa nú látist af völdum Covid-19 á Indlandi samkvæmt upplýsingum frá þarlendum heilbrigðisyfirvöldum. Sérfræðingar vara við því að raunverulegur fjöldi dauðsfalla geti verið mun hærri þar sem mörg þeirra séu ekki skráð með fullnægjandi hætti. 24. maí 2021 08:52 Íslendingar gefa Indverjum öndunarvélar Í ljósi alvarlegrar stöðu kórónuveirufaraldursins á Indlandi hafa þarlend stjórnvöld þegið boð íslenskra stjórnvalda um að senda 17 öndunarvélar til Indlands, segir í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. 8. maí 2021 15:01 Bárust sautján öndunarvélar að gjöf Rausnarlegar gjafir hafa borist Landspítalanum og starfsfólki heilbrigðiskerfisins undanfarið. 9. apríl 2020 14:42 Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Vika er síðan sendingin fór af stað frá Íslandi en ríkisstjórnin ákvað í síðasta mánuði að gefa öndunarvélarnar þegar ljóst var að ekki væri þörf fyrir þær hér á landi. Indversk stjórnvöld sjá svo um að ráðstafa þeim eftir þörfum. Greint er frá afhendingunni á vef utanríkisráðuneytisins. Um 164 þúsund kórónuveirutilfelli hafa að jafnaði greinst daglega á Indlandi síðastliðna viku en í kringum 400 þúsund greindust á verstu dögunum í maímánuði. Um 335 þúsund dauðsföll eru skráð vegna faraldursins og hafa heilbrigðisstofnanir átt erfitt með að ráða við mikinn fjölda sjúklinga. Viku tók að koma sendingunni á áfangastað.Aðsend „Þetta er til marks um hlýleg og vinsamleg tengsl okkar. Við tökum fagnandi sendingu með fimmtán öndunarvélum og tólf þúsund töflum af Favipiravir sem bárust frá Íslandi snemma í morgun,“ segir í tísti frá indverskum stjórnvöldum. Fulltrúi þeirra og fulltrúi íslenska sendiráðsins í Delí mættu á flugvöllinn til að taka við sendingunni. Taking forward our warm & friendly ties. Welcome consignment of 15 Ventilators and 12000 tablets of Favipiravir that arrived from Iceland early this morning. pic.twitter.com/Q0zdZxoD70— Arindam Bagchi (@MEAIndia) June 1, 2021 Öndunarvélarnar eru hluti af stórri gjöf sem Landspítali fékk á síðasta ári frá velvildarfólki spítalans. Veirulyfið Favipiravir var þróað sem meðferð við inflúensu en hefur notað í meðferð við Covid-19 eftir að í ljós kom að lyfið hamli gegn eftirmyndum erfiðaefnis veirunnar. Sendingin frá Íslandi var flutt til Indlands á vegum samhæfingar- og stjórnstöð almannavarna Evrópusambandsins sem Ísland tekur þátt í á grundvelli EES-samstarfsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Indland Tengdar fréttir Yfir 300 þúsund nú látist af völdum Covid-19 á Indlandi Yfir 300 þúsund hafa nú látist af völdum Covid-19 á Indlandi samkvæmt upplýsingum frá þarlendum heilbrigðisyfirvöldum. Sérfræðingar vara við því að raunverulegur fjöldi dauðsfalla geti verið mun hærri þar sem mörg þeirra séu ekki skráð með fullnægjandi hætti. 24. maí 2021 08:52 Íslendingar gefa Indverjum öndunarvélar Í ljósi alvarlegrar stöðu kórónuveirufaraldursins á Indlandi hafa þarlend stjórnvöld þegið boð íslenskra stjórnvalda um að senda 17 öndunarvélar til Indlands, segir í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. 8. maí 2021 15:01 Bárust sautján öndunarvélar að gjöf Rausnarlegar gjafir hafa borist Landspítalanum og starfsfólki heilbrigðiskerfisins undanfarið. 9. apríl 2020 14:42 Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Yfir 300 þúsund nú látist af völdum Covid-19 á Indlandi Yfir 300 þúsund hafa nú látist af völdum Covid-19 á Indlandi samkvæmt upplýsingum frá þarlendum heilbrigðisyfirvöldum. Sérfræðingar vara við því að raunverulegur fjöldi dauðsfalla geti verið mun hærri þar sem mörg þeirra séu ekki skráð með fullnægjandi hætti. 24. maí 2021 08:52
Íslendingar gefa Indverjum öndunarvélar Í ljósi alvarlegrar stöðu kórónuveirufaraldursins á Indlandi hafa þarlend stjórnvöld þegið boð íslenskra stjórnvalda um að senda 17 öndunarvélar til Indlands, segir í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. 8. maí 2021 15:01
Bárust sautján öndunarvélar að gjöf Rausnarlegar gjafir hafa borist Landspítalanum og starfsfólki heilbrigðiskerfisins undanfarið. 9. apríl 2020 14:42