Sjálfstæðisflokkur, Píratar og Framsókn með mest fylgi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júní 2021 12:25 Kosið verður til Alþingis í september á næsta ári. Vísir/Vilhelm Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist 24,6 prósent í nýrri könnun MMR. Það er rúmlega tveimur prósentustigum hærra en í síðustu fylgismælingu félagsins. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi en þar á eftir koma Píratar og Framsóknarflokkurinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MMR. Mælingin sem um ræðir var lögð fyrir dagana 25. maí til 1. júní og náði til 951 einstaklings 18 ára og eldri. Síðasta mæling var framkvæmd 11. til 20. maí. Píratar mælast næst stærstir með 13,5 prósenta fylgi, tveimur og hálfu prósentustigi meira en í síðustu könnun. Þá bætir Framsóknarflokkurinn tæpum þremur prósentustigum við sig og fer úr 9,6 prósentum í 12,5. Fylgi Vinstri grænna mældist 11,1 prósent, en var 14,1 prósent í síðustu könnun. Fylgi Viðreisnar eykst úr 9,7 prósentum í 11 prósent, á meðan fylgi Samfylkingarinnar dregst saman. Það var 12,1 prósent í síðustu könnun en mældist nú 10,9 prósent. Miðflokkurinn mældist með 6,5 prósenta fylgi í nýjustu könnun en var með 7,9 prósent síðast. Sósíalistaflokkur Íslands mældist með 5,6 prósent, samanborið við 6,7 prósent í síðustu könnun. Þá mælist Flokkur fólksins með 2,8 prósenta fylgi, en fylgi flokksins var 4,2 prósent samkvæmt síðustu könnun MMR. Aðrir flokkar mældust samanlagt með minna en tveggja prósenta fylgi. Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur bítist um fylgi Í tilkynningu MMR kemur fram að þegar gögnin eru skoðuð aftur í tímann megi sjá að nokkurs titrings gæti í fylgi flokkanna. Þær sveiflur séu þó eðlilegar og til marks um áhrif stjórnmálaumræðunnar á þeim tíma sem hver könnun er tekin. „Það sem er sérstaklega áhugavert við þessar sveiflur er að þær sýna okkur á milli hvaða flokka baráttan stendur. MMR hefur áður gert að umfjöllunarefni hve stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn sveiflast í gagnstæða átt við fylgi Miðflokksins sem hefur þótt til marks nokkra baráttu milli flokkanna um hilli sömu kjósendanna. Það sem hefur gerst frá áramótum er að slíkar baráttulínur hafa komið í ljós milli fleiri flokka og má í dag, til viðbótar við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk, sjá neikvæða fylgni (r = -0,75 eða sterkari) milli Vinstri grænna og Pírata, Samfylkingar og Sósíalista auk Viðreisnar og Flokks fólksins,“ segir í tilkynningunni. Hræringarnar séu að mati MMR til marks um að þegar farið sé að síga á seinni hluta baráttunnar við Covid-19 og athygli flokkanna færist í auknum mæli að hefðbundnum stjórnmálum séu línur teknar að skerpast í huga kjósenda um hvaða flokka þeir munu velja á milli í komandi kosningum. Kosningar til Alþingis munu fara fram 25. september næstkomandi. Alþingi Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Framsóknarflokkurinn Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá MMR. Mælingin sem um ræðir var lögð fyrir dagana 25. maí til 1. júní og náði til 951 einstaklings 18 ára og eldri. Síðasta mæling var framkvæmd 11. til 20. maí. Píratar mælast næst stærstir með 13,5 prósenta fylgi, tveimur og hálfu prósentustigi meira en í síðustu könnun. Þá bætir Framsóknarflokkurinn tæpum þremur prósentustigum við sig og fer úr 9,6 prósentum í 12,5. Fylgi Vinstri grænna mældist 11,1 prósent, en var 14,1 prósent í síðustu könnun. Fylgi Viðreisnar eykst úr 9,7 prósentum í 11 prósent, á meðan fylgi Samfylkingarinnar dregst saman. Það var 12,1 prósent í síðustu könnun en mældist nú 10,9 prósent. Miðflokkurinn mældist með 6,5 prósenta fylgi í nýjustu könnun en var með 7,9 prósent síðast. Sósíalistaflokkur Íslands mældist með 5,6 prósent, samanborið við 6,7 prósent í síðustu könnun. Þá mælist Flokkur fólksins með 2,8 prósenta fylgi, en fylgi flokksins var 4,2 prósent samkvæmt síðustu könnun MMR. Aðrir flokkar mældust samanlagt með minna en tveggja prósenta fylgi. Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur bítist um fylgi Í tilkynningu MMR kemur fram að þegar gögnin eru skoðuð aftur í tímann megi sjá að nokkurs titrings gæti í fylgi flokkanna. Þær sveiflur séu þó eðlilegar og til marks um áhrif stjórnmálaumræðunnar á þeim tíma sem hver könnun er tekin. „Það sem er sérstaklega áhugavert við þessar sveiflur er að þær sýna okkur á milli hvaða flokka baráttan stendur. MMR hefur áður gert að umfjöllunarefni hve stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn sveiflast í gagnstæða átt við fylgi Miðflokksins sem hefur þótt til marks nokkra baráttu milli flokkanna um hilli sömu kjósendanna. Það sem hefur gerst frá áramótum er að slíkar baráttulínur hafa komið í ljós milli fleiri flokka og má í dag, til viðbótar við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk, sjá neikvæða fylgni (r = -0,75 eða sterkari) milli Vinstri grænna og Pírata, Samfylkingar og Sósíalista auk Viðreisnar og Flokks fólksins,“ segir í tilkynningunni. Hræringarnar séu að mati MMR til marks um að þegar farið sé að síga á seinni hluta baráttunnar við Covid-19 og athygli flokkanna færist í auknum mæli að hefðbundnum stjórnmálum séu línur teknar að skerpast í huga kjósenda um hvaða flokka þeir munu velja á milli í komandi kosningum. Kosningar til Alþingis munu fara fram 25. september næstkomandi.
Alþingi Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Framsóknarflokkurinn Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira