Sjálfstæðisflokkur, Píratar og Framsókn með mest fylgi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júní 2021 12:25 Kosið verður til Alþingis í september á næsta ári. Vísir/Vilhelm Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist 24,6 prósent í nýrri könnun MMR. Það er rúmlega tveimur prósentustigum hærra en í síðustu fylgismælingu félagsins. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi en þar á eftir koma Píratar og Framsóknarflokkurinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MMR. Mælingin sem um ræðir var lögð fyrir dagana 25. maí til 1. júní og náði til 951 einstaklings 18 ára og eldri. Síðasta mæling var framkvæmd 11. til 20. maí. Píratar mælast næst stærstir með 13,5 prósenta fylgi, tveimur og hálfu prósentustigi meira en í síðustu könnun. Þá bætir Framsóknarflokkurinn tæpum þremur prósentustigum við sig og fer úr 9,6 prósentum í 12,5. Fylgi Vinstri grænna mældist 11,1 prósent, en var 14,1 prósent í síðustu könnun. Fylgi Viðreisnar eykst úr 9,7 prósentum í 11 prósent, á meðan fylgi Samfylkingarinnar dregst saman. Það var 12,1 prósent í síðustu könnun en mældist nú 10,9 prósent. Miðflokkurinn mældist með 6,5 prósenta fylgi í nýjustu könnun en var með 7,9 prósent síðast. Sósíalistaflokkur Íslands mældist með 5,6 prósent, samanborið við 6,7 prósent í síðustu könnun. Þá mælist Flokkur fólksins með 2,8 prósenta fylgi, en fylgi flokksins var 4,2 prósent samkvæmt síðustu könnun MMR. Aðrir flokkar mældust samanlagt með minna en tveggja prósenta fylgi. Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur bítist um fylgi Í tilkynningu MMR kemur fram að þegar gögnin eru skoðuð aftur í tímann megi sjá að nokkurs titrings gæti í fylgi flokkanna. Þær sveiflur séu þó eðlilegar og til marks um áhrif stjórnmálaumræðunnar á þeim tíma sem hver könnun er tekin. „Það sem er sérstaklega áhugavert við þessar sveiflur er að þær sýna okkur á milli hvaða flokka baráttan stendur. MMR hefur áður gert að umfjöllunarefni hve stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn sveiflast í gagnstæða átt við fylgi Miðflokksins sem hefur þótt til marks nokkra baráttu milli flokkanna um hilli sömu kjósendanna. Það sem hefur gerst frá áramótum er að slíkar baráttulínur hafa komið í ljós milli fleiri flokka og má í dag, til viðbótar við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk, sjá neikvæða fylgni (r = -0,75 eða sterkari) milli Vinstri grænna og Pírata, Samfylkingar og Sósíalista auk Viðreisnar og Flokks fólksins,“ segir í tilkynningunni. Hræringarnar séu að mati MMR til marks um að þegar farið sé að síga á seinni hluta baráttunnar við Covid-19 og athygli flokkanna færist í auknum mæli að hefðbundnum stjórnmálum séu línur teknar að skerpast í huga kjósenda um hvaða flokka þeir munu velja á milli í komandi kosningum. Kosningar til Alþingis munu fara fram 25. september næstkomandi. Alþingi Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Framsóknarflokkurinn Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá MMR. Mælingin sem um ræðir var lögð fyrir dagana 25. maí til 1. júní og náði til 951 einstaklings 18 ára og eldri. Síðasta mæling var framkvæmd 11. til 20. maí. Píratar mælast næst stærstir með 13,5 prósenta fylgi, tveimur og hálfu prósentustigi meira en í síðustu könnun. Þá bætir Framsóknarflokkurinn tæpum þremur prósentustigum við sig og fer úr 9,6 prósentum í 12,5. Fylgi Vinstri grænna mældist 11,1 prósent, en var 14,1 prósent í síðustu könnun. Fylgi Viðreisnar eykst úr 9,7 prósentum í 11 prósent, á meðan fylgi Samfylkingarinnar dregst saman. Það var 12,1 prósent í síðustu könnun en mældist nú 10,9 prósent. Miðflokkurinn mældist með 6,5 prósenta fylgi í nýjustu könnun en var með 7,9 prósent síðast. Sósíalistaflokkur Íslands mældist með 5,6 prósent, samanborið við 6,7 prósent í síðustu könnun. Þá mælist Flokkur fólksins með 2,8 prósenta fylgi, en fylgi flokksins var 4,2 prósent samkvæmt síðustu könnun MMR. Aðrir flokkar mældust samanlagt með minna en tveggja prósenta fylgi. Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur bítist um fylgi Í tilkynningu MMR kemur fram að þegar gögnin eru skoðuð aftur í tímann megi sjá að nokkurs titrings gæti í fylgi flokkanna. Þær sveiflur séu þó eðlilegar og til marks um áhrif stjórnmálaumræðunnar á þeim tíma sem hver könnun er tekin. „Það sem er sérstaklega áhugavert við þessar sveiflur er að þær sýna okkur á milli hvaða flokka baráttan stendur. MMR hefur áður gert að umfjöllunarefni hve stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn sveiflast í gagnstæða átt við fylgi Miðflokksins sem hefur þótt til marks nokkra baráttu milli flokkanna um hilli sömu kjósendanna. Það sem hefur gerst frá áramótum er að slíkar baráttulínur hafa komið í ljós milli fleiri flokka og má í dag, til viðbótar við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk, sjá neikvæða fylgni (r = -0,75 eða sterkari) milli Vinstri grænna og Pírata, Samfylkingar og Sósíalista auk Viðreisnar og Flokks fólksins,“ segir í tilkynningunni. Hræringarnar séu að mati MMR til marks um að þegar farið sé að síga á seinni hluta baráttunnar við Covid-19 og athygli flokkanna færist í auknum mæli að hefðbundnum stjórnmálum séu línur teknar að skerpast í huga kjósenda um hvaða flokka þeir munu velja á milli í komandi kosningum. Kosningar til Alþingis munu fara fram 25. september næstkomandi.
Alþingi Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Framsóknarflokkurinn Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira