Stigið á bensínið og tekið á sprett til að ná í Laugardalshöll Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júní 2021 14:30 Viðmælendur fréttastofu drifu sig allir af stað til þess að ná nú örugglega að láta bólusetja sig. Vísir Nokkuð óðagot greip um sig í og við Laugardalshöll í gær eftir að handahófskenndar bólusetningarboðanir árganga eftir kynjum hófust á höfuðborgarsvæðinu. Fjórir hópar voru dregnir til bólusetningar í gær, karlar fæddir 1999 og konur fæddar 1982 komu fyrst upp úr fötunni. Konur fæddar 1996 og karlar fæddir 1987 fylgdu svo í kjölfarið. Ólafur Snær Heiðarsson pípulagninganemi var á klósettinu þegar hann fékk boðun í bólusetningu. Hann brást spenntur við fréttunum um að nú fengi hann bólusetningu. „Ég rauk af stað, kláraði þetta og negldi í Laugardalshöllina,“ sagði hann í samtali við fréttastofu fyrir utan Laugardalshöll, þar sem bólusetningar fyrir höfuðborgarsvæðið fara fram. Hann segist hafa látið jafnaldra sína vita af boðuninni. „Við vorum þrír á leiðinni á sitthvorum tíma og erum núna að fara að fagna,“ sagði hann glaður í bragði. Eins og langþráður saumaklúbbur Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, hrósaði happi yfir því að hafa verið á fundi í Borgartúni þegar henni barst bólusetningarboðun. „Það var ekki langt að fara, þannig að ég hljóp bara til, nánast alla leið,“ sagði Ásta. Henni reiknaðist til að hún hafi verið um fjórar mínútur á leiðinni úr Borgartúni í höllina. Hún segir stemninguna hafa líkst árgangamóti kvenna fæddra 1982 þegar komið var inn í höllina. „Þetta var svona eins og að mæta í saumaklúbb sem maður er búinn að sakna í þessu Covid-ástandi. Hitti fullt af flottu fólki, líka yngri strákana sem voru að mæta,“ sagði Ásta en karlar fæddir 1999 fengu boðun á sama tíma og konur fæddar 1982. Daníel Freyr Oddsson sendibílstjóri segist hafa fengið skilaboð um að mæta klukkan 14:40. Þau skilaboð hafi borist fimm mínútum eftir settan mætingartíma. Hann hafi farið í hendingskasti niður í höll. „Ég hélt að ég væri að fara að missa af þessu ef ég myndi ekki bruna hingað,“ sagði hann og taldi sig heppinn að fá boðunina. Hann væri á leið til útlanda á næstunni og þá væri betra að vera bólusettur. Gæti hafa keyrt dálítið hratt Leikkonan Aníta Briem segist hafa verið einstaklega spennt að fá bólusetningu, en hún var á meðal þeirra sem fengu boðun í gær, enda fædd 1982. „Ég hljóp út í bíl, brunaði og hljóp svo hingað,“ segir Aníta sem segist mögulega hafa verið aðeins of stuttan tíma á leiðinni að heiman, svona ef miðað er við löglegan hámarkshraða. „Maður er í mikilli forréttindastöðu að vera á Íslandi og vera í svona ótrúlega góðum höndum,“ sagði Aníta, sem var eins og aðrir sem fréttastofa ræddi við afar ánægð með boðunina. Ekki of seint Af myndum sem fréttastofa tók í gær við höllina voru fleiri en ofangreindir viðmælendur sem höfðu hraðann á, biðu ekki boðanna og drifu sig eins og hægt var. Sjá mátti fjölda fólks haska sér í humátt að höllinni eða hreinlega hlaupa eins og fætur toguðu, til að missa ekki af bólusetningunni. Þrátt fyrir þann mikla handagang sem myndaðist í öskjunni vegna skyndiboðana gærdagsins er ekki þar með sagt að öll von sé úti fyrir þau sem boðuð voru í gær en sáu sér ekki fært að mæta. Þeir hópar sem dregnir voru í gær hafa nefnilega líka verið boðaðir í bólusetningu í dag, og því ætti að gefast rýmri tími til að gera ráðstafanir fyrir þá hópa sem unnu í „bólusetningarlottóinu,“ eins og sumir hafa kallað fyrirkomulagið. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Fjórir hópar voru dregnir til bólusetningar í gær, karlar fæddir 1999 og konur fæddar 1982 komu fyrst upp úr fötunni. Konur fæddar 1996 og karlar fæddir 1987 fylgdu svo í kjölfarið. Ólafur Snær Heiðarsson pípulagninganemi var á klósettinu þegar hann fékk boðun í bólusetningu. Hann brást spenntur við fréttunum um að nú fengi hann bólusetningu. „Ég rauk af stað, kláraði þetta og negldi í Laugardalshöllina,“ sagði hann í samtali við fréttastofu fyrir utan Laugardalshöll, þar sem bólusetningar fyrir höfuðborgarsvæðið fara fram. Hann segist hafa látið jafnaldra sína vita af boðuninni. „Við vorum þrír á leiðinni á sitthvorum tíma og erum núna að fara að fagna,“ sagði hann glaður í bragði. Eins og langþráður saumaklúbbur Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, hrósaði happi yfir því að hafa verið á fundi í Borgartúni þegar henni barst bólusetningarboðun. „Það var ekki langt að fara, þannig að ég hljóp bara til, nánast alla leið,“ sagði Ásta. Henni reiknaðist til að hún hafi verið um fjórar mínútur á leiðinni úr Borgartúni í höllina. Hún segir stemninguna hafa líkst árgangamóti kvenna fæddra 1982 þegar komið var inn í höllina. „Þetta var svona eins og að mæta í saumaklúbb sem maður er búinn að sakna í þessu Covid-ástandi. Hitti fullt af flottu fólki, líka yngri strákana sem voru að mæta,“ sagði Ásta en karlar fæddir 1999 fengu boðun á sama tíma og konur fæddar 1982. Daníel Freyr Oddsson sendibílstjóri segist hafa fengið skilaboð um að mæta klukkan 14:40. Þau skilaboð hafi borist fimm mínútum eftir settan mætingartíma. Hann hafi farið í hendingskasti niður í höll. „Ég hélt að ég væri að fara að missa af þessu ef ég myndi ekki bruna hingað,“ sagði hann og taldi sig heppinn að fá boðunina. Hann væri á leið til útlanda á næstunni og þá væri betra að vera bólusettur. Gæti hafa keyrt dálítið hratt Leikkonan Aníta Briem segist hafa verið einstaklega spennt að fá bólusetningu, en hún var á meðal þeirra sem fengu boðun í gær, enda fædd 1982. „Ég hljóp út í bíl, brunaði og hljóp svo hingað,“ segir Aníta sem segist mögulega hafa verið aðeins of stuttan tíma á leiðinni að heiman, svona ef miðað er við löglegan hámarkshraða. „Maður er í mikilli forréttindastöðu að vera á Íslandi og vera í svona ótrúlega góðum höndum,“ sagði Aníta, sem var eins og aðrir sem fréttastofa ræddi við afar ánægð með boðunina. Ekki of seint Af myndum sem fréttastofa tók í gær við höllina voru fleiri en ofangreindir viðmælendur sem höfðu hraðann á, biðu ekki boðanna og drifu sig eins og hægt var. Sjá mátti fjölda fólks haska sér í humátt að höllinni eða hreinlega hlaupa eins og fætur toguðu, til að missa ekki af bólusetningunni. Þrátt fyrir þann mikla handagang sem myndaðist í öskjunni vegna skyndiboðana gærdagsins er ekki þar með sagt að öll von sé úti fyrir þau sem boðuð voru í gær en sáu sér ekki fært að mæta. Þeir hópar sem dregnir voru í gær hafa nefnilega líka verið boðaðir í bólusetningu í dag, og því ætti að gefast rýmri tími til að gera ráðstafanir fyrir þá hópa sem unnu í „bólusetningarlottóinu,“ eins og sumir hafa kallað fyrirkomulagið.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira