Verðmeta Íslandsbanka á 155 til 242 milljarða króna Eiður Þór Árnason skrifar 2. júní 2021 11:14 Til stendur að selja 25 til 35% hlut ríkisins í Íslandsbanka sem er nú alfarið í eigu ríkissjóðs. Vísir/Vilhelm Fossar markaðir, sem er á meðal ráðgjafa vegna fyrirhugaðrar sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka, áætlar að virði bankans sé á bilinu 222 til 242 milljarðar króna. Sjálfstæði greiningaraðilinn Jakobsson Capital metur bankann á 155 til 218 milljarða króna. Þetta kemur fram í umfjöllun Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins, í dag. Samkvæmt heimildum Markaðarins er gert ráð fyrir því að skráningarlýsingar og fjárfestakynningar verði líklega birtar næsta mánudag. Í kjölfarið muni fjárfestar geta skráð sig fyrir hlutum í útboði Íslandsbanka sem standi til 16. júní. Í forsendum Fossa markaða fyrir áðurnefndu verðmati er gert ráð fyrir því að hagnaður Íslandsbanka muni nema tæplega 19 milljörðum á árinu 2023. Verðmat fyrirtækisins er umtalsvert meira en bókfært eigið fé Íslandsbanka í lok fyrsta ársfjórðungs, sem nam 185,5 milljörðum, en mat Fossa grundvallast meðal annars á því að umfram eigið fé Íslandsbanka sé um 30 milljarðar. Jakobsson Capital miðar við þær rekstraráætlanir sem lagðar eru til grundvallar en greining Jakobsson er sögð viðkvæm fyrir breytingum á mikilvægum forsendum, sérstaklega virkum vaxtamun bankans. Telja að arðsemi muni batna Ríkið áformar að selja 25 til 35% hlut í Íslandsbanka í gegnum hlutafjárútboð og skráningu á markað síðar í þessum mánuði. Hagnaður bankans á fyrsta ársfjórðungi nam 3,6 milljörðum sem jafngilti 7,7% arðsemi á ársgrundvelli. Fram kemur í umfjöllun Markaðarins að íslensk og erlend fjármálafyrirtæki, sem séu til ráðgjafar vegna fyrirhugaðrar sölu geri ráð fyrir því að arðsemi í rekstri bankans muni batna á komandi árum og að hagnaðurinn verði á bilinu 16,5 milljarðar til um 19 milljarðar þegar komið verður fram á árið 2023. Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Bjarni segir stefnt á sölu á allt að 35% hlut í Íslandsbanka um miðjan næsta mánuð Fjármálaráðherra segir stefnt að sölu á allt að þrjátíu og fimm prósenta hlut í Íslandsbanka um miðjan næsta mánuð. Leitað verður til erlendra fjárfesta en ráðherra vonar að almenningur taki virkan þátt í útboðinu og geti keypt hlut fyrir allt niður í fimmtíu þúsund krónur. 27. maí 2021 17:30 Áforma hlutafjárútboð og skráningu Íslandsbanka í Kauphöll Bankasýsla ríkisins og Íslandsbanki hafa nú staðfest áform sín um að hefja hlutafjárútboð og í framhaldinu skráningu hlutabréfa Íslandsbanka á aðalmarkað Nasdaq Iceland. 27. maí 2021 08:26 Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi 2021 og arðsemi eigin fjár var 7,7 prósent. á sama fjórðungi árið 2020 tapaði bankinn 1,4 milljarði og arðsemi eigin fjár var neikvæð um þrjú prósent. 5. maí 2021 18:10 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins, í dag. Samkvæmt heimildum Markaðarins er gert ráð fyrir því að skráningarlýsingar og fjárfestakynningar verði líklega birtar næsta mánudag. Í kjölfarið muni fjárfestar geta skráð sig fyrir hlutum í útboði Íslandsbanka sem standi til 16. júní. Í forsendum Fossa markaða fyrir áðurnefndu verðmati er gert ráð fyrir því að hagnaður Íslandsbanka muni nema tæplega 19 milljörðum á árinu 2023. Verðmat fyrirtækisins er umtalsvert meira en bókfært eigið fé Íslandsbanka í lok fyrsta ársfjórðungs, sem nam 185,5 milljörðum, en mat Fossa grundvallast meðal annars á því að umfram eigið fé Íslandsbanka sé um 30 milljarðar. Jakobsson Capital miðar við þær rekstraráætlanir sem lagðar eru til grundvallar en greining Jakobsson er sögð viðkvæm fyrir breytingum á mikilvægum forsendum, sérstaklega virkum vaxtamun bankans. Telja að arðsemi muni batna Ríkið áformar að selja 25 til 35% hlut í Íslandsbanka í gegnum hlutafjárútboð og skráningu á markað síðar í þessum mánuði. Hagnaður bankans á fyrsta ársfjórðungi nam 3,6 milljörðum sem jafngilti 7,7% arðsemi á ársgrundvelli. Fram kemur í umfjöllun Markaðarins að íslensk og erlend fjármálafyrirtæki, sem séu til ráðgjafar vegna fyrirhugaðrar sölu geri ráð fyrir því að arðsemi í rekstri bankans muni batna á komandi árum og að hagnaðurinn verði á bilinu 16,5 milljarðar til um 19 milljarðar þegar komið verður fram á árið 2023.
Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Bjarni segir stefnt á sölu á allt að 35% hlut í Íslandsbanka um miðjan næsta mánuð Fjármálaráðherra segir stefnt að sölu á allt að þrjátíu og fimm prósenta hlut í Íslandsbanka um miðjan næsta mánuð. Leitað verður til erlendra fjárfesta en ráðherra vonar að almenningur taki virkan þátt í útboðinu og geti keypt hlut fyrir allt niður í fimmtíu þúsund krónur. 27. maí 2021 17:30 Áforma hlutafjárútboð og skráningu Íslandsbanka í Kauphöll Bankasýsla ríkisins og Íslandsbanki hafa nú staðfest áform sín um að hefja hlutafjárútboð og í framhaldinu skráningu hlutabréfa Íslandsbanka á aðalmarkað Nasdaq Iceland. 27. maí 2021 08:26 Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi 2021 og arðsemi eigin fjár var 7,7 prósent. á sama fjórðungi árið 2020 tapaði bankinn 1,4 milljarði og arðsemi eigin fjár var neikvæð um þrjú prósent. 5. maí 2021 18:10 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
Bjarni segir stefnt á sölu á allt að 35% hlut í Íslandsbanka um miðjan næsta mánuð Fjármálaráðherra segir stefnt að sölu á allt að þrjátíu og fimm prósenta hlut í Íslandsbanka um miðjan næsta mánuð. Leitað verður til erlendra fjárfesta en ráðherra vonar að almenningur taki virkan þátt í útboðinu og geti keypt hlut fyrir allt niður í fimmtíu þúsund krónur. 27. maí 2021 17:30
Áforma hlutafjárútboð og skráningu Íslandsbanka í Kauphöll Bankasýsla ríkisins og Íslandsbanki hafa nú staðfest áform sín um að hefja hlutafjárútboð og í framhaldinu skráningu hlutabréfa Íslandsbanka á aðalmarkað Nasdaq Iceland. 27. maí 2021 08:26
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi 2021 og arðsemi eigin fjár var 7,7 prósent. á sama fjórðungi árið 2020 tapaði bankinn 1,4 milljarði og arðsemi eigin fjár var neikvæð um þrjú prósent. 5. maí 2021 18:10