9 dagar í EM: Óvæntustu Evrópumeistarar sögunnar höfðu aldrei unnið leik á stórmóti áður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2021 12:00 Grikkir fagna hér hinum óvænta sigri sínum á EM í Portúgal sumarið 2004. Getty/Henri Szwarc Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Grikkir urðu mjög óvænt Evrópumeistarar á EM í Portúgal sumarið 2004. Gríska karlalandsliðið í knattspyrnu er ekki með á EM í sumar og var heldur ekki með í Frakklandi fyrir fimm árum síðan. Fyrir sautján árum komu Grikkir hins vegar öllum á óvörum með því að fara alla leið í keppninni. Það gerðu þeir þrátt fyrir að skora færri mörk en íslensku strákarnir á síðasta Evrópumóti. Grikkir mættu á EM í Portúgal sumarið 2004 í 35. sæti styrkleikalista FIFA og það voru sautján Evrópuþjóðir á undan þeim á listanum. Grikkir voru þannig á eftir þjóðum sem komust ekki einu sinni inn á Evrópumótið þetta sumar enda bara sextán þjóða keppni í þá daga. The History of The UEFA Euro: 2004, Boring Greece Stun Europe https://t.co/x5TVWZR6vn Bet now via https://t.co/0I4IIflkwI pic.twitter.com/CW6shh3TMv— Bitcoin Sportsbook (@SportsbookBTC) June 1, 2021 Það bjuggust því fæstir við því að Grikkir kæmust upp úr sínum riðli og hvað þá að þeir færu eitthvað lengra en það. Þetta var fyrsta Evrópumót þeirra í 24 ár og árangurinn á hinum tveimur var ekki til að hrópa húrra fyrir. Þetta var aðeins þriðja stórmót gríska landsliðsins í sögunni og Grikkir höfðu aldrei unnið leik á EM eða HM. Þeir gerðu eitt jafntefli og töpuðu tveimur leikjum á EM 1980 og töpuðu síðan öllum þremur leikjum sínum á HM í Bandaríkjunum sumarið 1994 þar sem markatalan var 0-10. Grikkir gerðu aftur á móti það ómögulega á Evrópumótinu fyrir sautján árum. Þeir byrjuðu á því að vinna 2-1 sigur á gestgjöfum Portúgal í opnunarleiknum og eitt stig úr leikjunum á móti Spáni (1-1) og Rússlandi (1-2 tap) dugði til að tryggja liðinu annað sætið í riðlinum og sæti í átta liða úrslitunum. watch on YouTube Þetta var reyndar stórfurðulegt mót því risarnir Þýskaland, Ítalía og Spánn sátu allir eftir í riðlakeppninni og ríkjandi meistarar Frakka duttu síðan út í átta liða úrslitunum fyrir Grikkjum. Grikkir héldu hreinu alla útsláttarkeppnina og tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn í fyrsta og eina skiptið með þremur 1-0 sigrum í röð. Angelos Charisteas skoraði sigurmarkið í úrslitaleiknum með skalla á 57. mínútu þar sem Grikkir mættu gestgjöfum Portúgal í annað skiptið á mótinu og unnu aftur. Hann var markhæsti leikmaður Grikkja á mótinu skoraði þrjú af sjö mörkum liðsins. Sjö mörk þýða að íslensku strákarnir náðu að skora fleiri mörk á EM í Frakklandi 2016 en dugði Grikkjum til að tryggja sér Evrópumeistaratitilinn 2004. Charisteas var einnig með sigurmarkið í átta liða úrslitunum á móti Frökkum en sigurmarkið í undanúrslitaleiknum á móti Tékkum skoraði Traianos Dellas í framlengingu. Theodoros Zagorakis, miðjumaður og fyrirliði gríska liðsins, var valinn besti leikmaður keppninnar af UEFA og í úrvalshópi mótsins voru einnig markvörðurinn Antonios Nikopolidis, varnarmennirnir Traianos Dellas og Giourkas Seitaridis og svo sóknarmaðurinn Angelos Charisteas. Þjóðverjinn Otto Rehhagel þjálfaði gríska landsliðið og landaði þessum óvænta Evrópumeistaratitli á þéttum varnarleik og vel útfærðum skyndisóknum og föstum leikatriðum. Þetta var langt frá því að vera skemmtilegasta fótboltaliðið en það tókst bara engum að brjótast í gegnum grísku vörnina þær þrjú hundruð mínútur sem liðið spilaði í útsláttarkeppni EM 2004. watch on YouTube EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Í beinni: Man. City - Crystal Palace | Palace oft vegnað vel gegn City Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Sjá meira
Gríska karlalandsliðið í knattspyrnu er ekki með á EM í sumar og var heldur ekki með í Frakklandi fyrir fimm árum síðan. Fyrir sautján árum komu Grikkir hins vegar öllum á óvörum með því að fara alla leið í keppninni. Það gerðu þeir þrátt fyrir að skora færri mörk en íslensku strákarnir á síðasta Evrópumóti. Grikkir mættu á EM í Portúgal sumarið 2004 í 35. sæti styrkleikalista FIFA og það voru sautján Evrópuþjóðir á undan þeim á listanum. Grikkir voru þannig á eftir þjóðum sem komust ekki einu sinni inn á Evrópumótið þetta sumar enda bara sextán þjóða keppni í þá daga. The History of The UEFA Euro: 2004, Boring Greece Stun Europe https://t.co/x5TVWZR6vn Bet now via https://t.co/0I4IIflkwI pic.twitter.com/CW6shh3TMv— Bitcoin Sportsbook (@SportsbookBTC) June 1, 2021 Það bjuggust því fæstir við því að Grikkir kæmust upp úr sínum riðli og hvað þá að þeir færu eitthvað lengra en það. Þetta var fyrsta Evrópumót þeirra í 24 ár og árangurinn á hinum tveimur var ekki til að hrópa húrra fyrir. Þetta var aðeins þriðja stórmót gríska landsliðsins í sögunni og Grikkir höfðu aldrei unnið leik á EM eða HM. Þeir gerðu eitt jafntefli og töpuðu tveimur leikjum á EM 1980 og töpuðu síðan öllum þremur leikjum sínum á HM í Bandaríkjunum sumarið 1994 þar sem markatalan var 0-10. Grikkir gerðu aftur á móti það ómögulega á Evrópumótinu fyrir sautján árum. Þeir byrjuðu á því að vinna 2-1 sigur á gestgjöfum Portúgal í opnunarleiknum og eitt stig úr leikjunum á móti Spáni (1-1) og Rússlandi (1-2 tap) dugði til að tryggja liðinu annað sætið í riðlinum og sæti í átta liða úrslitunum. watch on YouTube Þetta var reyndar stórfurðulegt mót því risarnir Þýskaland, Ítalía og Spánn sátu allir eftir í riðlakeppninni og ríkjandi meistarar Frakka duttu síðan út í átta liða úrslitunum fyrir Grikkjum. Grikkir héldu hreinu alla útsláttarkeppnina og tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn í fyrsta og eina skiptið með þremur 1-0 sigrum í röð. Angelos Charisteas skoraði sigurmarkið í úrslitaleiknum með skalla á 57. mínútu þar sem Grikkir mættu gestgjöfum Portúgal í annað skiptið á mótinu og unnu aftur. Hann var markhæsti leikmaður Grikkja á mótinu skoraði þrjú af sjö mörkum liðsins. Sjö mörk þýða að íslensku strákarnir náðu að skora fleiri mörk á EM í Frakklandi 2016 en dugði Grikkjum til að tryggja sér Evrópumeistaratitilinn 2004. Charisteas var einnig með sigurmarkið í átta liða úrslitunum á móti Frökkum en sigurmarkið í undanúrslitaleiknum á móti Tékkum skoraði Traianos Dellas í framlengingu. Theodoros Zagorakis, miðjumaður og fyrirliði gríska liðsins, var valinn besti leikmaður keppninnar af UEFA og í úrvalshópi mótsins voru einnig markvörðurinn Antonios Nikopolidis, varnarmennirnir Traianos Dellas og Giourkas Seitaridis og svo sóknarmaðurinn Angelos Charisteas. Þjóðverjinn Otto Rehhagel þjálfaði gríska landsliðið og landaði þessum óvænta Evrópumeistaratitli á þéttum varnarleik og vel útfærðum skyndisóknum og föstum leikatriðum. Þetta var langt frá því að vera skemmtilegasta fótboltaliðið en það tókst bara engum að brjótast í gegnum grísku vörnina þær þrjú hundruð mínútur sem liðið spilaði í útsláttarkeppni EM 2004. watch on YouTube EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Í beinni: Man. City - Crystal Palace | Palace oft vegnað vel gegn City Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Sjá meira