9 dagar í EM: Óvæntustu Evrópumeistarar sögunnar höfðu aldrei unnið leik á stórmóti áður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2021 12:00 Grikkir fagna hér hinum óvænta sigri sínum á EM í Portúgal sumarið 2004. Getty/Henri Szwarc Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Grikkir urðu mjög óvænt Evrópumeistarar á EM í Portúgal sumarið 2004. Gríska karlalandsliðið í knattspyrnu er ekki með á EM í sumar og var heldur ekki með í Frakklandi fyrir fimm árum síðan. Fyrir sautján árum komu Grikkir hins vegar öllum á óvörum með því að fara alla leið í keppninni. Það gerðu þeir þrátt fyrir að skora færri mörk en íslensku strákarnir á síðasta Evrópumóti. Grikkir mættu á EM í Portúgal sumarið 2004 í 35. sæti styrkleikalista FIFA og það voru sautján Evrópuþjóðir á undan þeim á listanum. Grikkir voru þannig á eftir þjóðum sem komust ekki einu sinni inn á Evrópumótið þetta sumar enda bara sextán þjóða keppni í þá daga. The History of The UEFA Euro: 2004, Boring Greece Stun Europe https://t.co/x5TVWZR6vn Bet now via https://t.co/0I4IIflkwI pic.twitter.com/CW6shh3TMv— Bitcoin Sportsbook (@SportsbookBTC) June 1, 2021 Það bjuggust því fæstir við því að Grikkir kæmust upp úr sínum riðli og hvað þá að þeir færu eitthvað lengra en það. Þetta var fyrsta Evrópumót þeirra í 24 ár og árangurinn á hinum tveimur var ekki til að hrópa húrra fyrir. Þetta var aðeins þriðja stórmót gríska landsliðsins í sögunni og Grikkir höfðu aldrei unnið leik á EM eða HM. Þeir gerðu eitt jafntefli og töpuðu tveimur leikjum á EM 1980 og töpuðu síðan öllum þremur leikjum sínum á HM í Bandaríkjunum sumarið 1994 þar sem markatalan var 0-10. Grikkir gerðu aftur á móti það ómögulega á Evrópumótinu fyrir sautján árum. Þeir byrjuðu á því að vinna 2-1 sigur á gestgjöfum Portúgal í opnunarleiknum og eitt stig úr leikjunum á móti Spáni (1-1) og Rússlandi (1-2 tap) dugði til að tryggja liðinu annað sætið í riðlinum og sæti í átta liða úrslitunum. watch on YouTube Þetta var reyndar stórfurðulegt mót því risarnir Þýskaland, Ítalía og Spánn sátu allir eftir í riðlakeppninni og ríkjandi meistarar Frakka duttu síðan út í átta liða úrslitunum fyrir Grikkjum. Grikkir héldu hreinu alla útsláttarkeppnina og tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn í fyrsta og eina skiptið með þremur 1-0 sigrum í röð. Angelos Charisteas skoraði sigurmarkið í úrslitaleiknum með skalla á 57. mínútu þar sem Grikkir mættu gestgjöfum Portúgal í annað skiptið á mótinu og unnu aftur. Hann var markhæsti leikmaður Grikkja á mótinu skoraði þrjú af sjö mörkum liðsins. Sjö mörk þýða að íslensku strákarnir náðu að skora fleiri mörk á EM í Frakklandi 2016 en dugði Grikkjum til að tryggja sér Evrópumeistaratitilinn 2004. Charisteas var einnig með sigurmarkið í átta liða úrslitunum á móti Frökkum en sigurmarkið í undanúrslitaleiknum á móti Tékkum skoraði Traianos Dellas í framlengingu. Theodoros Zagorakis, miðjumaður og fyrirliði gríska liðsins, var valinn besti leikmaður keppninnar af UEFA og í úrvalshópi mótsins voru einnig markvörðurinn Antonios Nikopolidis, varnarmennirnir Traianos Dellas og Giourkas Seitaridis og svo sóknarmaðurinn Angelos Charisteas. Þjóðverjinn Otto Rehhagel þjálfaði gríska landsliðið og landaði þessum óvænta Evrópumeistaratitli á þéttum varnarleik og vel útfærðum skyndisóknum og föstum leikatriðum. Þetta var langt frá því að vera skemmtilegasta fótboltaliðið en það tókst bara engum að brjótast í gegnum grísku vörnina þær þrjú hundruð mínútur sem liðið spilaði í útsláttarkeppni EM 2004. watch on YouTube EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Sjá meira
Gríska karlalandsliðið í knattspyrnu er ekki með á EM í sumar og var heldur ekki með í Frakklandi fyrir fimm árum síðan. Fyrir sautján árum komu Grikkir hins vegar öllum á óvörum með því að fara alla leið í keppninni. Það gerðu þeir þrátt fyrir að skora færri mörk en íslensku strákarnir á síðasta Evrópumóti. Grikkir mættu á EM í Portúgal sumarið 2004 í 35. sæti styrkleikalista FIFA og það voru sautján Evrópuþjóðir á undan þeim á listanum. Grikkir voru þannig á eftir þjóðum sem komust ekki einu sinni inn á Evrópumótið þetta sumar enda bara sextán þjóða keppni í þá daga. The History of The UEFA Euro: 2004, Boring Greece Stun Europe https://t.co/x5TVWZR6vn Bet now via https://t.co/0I4IIflkwI pic.twitter.com/CW6shh3TMv— Bitcoin Sportsbook (@SportsbookBTC) June 1, 2021 Það bjuggust því fæstir við því að Grikkir kæmust upp úr sínum riðli og hvað þá að þeir færu eitthvað lengra en það. Þetta var fyrsta Evrópumót þeirra í 24 ár og árangurinn á hinum tveimur var ekki til að hrópa húrra fyrir. Þetta var aðeins þriðja stórmót gríska landsliðsins í sögunni og Grikkir höfðu aldrei unnið leik á EM eða HM. Þeir gerðu eitt jafntefli og töpuðu tveimur leikjum á EM 1980 og töpuðu síðan öllum þremur leikjum sínum á HM í Bandaríkjunum sumarið 1994 þar sem markatalan var 0-10. Grikkir gerðu aftur á móti það ómögulega á Evrópumótinu fyrir sautján árum. Þeir byrjuðu á því að vinna 2-1 sigur á gestgjöfum Portúgal í opnunarleiknum og eitt stig úr leikjunum á móti Spáni (1-1) og Rússlandi (1-2 tap) dugði til að tryggja liðinu annað sætið í riðlinum og sæti í átta liða úrslitunum. watch on YouTube Þetta var reyndar stórfurðulegt mót því risarnir Þýskaland, Ítalía og Spánn sátu allir eftir í riðlakeppninni og ríkjandi meistarar Frakka duttu síðan út í átta liða úrslitunum fyrir Grikkjum. Grikkir héldu hreinu alla útsláttarkeppnina og tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn í fyrsta og eina skiptið með þremur 1-0 sigrum í röð. Angelos Charisteas skoraði sigurmarkið í úrslitaleiknum með skalla á 57. mínútu þar sem Grikkir mættu gestgjöfum Portúgal í annað skiptið á mótinu og unnu aftur. Hann var markhæsti leikmaður Grikkja á mótinu skoraði þrjú af sjö mörkum liðsins. Sjö mörk þýða að íslensku strákarnir náðu að skora fleiri mörk á EM í Frakklandi 2016 en dugði Grikkjum til að tryggja sér Evrópumeistaratitilinn 2004. Charisteas var einnig með sigurmarkið í átta liða úrslitunum á móti Frökkum en sigurmarkið í undanúrslitaleiknum á móti Tékkum skoraði Traianos Dellas í framlengingu. Theodoros Zagorakis, miðjumaður og fyrirliði gríska liðsins, var valinn besti leikmaður keppninnar af UEFA og í úrvalshópi mótsins voru einnig markvörðurinn Antonios Nikopolidis, varnarmennirnir Traianos Dellas og Giourkas Seitaridis og svo sóknarmaðurinn Angelos Charisteas. Þjóðverjinn Otto Rehhagel þjálfaði gríska landsliðið og landaði þessum óvænta Evrópumeistaratitli á þéttum varnarleik og vel útfærðum skyndisóknum og föstum leikatriðum. Þetta var langt frá því að vera skemmtilegasta fótboltaliðið en það tókst bara engum að brjótast í gegnum grísku vörnina þær þrjú hundruð mínútur sem liðið spilaði í útsláttarkeppni EM 2004. watch on YouTube EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Sjá meira