LeBron James hefur aldrei fallið úr leik í 1. umferð úrslitakeppninnar á ferlinum en það gæti gerst í ár. Hann skoraði 24 stig fyrir Lakers sem lék án Anthonys Davis í nótt.
Phoenix var miklu sterkari aðilinn í leiknum og hélt Lakers meðal annars í einungis tíu stigum í 2. leikhluta. Devin Booker skoraði þrjátíu stig fyrir Phoenix.
30 PTS, 7 REB, 5 AST for @DevinBook, helping the @Suns go up 3-2! #WeAreTheValley #NBAPlayoffs
— NBA (@NBA) June 2, 2021
Game 6: Thursday at 10:30pm/et on TNT pic.twitter.com/2dZpe1WFGP
Brooklyn Nets tryggði sér sæti í undanúrslitum með sigri á Boston Celtics, 123-109. Brooklyn vann einvígið 4-1 og mætir Milwaukee Bucks í næstu umferð.
James Harden var með þrefalda tvennu í liði Brooklyn; 34 stig, tíu fráköst og tíu stoðsendingar. Kyrie Irving skoraði 25 stig og Kevin Durant 24. Jayson Tatum var stigahæstur hjá Boston með 32 stig.
Harden, Kyrie, and KD fuel the @BrooklynNets' Game 5 win... they advance to face Milwaukee in the East Semis! #BrooklynTogether #NBAPlayoffs @JHarden13: 34 PTS, 10 REB, 10 AST@KyrieIrving: 25 PTS, 3 3PM@KDTrey5: 24 PTS, 4 3PM
— NBA (@NBA) June 2, 2021
Game 1: Saturday at 7:30pm/et on TNT pic.twitter.com/J63jkPqsMf
Denver Nuggets vann Portland Trail Blazers, 147-140, í tvíframlengdum leik og tók þar með forystuna í einvígi liðanna, 3-2.
Damian Lillard átti stórkostlegan leik fyrir Portland. Hann skoraði 55 stig og setti niður tólf þriggja stiga skot sem er met í úrslitakeppninni. Lillard gaf einnig tíu stoðsendingar.
Clutch triple after clutch triple in Dame Time...
— NBA (@NBA) June 2, 2021
Damian Lillard pours in an #NBAPlayoffs record 12 threes en route to the first 55-point, 10-assist game in postseason history.
17-24 FGM | 12-17 3PM
Game 6: Thursday at 8pm/et on TNT pic.twitter.com/3jEroiaJUP
Nikola Jokic dró vagninn hjá Denver með 38 stig, ellefu fráköst og níu stoðsendingar. Monte Morris skoraði 28 stig af bekknum og Michael Porter skoraði 26 stig og tók tólf fráköst.
Nikola Jokic (38 PTS, 11 REB, 9 AST) fills up the stat sheet in the @nuggets thrilling Game 5 win!
— NBA (@NBA) June 2, 2021
With DEN leading the series 3-2, Game 6 is Thursday at 8pm/et on TNT. #NBAPlayoffs pic.twitter.com/rxAOgo9WYp
Úrslitin í nótt
- Phoenix 115-85 LA Lakers
- Brooklyn 123-109 Boston
- Denver 147-140 Portland

NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.