Mathöll, bar, hótel og fleira í Gróðurhúsinu í Hveragerði Samúel Karl Ólason skrifar 2. júní 2021 07:50 Hér má sjá stöðuna á Gróðurhúsinu eins og hún var í gær, þriðjudag. Mikil uppbygging er í kortunum í Hveragerði en þar verður nýr áfangastaður sem ber nafnið Gróðurhúsið opnaður í sumar. Þar verður hótel, verslanir, mathöll, kaffihús, bar, ísbúð, sælkeraverslun og annars konar þjónusta í boði fyrir heimamenn og innlenda og erlenda ferðamenn. Brynjólfur J. Baldursson, stjórnarformaður Gróðurhússins, segir í samtali við fréttastofu að um uppbyggingu fyrir rúman milljarð króna sé að ræða en sami hópur stendur einnig fyrir uppbyggingu í Reykjadal, fyrir ofan Hveragerði. Sjá einnig: Opna kaffihús og boða mikla uppbyggingu í Reykjadal Gróðurhúsið kallast á ensku Greenhouse og hótelið mun heita Greenhouse Hotel, með 49 herbergjum. Samkvæmt tilkynningu verður það svokallað boutique hótel, á tveimur efri hæðum hússins, og verður áhersla lögð á sjálfbærni, gæða herbergi og skemmtilega stemningu. Hönnun herbergja mun tengja vel við Gróðurhúsið sjálft. Svona á framhlið Gróðurhússins að líta út. Þar verða vörumerki eins og Epal, Kormákur & Skjöldur, Álafoss og Te og Kaffi einnig með aðstöðu, auk þess sem Rut Káradóttir, innanhússarkitekt, og eiginmaður hennar munu opna ísbúð og ný sælkeraverslun sem ber nafnið Me & Mu verður þar einni starfrækt. Í henni verður áhersla lögð á matvæli ræktuð og unnin í héraði. Mathöll Suðurlands verður einnig í húsinu og þar verða veitingastaðir eins og Hipstur, Block Burger, Wok on og Taco vagninn. Bar Gróðurhússins verður í glerskála hússins en upp á honum verða svalir þar sem gestir geta virt umhverfið fyrir sér. Upphaflega stóð til að opna Gróðurhúsið í fyrra en það var áður en „skepnan Covid-19 kom til byggða“ eins og Brynjólfur orðar það. Vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, ákváðu forsvarsmenn verkefnisins að fresta opnun um eitt ár. Brynjólfur segir að Gróðurhúsið eigi ekki bara að vera staður fyrir erlenda ferðamenn og mikið sé lagt upp úr því að þjónusta Íslendinga. „Við horfum mikið til heimamanna og Íslendinga á ferðinni. Það verða að vera vörur og þjónusta sem Íslendingum líkar við,“ segir Brynjólfur. Hann segir einnig að mikið hafi verið lagt upp úr því að vera með skemmtilegt úrval þjónustu og vísar í að í Gróðurhúsinu verði hægt að finna kaffihús, bar, matvöruverslun, ísbúð, búð fyrir ferðamenn og annað. Gróðurhúsið eins og það á að líta út að aftan. Brynjólfur segir hópinn stefna á áframhaldandi uppbyggingu, bæði hvað varðar Gróðurhúsið og Reykjadal. „Við erum að sjá þetta sem heildræna nálgun og við erum að veðja á þetta svæði,“ segir Brynjólfur. Hann segir mjög góða stemningu vera að skapast í Hveragerði og að nálægðin við höfuðborgarsvæðið hjálpi einnig. „Reykjadalurinn er gífurlega vinsæll og Hengillinn fyrir ofan. Það er mikil útivist og annað sem hægt er að sækja í og við teljum mikið af tækifærum hér, bæði fyrir ferðamanninn og Íslendinginn.“ Hveragerði Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Veitingastaðir Matur Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
Brynjólfur J. Baldursson, stjórnarformaður Gróðurhússins, segir í samtali við fréttastofu að um uppbyggingu fyrir rúman milljarð króna sé að ræða en sami hópur stendur einnig fyrir uppbyggingu í Reykjadal, fyrir ofan Hveragerði. Sjá einnig: Opna kaffihús og boða mikla uppbyggingu í Reykjadal Gróðurhúsið kallast á ensku Greenhouse og hótelið mun heita Greenhouse Hotel, með 49 herbergjum. Samkvæmt tilkynningu verður það svokallað boutique hótel, á tveimur efri hæðum hússins, og verður áhersla lögð á sjálfbærni, gæða herbergi og skemmtilega stemningu. Hönnun herbergja mun tengja vel við Gróðurhúsið sjálft. Svona á framhlið Gróðurhússins að líta út. Þar verða vörumerki eins og Epal, Kormákur & Skjöldur, Álafoss og Te og Kaffi einnig með aðstöðu, auk þess sem Rut Káradóttir, innanhússarkitekt, og eiginmaður hennar munu opna ísbúð og ný sælkeraverslun sem ber nafnið Me & Mu verður þar einni starfrækt. Í henni verður áhersla lögð á matvæli ræktuð og unnin í héraði. Mathöll Suðurlands verður einnig í húsinu og þar verða veitingastaðir eins og Hipstur, Block Burger, Wok on og Taco vagninn. Bar Gróðurhússins verður í glerskála hússins en upp á honum verða svalir þar sem gestir geta virt umhverfið fyrir sér. Upphaflega stóð til að opna Gróðurhúsið í fyrra en það var áður en „skepnan Covid-19 kom til byggða“ eins og Brynjólfur orðar það. Vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, ákváðu forsvarsmenn verkefnisins að fresta opnun um eitt ár. Brynjólfur segir að Gróðurhúsið eigi ekki bara að vera staður fyrir erlenda ferðamenn og mikið sé lagt upp úr því að þjónusta Íslendinga. „Við horfum mikið til heimamanna og Íslendinga á ferðinni. Það verða að vera vörur og þjónusta sem Íslendingum líkar við,“ segir Brynjólfur. Hann segir einnig að mikið hafi verið lagt upp úr því að vera með skemmtilegt úrval þjónustu og vísar í að í Gróðurhúsinu verði hægt að finna kaffihús, bar, matvöruverslun, ísbúð, búð fyrir ferðamenn og annað. Gróðurhúsið eins og það á að líta út að aftan. Brynjólfur segir hópinn stefna á áframhaldandi uppbyggingu, bæði hvað varðar Gróðurhúsið og Reykjadal. „Við erum að sjá þetta sem heildræna nálgun og við erum að veðja á þetta svæði,“ segir Brynjólfur. Hann segir mjög góða stemningu vera að skapast í Hveragerði og að nálægðin við höfuðborgarsvæðið hjálpi einnig. „Reykjadalurinn er gífurlega vinsæll og Hengillinn fyrir ofan. Það er mikil útivist og annað sem hægt er að sækja í og við teljum mikið af tækifærum hér, bæði fyrir ferðamanninn og Íslendinginn.“
Hveragerði Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Veitingastaðir Matur Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun