Krónan okkar allra Daði Már Kristófersson skrifar 1. júní 2021 14:31 Íslendungum þykir vænt um krónuna sína, þetta tákn sjálfstæðis þjóðarinnar, og sveigjanleikan sem hún skapar. Við elskum góðu tímana, þegar hún er sterk og kaupmáttur er mikill. Kannski þykir okkur ekki öllum eins vænt um veikingatímabilin þegar hún leiðir til verðbólgu, lækkar kaupmátt launa og hækkar lán. Hindranirnar sem hún skapar í viðskiptum við útlönd. Óvissuna sem hún veldur okkur. En þetta er krónan okkar. Hluti af því að vera Íslendingur. Dálítið eins og veðrið. Seðlabanki Íslands gætir krónunnar. Gengið hefur á ýmsu í því verkefni. Núverandi stefna Seðlabankans virðist umfram allt vera að halda gengi krónunnar stöðugu. Þetta sést bæði á tali seðlabankastjóra og hegðun bankans. Bankinn hefur stutt við gengi krónunnar með inngripum á gjaldeyrismarkaði, tilmælum til lífeyrissjóðanna um að halda að sér höndum í erlendri fjárfestingu og hvatningu til ríkisjóðs um erlendra lántöku fremur en að fjármagna halla ríkissjóðs innanlands. Fagna ber áherslu Seðlabankans á stöðuga krónu. Kostnaður þjóðarinnar vegna óstöðugleika hefur í gegnum tíðina verið umtalsverður. Beini kostnaðurinn snýr að óhagstæðum lánskjörum fyrirtækja og almennings og óvissu sem gerir allar áætlanir erfiðar og varnir gegn þeim dýrar. En það er einnig umtalsverður óbeinn kostnaður. Útflutningsgreinar sem byggja á nýtingu hugvits og þekkingar fremur en auðlinda hafa átt erfitt uppdráttar á Íslandi. Sveiflukennd vegferð þjóðarinnar með krónunni sinni er vörðuð tækifærum sem aldrei urðu. Tækifærum sem þoldu ekki sveiflurnar. Í alþjóðlegum samanburði er nýsköpun á Íslandi með því besta sem gerist. Hugmyndirnar sem aldrei urðu hafa því að öllum líkindum verið margar. Það eru því góðar fréttir fyrir framtíðina að Seðlabankinn leggi áherslu á stöðuga krónu. Fátt í heiminum er án fórna. Stöðugur gjaldmiðill er þar engin undantekning. Einhverju verður að fórna. Ef megináhersla er á stöðugan gjaldmiðil þarf annað hvort að fórna sjálfstæðri peningastefnu, þ.m.t. sjálfstæðri ákvörðun vaxta, eða frjálsu flæði fjármagns. Val Seðlabanka Íslands er að fórna frjálsu flæði fjármagns. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til laga sem heimilar bankanum að beyta gjaldeyrishöftum. Höft hafa margvísleg neikvæð áhrif. Þau mismuna borgurunum. Sumir verða fyrir þeim meðan aðrir geta komist hjá þeim. Þannig styrkja þau stöðu útflutningsfyrirtækja en veikja stöðu lífeyrissjóða og draga úr erlendri fjárfestingu. Viðreisn hefur talað fyrir annarri leið, að fara í samstarfi við nágrannaþjóðir um peningastefnu. Það er sú leið sem Danir hafa valið að fara undanfarna áratugi. Afleiðingarnar yrðu stórbætt skilyrði fyrir einstaklinga og heimili og sá stöðugleiki sem Seðlabankinn leggur svo mikla áherslu á. Þessi leið hefur líka galla. Hún leggur miklar kröfur á stöðugleika innanlands. Kröfur sem bæði hið opinbera og aðilar vinnumarkaðarins þurfa að taka tillit til. Við, sem styðjum stöðugan gjaldmiðil, eigum tvo kosti með krónunni, höft eða samvinnu. Val okkar á skiptir gríðarlegu máli fyrir framtíðina. Hver er þín skoðun? Höft eða samvinna? Höfundur er varaformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Daði Már Kristófersson Skoðun: Kosningar 2021 Íslenska krónan Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Íslendungum þykir vænt um krónuna sína, þetta tákn sjálfstæðis þjóðarinnar, og sveigjanleikan sem hún skapar. Við elskum góðu tímana, þegar hún er sterk og kaupmáttur er mikill. Kannski þykir okkur ekki öllum eins vænt um veikingatímabilin þegar hún leiðir til verðbólgu, lækkar kaupmátt launa og hækkar lán. Hindranirnar sem hún skapar í viðskiptum við útlönd. Óvissuna sem hún veldur okkur. En þetta er krónan okkar. Hluti af því að vera Íslendingur. Dálítið eins og veðrið. Seðlabanki Íslands gætir krónunnar. Gengið hefur á ýmsu í því verkefni. Núverandi stefna Seðlabankans virðist umfram allt vera að halda gengi krónunnar stöðugu. Þetta sést bæði á tali seðlabankastjóra og hegðun bankans. Bankinn hefur stutt við gengi krónunnar með inngripum á gjaldeyrismarkaði, tilmælum til lífeyrissjóðanna um að halda að sér höndum í erlendri fjárfestingu og hvatningu til ríkisjóðs um erlendra lántöku fremur en að fjármagna halla ríkissjóðs innanlands. Fagna ber áherslu Seðlabankans á stöðuga krónu. Kostnaður þjóðarinnar vegna óstöðugleika hefur í gegnum tíðina verið umtalsverður. Beini kostnaðurinn snýr að óhagstæðum lánskjörum fyrirtækja og almennings og óvissu sem gerir allar áætlanir erfiðar og varnir gegn þeim dýrar. En það er einnig umtalsverður óbeinn kostnaður. Útflutningsgreinar sem byggja á nýtingu hugvits og þekkingar fremur en auðlinda hafa átt erfitt uppdráttar á Íslandi. Sveiflukennd vegferð þjóðarinnar með krónunni sinni er vörðuð tækifærum sem aldrei urðu. Tækifærum sem þoldu ekki sveiflurnar. Í alþjóðlegum samanburði er nýsköpun á Íslandi með því besta sem gerist. Hugmyndirnar sem aldrei urðu hafa því að öllum líkindum verið margar. Það eru því góðar fréttir fyrir framtíðina að Seðlabankinn leggi áherslu á stöðuga krónu. Fátt í heiminum er án fórna. Stöðugur gjaldmiðill er þar engin undantekning. Einhverju verður að fórna. Ef megináhersla er á stöðugan gjaldmiðil þarf annað hvort að fórna sjálfstæðri peningastefnu, þ.m.t. sjálfstæðri ákvörðun vaxta, eða frjálsu flæði fjármagns. Val Seðlabanka Íslands er að fórna frjálsu flæði fjármagns. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til laga sem heimilar bankanum að beyta gjaldeyrishöftum. Höft hafa margvísleg neikvæð áhrif. Þau mismuna borgurunum. Sumir verða fyrir þeim meðan aðrir geta komist hjá þeim. Þannig styrkja þau stöðu útflutningsfyrirtækja en veikja stöðu lífeyrissjóða og draga úr erlendri fjárfestingu. Viðreisn hefur talað fyrir annarri leið, að fara í samstarfi við nágrannaþjóðir um peningastefnu. Það er sú leið sem Danir hafa valið að fara undanfarna áratugi. Afleiðingarnar yrðu stórbætt skilyrði fyrir einstaklinga og heimili og sá stöðugleiki sem Seðlabankinn leggur svo mikla áherslu á. Þessi leið hefur líka galla. Hún leggur miklar kröfur á stöðugleika innanlands. Kröfur sem bæði hið opinbera og aðilar vinnumarkaðarins þurfa að taka tillit til. Við, sem styðjum stöðugan gjaldmiðil, eigum tvo kosti með krónunni, höft eða samvinnu. Val okkar á skiptir gríðarlegu máli fyrir framtíðina. Hver er þín skoðun? Höft eða samvinna? Höfundur er varaformaður Viðreisnar.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar