Krónan okkar allra Daði Már Kristófersson skrifar 1. júní 2021 14:31 Íslendungum þykir vænt um krónuna sína, þetta tákn sjálfstæðis þjóðarinnar, og sveigjanleikan sem hún skapar. Við elskum góðu tímana, þegar hún er sterk og kaupmáttur er mikill. Kannski þykir okkur ekki öllum eins vænt um veikingatímabilin þegar hún leiðir til verðbólgu, lækkar kaupmátt launa og hækkar lán. Hindranirnar sem hún skapar í viðskiptum við útlönd. Óvissuna sem hún veldur okkur. En þetta er krónan okkar. Hluti af því að vera Íslendingur. Dálítið eins og veðrið. Seðlabanki Íslands gætir krónunnar. Gengið hefur á ýmsu í því verkefni. Núverandi stefna Seðlabankans virðist umfram allt vera að halda gengi krónunnar stöðugu. Þetta sést bæði á tali seðlabankastjóra og hegðun bankans. Bankinn hefur stutt við gengi krónunnar með inngripum á gjaldeyrismarkaði, tilmælum til lífeyrissjóðanna um að halda að sér höndum í erlendri fjárfestingu og hvatningu til ríkisjóðs um erlendra lántöku fremur en að fjármagna halla ríkissjóðs innanlands. Fagna ber áherslu Seðlabankans á stöðuga krónu. Kostnaður þjóðarinnar vegna óstöðugleika hefur í gegnum tíðina verið umtalsverður. Beini kostnaðurinn snýr að óhagstæðum lánskjörum fyrirtækja og almennings og óvissu sem gerir allar áætlanir erfiðar og varnir gegn þeim dýrar. En það er einnig umtalsverður óbeinn kostnaður. Útflutningsgreinar sem byggja á nýtingu hugvits og þekkingar fremur en auðlinda hafa átt erfitt uppdráttar á Íslandi. Sveiflukennd vegferð þjóðarinnar með krónunni sinni er vörðuð tækifærum sem aldrei urðu. Tækifærum sem þoldu ekki sveiflurnar. Í alþjóðlegum samanburði er nýsköpun á Íslandi með því besta sem gerist. Hugmyndirnar sem aldrei urðu hafa því að öllum líkindum verið margar. Það eru því góðar fréttir fyrir framtíðina að Seðlabankinn leggi áherslu á stöðuga krónu. Fátt í heiminum er án fórna. Stöðugur gjaldmiðill er þar engin undantekning. Einhverju verður að fórna. Ef megináhersla er á stöðugan gjaldmiðil þarf annað hvort að fórna sjálfstæðri peningastefnu, þ.m.t. sjálfstæðri ákvörðun vaxta, eða frjálsu flæði fjármagns. Val Seðlabanka Íslands er að fórna frjálsu flæði fjármagns. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til laga sem heimilar bankanum að beyta gjaldeyrishöftum. Höft hafa margvísleg neikvæð áhrif. Þau mismuna borgurunum. Sumir verða fyrir þeim meðan aðrir geta komist hjá þeim. Þannig styrkja þau stöðu útflutningsfyrirtækja en veikja stöðu lífeyrissjóða og draga úr erlendri fjárfestingu. Viðreisn hefur talað fyrir annarri leið, að fara í samstarfi við nágrannaþjóðir um peningastefnu. Það er sú leið sem Danir hafa valið að fara undanfarna áratugi. Afleiðingarnar yrðu stórbætt skilyrði fyrir einstaklinga og heimili og sá stöðugleiki sem Seðlabankinn leggur svo mikla áherslu á. Þessi leið hefur líka galla. Hún leggur miklar kröfur á stöðugleika innanlands. Kröfur sem bæði hið opinbera og aðilar vinnumarkaðarins þurfa að taka tillit til. Við, sem styðjum stöðugan gjaldmiðil, eigum tvo kosti með krónunni, höft eða samvinnu. Val okkar á skiptir gríðarlegu máli fyrir framtíðina. Hver er þín skoðun? Höft eða samvinna? Höfundur er varaformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Daði Már Kristófersson Skoðun: Kosningar 2021 Íslenska krónan Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Sjá meira
Íslendungum þykir vænt um krónuna sína, þetta tákn sjálfstæðis þjóðarinnar, og sveigjanleikan sem hún skapar. Við elskum góðu tímana, þegar hún er sterk og kaupmáttur er mikill. Kannski þykir okkur ekki öllum eins vænt um veikingatímabilin þegar hún leiðir til verðbólgu, lækkar kaupmátt launa og hækkar lán. Hindranirnar sem hún skapar í viðskiptum við útlönd. Óvissuna sem hún veldur okkur. En þetta er krónan okkar. Hluti af því að vera Íslendingur. Dálítið eins og veðrið. Seðlabanki Íslands gætir krónunnar. Gengið hefur á ýmsu í því verkefni. Núverandi stefna Seðlabankans virðist umfram allt vera að halda gengi krónunnar stöðugu. Þetta sést bæði á tali seðlabankastjóra og hegðun bankans. Bankinn hefur stutt við gengi krónunnar með inngripum á gjaldeyrismarkaði, tilmælum til lífeyrissjóðanna um að halda að sér höndum í erlendri fjárfestingu og hvatningu til ríkisjóðs um erlendra lántöku fremur en að fjármagna halla ríkissjóðs innanlands. Fagna ber áherslu Seðlabankans á stöðuga krónu. Kostnaður þjóðarinnar vegna óstöðugleika hefur í gegnum tíðina verið umtalsverður. Beini kostnaðurinn snýr að óhagstæðum lánskjörum fyrirtækja og almennings og óvissu sem gerir allar áætlanir erfiðar og varnir gegn þeim dýrar. En það er einnig umtalsverður óbeinn kostnaður. Útflutningsgreinar sem byggja á nýtingu hugvits og þekkingar fremur en auðlinda hafa átt erfitt uppdráttar á Íslandi. Sveiflukennd vegferð þjóðarinnar með krónunni sinni er vörðuð tækifærum sem aldrei urðu. Tækifærum sem þoldu ekki sveiflurnar. Í alþjóðlegum samanburði er nýsköpun á Íslandi með því besta sem gerist. Hugmyndirnar sem aldrei urðu hafa því að öllum líkindum verið margar. Það eru því góðar fréttir fyrir framtíðina að Seðlabankinn leggi áherslu á stöðuga krónu. Fátt í heiminum er án fórna. Stöðugur gjaldmiðill er þar engin undantekning. Einhverju verður að fórna. Ef megináhersla er á stöðugan gjaldmiðil þarf annað hvort að fórna sjálfstæðri peningastefnu, þ.m.t. sjálfstæðri ákvörðun vaxta, eða frjálsu flæði fjármagns. Val Seðlabanka Íslands er að fórna frjálsu flæði fjármagns. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til laga sem heimilar bankanum að beyta gjaldeyrishöftum. Höft hafa margvísleg neikvæð áhrif. Þau mismuna borgurunum. Sumir verða fyrir þeim meðan aðrir geta komist hjá þeim. Þannig styrkja þau stöðu útflutningsfyrirtækja en veikja stöðu lífeyrissjóða og draga úr erlendri fjárfestingu. Viðreisn hefur talað fyrir annarri leið, að fara í samstarfi við nágrannaþjóðir um peningastefnu. Það er sú leið sem Danir hafa valið að fara undanfarna áratugi. Afleiðingarnar yrðu stórbætt skilyrði fyrir einstaklinga og heimili og sá stöðugleiki sem Seðlabankinn leggur svo mikla áherslu á. Þessi leið hefur líka galla. Hún leggur miklar kröfur á stöðugleika innanlands. Kröfur sem bæði hið opinbera og aðilar vinnumarkaðarins þurfa að taka tillit til. Við, sem styðjum stöðugan gjaldmiðil, eigum tvo kosti með krónunni, höft eða samvinnu. Val okkar á skiptir gríðarlegu máli fyrir framtíðina. Hver er þín skoðun? Höft eða samvinna? Höfundur er varaformaður Viðreisnar.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun