Enn einn stjórnarandstæðingurinn handtekinn í Rússlandi Kjartan Kjartansson skrifar 1. júní 2021 10:21 Andrei Pivovarov stýrði Opnu Rússlandi en samtökin tilkynntu að þau væru hætt starfsemi á fimmtudag til þess að félagar ættu ekki á hættu að vera handteknir. Vísir/Getty Rússnesk yfirvöld handtóku fyrrverandi forsvarsmann stjórnarandstöðuhóps sem olíufurstinn Mikhail Khodorkovsky stofnaði. Samtökin sögðust ætla að hætta starfsemi til þess að forða félögum frá því að vera handteknir í síðustu viku. „Opið Rússland“ var stofnað af Khodorkovsky í útlegð í Bretlandi. Rússnesk stjórnvöld lýstu samtökin „óæskilegt“ og bönnuðu í reynd starfsemi þeirra árið 2017. Engu að síður hafa bandamenn samtakanna í Rússlandi reynt að halda starfi þeirra áfram undir sama nafni en formlega ótengt upphaflegu samtökunum til þess að komast hjá saksókn. Reuters-fréttastofan hefur eftir OVD-info, hópi sem fylgist með lögregluaðgerðum gegn stjórnarandstæðingum í Rússlandi, að Andrei Pivovarov, fyrrverandi forsvarsmaður Opins Rússlands hafi verið færður úr flugvél í Pétursborg og handtekinn í gær. Pivovarov segir sjálfur að flugvélin hafi verið á leiðinni út á flugbraut til flugtaks þegar vélin var stöðvuð. Á Twitter-síðu hans kom fram að hann hafi verið færður rannsóknarlögreglunni til yfirheyrslu vegna gruns um að hann stýrði óæskilegum samtökum, að sögn AP-fréttastofunnar. Um tvö hundruð sveitarstjórnarmenn sem tóku þátt í ráðstefnu á vegum Opins Rússlands voru handteknir stuttlega í mars. Um þrjátíu hópar hafa verið bannaðir í Rússlandi á grundvelli laga um óæskileg samtök frá því að þau voru samþykkt árið 2015. Allt að sex ára fangelsi liggur við því að stýra slíkum samtökum. Khodorkovsky fór í útlegð til London eftir að honum var haldið í fangelsi í tíu ár í heimalandinu. Almennt er talið að fangelsisrefsing hans hafi verið pólitískt hefnd vegna þess að hann storkaði veldi Vladímírs Pútín forseta. Húsleit á heimili fyrrverandi þingmanns og bandamanna Undanfarnar vikur hafa rússnesk yfirvöld gengið hart fram gegn stjórnarandstöðu- og andófsfólki, ekki síst bandamönnum Alexeis Navalní, eins helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar, sem dúsir sjálfur í fangelsi. Lögregla gerði húsleit á heimili Dmitry Gudkov, fyrrverandi stjórnarandstöðuþingsmanns sem hyggur á framboð í september, og tveggja samstarfsmanna hans í dag. AP segir að talið sé að aðgerðunum sé ætlað að koma í veg fyrir að stjórnarandstaðan í landinu geti veitt Sameinuðu Rússlandi, flokki Pútín forseta, keppni í þingkosningunum í haust. Vinsældir flokksins hafa dalað nokkuð vegna efnahagsþrenginga í kórónuveirufaraldrinum. Saksóknari krefst þess nú að samtök Navalní gegn spillingu og svæðisskrifstofur þeirra verði lýst öfgasamtök og starfsemi þeirra bönnuð. Rússneska þingið hefur einnig til meðferðar frumvarp sem myndi banna hverjum þeim sem er félagi í öfgasamtökum, styrkir þau fjárhagslega eða styður að bjóða sig fram til opinbers embættis. Verði frumvarpið að lögum yrði bandamönnum Navanlí bannað að bjóða sig fram til þings í haust. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Leggja fram frekari gögn til að banna samtök Navalní Saksóknari í Moskvu lagði fram mikið magn gagna til að styðja kröfu sína um að dómari banni starfsemi samtaka Alexeis Navalní gegn spillingu í dag. Ekki er ljóst á hvaða forsendu saksóknarinn byggir kröfuna um að samtökin verði lýst öfgahreyfing þar sem leynd liggur yfir þeim gögnum sem hann lagði upphafleg fram. 17. maí 2021 10:52 Banna unglingsstúlku sem mótmælti Kreml að yfirgefa heimabæinn Dómstóll í Rússlandi bannaði nítján ára gamalli stúlku að yfirgefa heimabæ sinn í meira en tvö ár eftir að hún var sakfelld fyrir skemmdarverk. Stúlkan vakti mikla athygli þegar hún tók þátt í mótmælum gegn stjórnvöldum árið 2019. 12. maí 2021 09:42 Lögmaður samtaka Navalnís handtekinn í Moskvu Ívan Pavolv, lögmaður and-spillingarsamtaka Alexeis Navalní, hefur verið handtekinn. Hann er sakaður um að hafa lekið upplýsingum um rannsókn og var handtekinn nokkrum klukkustundum áður en hann átti að mæta í dómsal þar sem hann er verjandi fyrrverandi blaðamanns sem hefur verið sakaður um landráð. 30. apríl 2021 10:34 Horaður Navalní lokar skrifstofum til að forða bandamönnum Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn, var krúnurakaður og lítið meira en skinn og bein þegar hann kom fram opinberlega í fyrsta skipti frá því að hann var fangelsaður í dag. Á sama tíma tilkynnti náinn samverkamaður hans að skrifstofum samtaka hans víða um Rússland yrði lokað til að vernda félaga og bandamenn. 29. apríl 2021 18:18 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Sjá meira
„Opið Rússland“ var stofnað af Khodorkovsky í útlegð í Bretlandi. Rússnesk stjórnvöld lýstu samtökin „óæskilegt“ og bönnuðu í reynd starfsemi þeirra árið 2017. Engu að síður hafa bandamenn samtakanna í Rússlandi reynt að halda starfi þeirra áfram undir sama nafni en formlega ótengt upphaflegu samtökunum til þess að komast hjá saksókn. Reuters-fréttastofan hefur eftir OVD-info, hópi sem fylgist með lögregluaðgerðum gegn stjórnarandstæðingum í Rússlandi, að Andrei Pivovarov, fyrrverandi forsvarsmaður Opins Rússlands hafi verið færður úr flugvél í Pétursborg og handtekinn í gær. Pivovarov segir sjálfur að flugvélin hafi verið á leiðinni út á flugbraut til flugtaks þegar vélin var stöðvuð. Á Twitter-síðu hans kom fram að hann hafi verið færður rannsóknarlögreglunni til yfirheyrslu vegna gruns um að hann stýrði óæskilegum samtökum, að sögn AP-fréttastofunnar. Um tvö hundruð sveitarstjórnarmenn sem tóku þátt í ráðstefnu á vegum Opins Rússlands voru handteknir stuttlega í mars. Um þrjátíu hópar hafa verið bannaðir í Rússlandi á grundvelli laga um óæskileg samtök frá því að þau voru samþykkt árið 2015. Allt að sex ára fangelsi liggur við því að stýra slíkum samtökum. Khodorkovsky fór í útlegð til London eftir að honum var haldið í fangelsi í tíu ár í heimalandinu. Almennt er talið að fangelsisrefsing hans hafi verið pólitískt hefnd vegna þess að hann storkaði veldi Vladímírs Pútín forseta. Húsleit á heimili fyrrverandi þingmanns og bandamanna Undanfarnar vikur hafa rússnesk yfirvöld gengið hart fram gegn stjórnarandstöðu- og andófsfólki, ekki síst bandamönnum Alexeis Navalní, eins helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar, sem dúsir sjálfur í fangelsi. Lögregla gerði húsleit á heimili Dmitry Gudkov, fyrrverandi stjórnarandstöðuþingsmanns sem hyggur á framboð í september, og tveggja samstarfsmanna hans í dag. AP segir að talið sé að aðgerðunum sé ætlað að koma í veg fyrir að stjórnarandstaðan í landinu geti veitt Sameinuðu Rússlandi, flokki Pútín forseta, keppni í þingkosningunum í haust. Vinsældir flokksins hafa dalað nokkuð vegna efnahagsþrenginga í kórónuveirufaraldrinum. Saksóknari krefst þess nú að samtök Navalní gegn spillingu og svæðisskrifstofur þeirra verði lýst öfgasamtök og starfsemi þeirra bönnuð. Rússneska þingið hefur einnig til meðferðar frumvarp sem myndi banna hverjum þeim sem er félagi í öfgasamtökum, styrkir þau fjárhagslega eða styður að bjóða sig fram til opinbers embættis. Verði frumvarpið að lögum yrði bandamönnum Navanlí bannað að bjóða sig fram til þings í haust.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Leggja fram frekari gögn til að banna samtök Navalní Saksóknari í Moskvu lagði fram mikið magn gagna til að styðja kröfu sína um að dómari banni starfsemi samtaka Alexeis Navalní gegn spillingu í dag. Ekki er ljóst á hvaða forsendu saksóknarinn byggir kröfuna um að samtökin verði lýst öfgahreyfing þar sem leynd liggur yfir þeim gögnum sem hann lagði upphafleg fram. 17. maí 2021 10:52 Banna unglingsstúlku sem mótmælti Kreml að yfirgefa heimabæinn Dómstóll í Rússlandi bannaði nítján ára gamalli stúlku að yfirgefa heimabæ sinn í meira en tvö ár eftir að hún var sakfelld fyrir skemmdarverk. Stúlkan vakti mikla athygli þegar hún tók þátt í mótmælum gegn stjórnvöldum árið 2019. 12. maí 2021 09:42 Lögmaður samtaka Navalnís handtekinn í Moskvu Ívan Pavolv, lögmaður and-spillingarsamtaka Alexeis Navalní, hefur verið handtekinn. Hann er sakaður um að hafa lekið upplýsingum um rannsókn og var handtekinn nokkrum klukkustundum áður en hann átti að mæta í dómsal þar sem hann er verjandi fyrrverandi blaðamanns sem hefur verið sakaður um landráð. 30. apríl 2021 10:34 Horaður Navalní lokar skrifstofum til að forða bandamönnum Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn, var krúnurakaður og lítið meira en skinn og bein þegar hann kom fram opinberlega í fyrsta skipti frá því að hann var fangelsaður í dag. Á sama tíma tilkynnti náinn samverkamaður hans að skrifstofum samtaka hans víða um Rússland yrði lokað til að vernda félaga og bandamenn. 29. apríl 2021 18:18 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Sjá meira
Leggja fram frekari gögn til að banna samtök Navalní Saksóknari í Moskvu lagði fram mikið magn gagna til að styðja kröfu sína um að dómari banni starfsemi samtaka Alexeis Navalní gegn spillingu í dag. Ekki er ljóst á hvaða forsendu saksóknarinn byggir kröfuna um að samtökin verði lýst öfgahreyfing þar sem leynd liggur yfir þeim gögnum sem hann lagði upphafleg fram. 17. maí 2021 10:52
Banna unglingsstúlku sem mótmælti Kreml að yfirgefa heimabæinn Dómstóll í Rússlandi bannaði nítján ára gamalli stúlku að yfirgefa heimabæ sinn í meira en tvö ár eftir að hún var sakfelld fyrir skemmdarverk. Stúlkan vakti mikla athygli þegar hún tók þátt í mótmælum gegn stjórnvöldum árið 2019. 12. maí 2021 09:42
Lögmaður samtaka Navalnís handtekinn í Moskvu Ívan Pavolv, lögmaður and-spillingarsamtaka Alexeis Navalní, hefur verið handtekinn. Hann er sakaður um að hafa lekið upplýsingum um rannsókn og var handtekinn nokkrum klukkustundum áður en hann átti að mæta í dómsal þar sem hann er verjandi fyrrverandi blaðamanns sem hefur verið sakaður um landráð. 30. apríl 2021 10:34
Horaður Navalní lokar skrifstofum til að forða bandamönnum Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn, var krúnurakaður og lítið meira en skinn og bein þegar hann kom fram opinberlega í fyrsta skipti frá því að hann var fangelsaður í dag. Á sama tíma tilkynnti náinn samverkamaður hans að skrifstofum samtaka hans víða um Rússland yrði lokað til að vernda félaga og bandamenn. 29. apríl 2021 18:18