Ekki gleyma okkur – við eigum mikið undir! Laufey Sif Lárusdóttir skrifar 1. júní 2021 06:02 Fyrstu bólusettu ferðamennirnir lentu á Keflavíkurflugvelli í byrjun maí og fer sem betur fer stöðugt fjölgandi. Um leið vakna vonir um að við séum saman að sigla út úr þessari lægð og segja skilið við sögulegt atvinnuleysi og eina dýpstu kreppu sem við höfum séð í hundrað ár. Af Samtökum íslenskra handverksbrugghúsa og aðildarfélögum þeirra er það hins vegar að frétta að við virðumst hafa gleymst. Íslensku handverksbrugghúsin sem telja á þriðja tug, tryggja um 200 manns störf í sinni heimabyggð og hvað sem afkomu þeirra líður skila þau tugum milljóna í skatttekjur á ári. Handverksbrugghúsin eru mikil lyftistöng fyrir nærumhverfi sitt. Sum þeirra eru staðsett á svæðum sem teljast til brothættra byggða þar sem hvert starf skiptir sköpum fyrir samfélagið. Í byrjun árs lagði dómsmálaráðherra fram frumvarp um heimild fyrir íslensk handverksbrugghús til þess að selja vörur sínar beint á framleiðslustað. Þetta mál skiptir miklu máli þegar litið er til framtíðarmöguleika þessarar iðngreinar sem hefur átt undir högg að sækja síðustu misseri. Þessi lagabreyting er sáraeinföld og staðreyndin er sú að ef brugghúsum yrði leyft að selja vörur sínar beint á framleiðslustað væri aðgengi að áfengi ekki að aukast. Eini munurinn væri sá að bjórdós, sem þegar má selja opna, mætti selja lokaða til innlendra og erlendra ferðamanna. Vörurnar yrðu einungis seldar á stöðum þar sem fólk á löglegum áfengiskaupsaldri má koma saman, rétt eins og gildir á vínveitingastöðum. Árið 2021 viljum við geta státað okkur af því að búa í samfélagi sem styður við innlenda framleiðslu. Brugghús eru hluti af þeirri mynd. Þau stunda viðskipti á hagkvæman og umhverfisvænan hátt og þessi lagabreyting hefði jákvæð áhrif fyrir neytendur, umhverfið og um leið afkomu brugghúsanna. Þannig væri iðngreininni veitt tækifæri til þess að standa stöðugri, skapa fleiri störf og auka tekjur fyrir byggðalögin og ríkissjóð. Ferðamannasumarið er að hefjast og við finnum fyrir miklum áhuga á íslenskum, ferskum og fjölbreyttum vörum. Þinglok nálgast óðfluga en ekkert hefur spurst til frumvarpsins frá því að ráðherra lagði það fram. Ekki gleyma okkur - þetta sumar skiptir okkur miklu máli til að ná öflugri viðspyrnu eftir erfitt ár. Nú er tíminn fyrir þingmenn allra flokka að sameinast um þetta mál. Við erum nefnilega mörg og allskonar, einstaklingar og byggðalög, sem eigum mikið undir. Höfundur er formaður Samtaka íslenskra handverksbrugghúsa og skrifar fyrir þeirra hönd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Áfengi og tóbak Mest lesið Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Sjá meira
Fyrstu bólusettu ferðamennirnir lentu á Keflavíkurflugvelli í byrjun maí og fer sem betur fer stöðugt fjölgandi. Um leið vakna vonir um að við séum saman að sigla út úr þessari lægð og segja skilið við sögulegt atvinnuleysi og eina dýpstu kreppu sem við höfum séð í hundrað ár. Af Samtökum íslenskra handverksbrugghúsa og aðildarfélögum þeirra er það hins vegar að frétta að við virðumst hafa gleymst. Íslensku handverksbrugghúsin sem telja á þriðja tug, tryggja um 200 manns störf í sinni heimabyggð og hvað sem afkomu þeirra líður skila þau tugum milljóna í skatttekjur á ári. Handverksbrugghúsin eru mikil lyftistöng fyrir nærumhverfi sitt. Sum þeirra eru staðsett á svæðum sem teljast til brothættra byggða þar sem hvert starf skiptir sköpum fyrir samfélagið. Í byrjun árs lagði dómsmálaráðherra fram frumvarp um heimild fyrir íslensk handverksbrugghús til þess að selja vörur sínar beint á framleiðslustað. Þetta mál skiptir miklu máli þegar litið er til framtíðarmöguleika þessarar iðngreinar sem hefur átt undir högg að sækja síðustu misseri. Þessi lagabreyting er sáraeinföld og staðreyndin er sú að ef brugghúsum yrði leyft að selja vörur sínar beint á framleiðslustað væri aðgengi að áfengi ekki að aukast. Eini munurinn væri sá að bjórdós, sem þegar má selja opna, mætti selja lokaða til innlendra og erlendra ferðamanna. Vörurnar yrðu einungis seldar á stöðum þar sem fólk á löglegum áfengiskaupsaldri má koma saman, rétt eins og gildir á vínveitingastöðum. Árið 2021 viljum við geta státað okkur af því að búa í samfélagi sem styður við innlenda framleiðslu. Brugghús eru hluti af þeirri mynd. Þau stunda viðskipti á hagkvæman og umhverfisvænan hátt og þessi lagabreyting hefði jákvæð áhrif fyrir neytendur, umhverfið og um leið afkomu brugghúsanna. Þannig væri iðngreininni veitt tækifæri til þess að standa stöðugri, skapa fleiri störf og auka tekjur fyrir byggðalögin og ríkissjóð. Ferðamannasumarið er að hefjast og við finnum fyrir miklum áhuga á íslenskum, ferskum og fjölbreyttum vörum. Þinglok nálgast óðfluga en ekkert hefur spurst til frumvarpsins frá því að ráðherra lagði það fram. Ekki gleyma okkur - þetta sumar skiptir okkur miklu máli til að ná öflugri viðspyrnu eftir erfitt ár. Nú er tíminn fyrir þingmenn allra flokka að sameinast um þetta mál. Við erum nefnilega mörg og allskonar, einstaklingar og byggðalög, sem eigum mikið undir. Höfundur er formaður Samtaka íslenskra handverksbrugghúsa og skrifar fyrir þeirra hönd.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun