Mótettukórinn söng sinn hinsta söng við Hallgrímskirkju Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. maí 2021 20:00 Hörður Áskelsson, stjórnandi Mótettukórsins, kveður Hallgrímskirkju. Vísir/Egill Mótettukórinn og stjórnandi hans kvöddu Hallgrímskirkju á táknrænan hátt eftir 39 ára starf í kvöld. Stjórnandinn, sem verið hefur kantor og organisti í kirkjunni, hætti störfum í dag vegna deilna vil sóknarnefnd kirkjunnar. Bæði núverandi og fyrrverandi meðlimir Mótettukórsins komu saman fyrir utan kirkjuna í kvöld og sungu kveðju af mikilli innlifun. „Ég hef það ótrúlega gott eftir þessa stund hérna. Að hitta lífsfélaga sína úr mörgum, mörgum árgöngum af Móteettukórnum var auðvitað alveg dásamlegt og dásamleg leið til þess að kveðja eftir 39 ára starf, nánast upp á dag,“ sagði Hörður Áskelsson, stjórnandi Mótettukórsins, í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég er fullur af þakklæti og hamingju yfir þessari uppákomu hér.“ Hann segir viðskilnaðinn við sóknarnefnd kirkjunnar ekki hafa verið auðveldan. „Nei, við gengum bara ekki í takt. Yfirmenn eða það fólk sem er nú við völd, ef svo má segja, þau vilja fara aðrar leiðir en ég, sem listrænn stjórnandi, og þar höfum við bara ekki náð saman. Því miður,“ segir Hörður. Hann segir kórinn nú leita að húsnæði svo hann geti haldið störfum sínum áfram. „En við erum komin í samband við ýmsa sem vilja taka á móti okkur og hjálpa okkur. Það er allt bjart yfir því,“ segir Hörður. Snorri Sigurðsson, meðlimur í kórnum, segir blendnar tilfinningar fylgja því að segja skilið við Hallgrímskirkju. „Maður á margar góðar minningar af frábærum stundum hér, kórsöng, en nú horfum við bara björtum augum fram á við og það er margt spennandi. Mótettukórinn heldur áfram,“ segir Snorri. Þjóðkirkjan Kórar Hallgrímskirkja Menning Reykjavík Tengdar fréttir Sóknarnefnd Hallgrímskirkju styður prest og framkvæmdastjórn í máli Harðar tónlistarstjóra Sóknarnefndin segist hafa fylgst með samningagerð við Hörð Áskelsson tónlistarstjóra og lýsir nú yfir fullum stuðningi við formann, framkvæmdanefnd, framkvæmdastjóra og presta varðandi það hvernig þau hafa haldið á málum. 14. maí 2021 14:42 Tónskáld óttast „menningarslys“ í Hallgrímskirkju Yfirstjórnendur Þjóðkirkjunnar eru hvattir til þess að grípa í taumana og forða „skelfilegu menningarslysi“ í tónlistarmálum Hallgrímskirkju í ályktun sem aðalfundur Tónskáldafélags Íslands samþykkti í gær. Deilur hafa geisað á milli sóknarnefndar Hallgrímskirkju og tónlistarstjóra hennar. 13. maí 2021 10:29 „Okkur er einfaldlega hent út með skít og skömm“ Mikil reiði ríkir meðal kórfélaga og velunnara Mótettukórsins vegna þess hvernig mál hafa þróast í Hallgrímskirkju sem endaði með starfslokum Harðar Áskelssonar tónlistarstjóra kirkjunnar til fjörutíu ára. 5. maí 2021 13:55 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Sjá meira
Bæði núverandi og fyrrverandi meðlimir Mótettukórsins komu saman fyrir utan kirkjuna í kvöld og sungu kveðju af mikilli innlifun. „Ég hef það ótrúlega gott eftir þessa stund hérna. Að hitta lífsfélaga sína úr mörgum, mörgum árgöngum af Móteettukórnum var auðvitað alveg dásamlegt og dásamleg leið til þess að kveðja eftir 39 ára starf, nánast upp á dag,“ sagði Hörður Áskelsson, stjórnandi Mótettukórsins, í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég er fullur af þakklæti og hamingju yfir þessari uppákomu hér.“ Hann segir viðskilnaðinn við sóknarnefnd kirkjunnar ekki hafa verið auðveldan. „Nei, við gengum bara ekki í takt. Yfirmenn eða það fólk sem er nú við völd, ef svo má segja, þau vilja fara aðrar leiðir en ég, sem listrænn stjórnandi, og þar höfum við bara ekki náð saman. Því miður,“ segir Hörður. Hann segir kórinn nú leita að húsnæði svo hann geti haldið störfum sínum áfram. „En við erum komin í samband við ýmsa sem vilja taka á móti okkur og hjálpa okkur. Það er allt bjart yfir því,“ segir Hörður. Snorri Sigurðsson, meðlimur í kórnum, segir blendnar tilfinningar fylgja því að segja skilið við Hallgrímskirkju. „Maður á margar góðar minningar af frábærum stundum hér, kórsöng, en nú horfum við bara björtum augum fram á við og það er margt spennandi. Mótettukórinn heldur áfram,“ segir Snorri.
Þjóðkirkjan Kórar Hallgrímskirkja Menning Reykjavík Tengdar fréttir Sóknarnefnd Hallgrímskirkju styður prest og framkvæmdastjórn í máli Harðar tónlistarstjóra Sóknarnefndin segist hafa fylgst með samningagerð við Hörð Áskelsson tónlistarstjóra og lýsir nú yfir fullum stuðningi við formann, framkvæmdanefnd, framkvæmdastjóra og presta varðandi það hvernig þau hafa haldið á málum. 14. maí 2021 14:42 Tónskáld óttast „menningarslys“ í Hallgrímskirkju Yfirstjórnendur Þjóðkirkjunnar eru hvattir til þess að grípa í taumana og forða „skelfilegu menningarslysi“ í tónlistarmálum Hallgrímskirkju í ályktun sem aðalfundur Tónskáldafélags Íslands samþykkti í gær. Deilur hafa geisað á milli sóknarnefndar Hallgrímskirkju og tónlistarstjóra hennar. 13. maí 2021 10:29 „Okkur er einfaldlega hent út með skít og skömm“ Mikil reiði ríkir meðal kórfélaga og velunnara Mótettukórsins vegna þess hvernig mál hafa þróast í Hallgrímskirkju sem endaði með starfslokum Harðar Áskelssonar tónlistarstjóra kirkjunnar til fjörutíu ára. 5. maí 2021 13:55 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Sjá meira
Sóknarnefnd Hallgrímskirkju styður prest og framkvæmdastjórn í máli Harðar tónlistarstjóra Sóknarnefndin segist hafa fylgst með samningagerð við Hörð Áskelsson tónlistarstjóra og lýsir nú yfir fullum stuðningi við formann, framkvæmdanefnd, framkvæmdastjóra og presta varðandi það hvernig þau hafa haldið á málum. 14. maí 2021 14:42
Tónskáld óttast „menningarslys“ í Hallgrímskirkju Yfirstjórnendur Þjóðkirkjunnar eru hvattir til þess að grípa í taumana og forða „skelfilegu menningarslysi“ í tónlistarmálum Hallgrímskirkju í ályktun sem aðalfundur Tónskáldafélags Íslands samþykkti í gær. Deilur hafa geisað á milli sóknarnefndar Hallgrímskirkju og tónlistarstjóra hennar. 13. maí 2021 10:29
„Okkur er einfaldlega hent út með skít og skömm“ Mikil reiði ríkir meðal kórfélaga og velunnara Mótettukórsins vegna þess hvernig mál hafa þróast í Hallgrímskirkju sem endaði með starfslokum Harðar Áskelssonar tónlistarstjóra kirkjunnar til fjörutíu ára. 5. maí 2021 13:55
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent