Mótettukórinn söng sinn hinsta söng við Hallgrímskirkju Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. maí 2021 20:00 Hörður Áskelsson, stjórnandi Mótettukórsins, kveður Hallgrímskirkju. Vísir/Egill Mótettukórinn og stjórnandi hans kvöddu Hallgrímskirkju á táknrænan hátt eftir 39 ára starf í kvöld. Stjórnandinn, sem verið hefur kantor og organisti í kirkjunni, hætti störfum í dag vegna deilna vil sóknarnefnd kirkjunnar. Bæði núverandi og fyrrverandi meðlimir Mótettukórsins komu saman fyrir utan kirkjuna í kvöld og sungu kveðju af mikilli innlifun. „Ég hef það ótrúlega gott eftir þessa stund hérna. Að hitta lífsfélaga sína úr mörgum, mörgum árgöngum af Móteettukórnum var auðvitað alveg dásamlegt og dásamleg leið til þess að kveðja eftir 39 ára starf, nánast upp á dag,“ sagði Hörður Áskelsson, stjórnandi Mótettukórsins, í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég er fullur af þakklæti og hamingju yfir þessari uppákomu hér.“ Hann segir viðskilnaðinn við sóknarnefnd kirkjunnar ekki hafa verið auðveldan. „Nei, við gengum bara ekki í takt. Yfirmenn eða það fólk sem er nú við völd, ef svo má segja, þau vilja fara aðrar leiðir en ég, sem listrænn stjórnandi, og þar höfum við bara ekki náð saman. Því miður,“ segir Hörður. Hann segir kórinn nú leita að húsnæði svo hann geti haldið störfum sínum áfram. „En við erum komin í samband við ýmsa sem vilja taka á móti okkur og hjálpa okkur. Það er allt bjart yfir því,“ segir Hörður. Snorri Sigurðsson, meðlimur í kórnum, segir blendnar tilfinningar fylgja því að segja skilið við Hallgrímskirkju. „Maður á margar góðar minningar af frábærum stundum hér, kórsöng, en nú horfum við bara björtum augum fram á við og það er margt spennandi. Mótettukórinn heldur áfram,“ segir Snorri. Þjóðkirkjan Kórar Hallgrímskirkja Menning Reykjavík Tengdar fréttir Sóknarnefnd Hallgrímskirkju styður prest og framkvæmdastjórn í máli Harðar tónlistarstjóra Sóknarnefndin segist hafa fylgst með samningagerð við Hörð Áskelsson tónlistarstjóra og lýsir nú yfir fullum stuðningi við formann, framkvæmdanefnd, framkvæmdastjóra og presta varðandi það hvernig þau hafa haldið á málum. 14. maí 2021 14:42 Tónskáld óttast „menningarslys“ í Hallgrímskirkju Yfirstjórnendur Þjóðkirkjunnar eru hvattir til þess að grípa í taumana og forða „skelfilegu menningarslysi“ í tónlistarmálum Hallgrímskirkju í ályktun sem aðalfundur Tónskáldafélags Íslands samþykkti í gær. Deilur hafa geisað á milli sóknarnefndar Hallgrímskirkju og tónlistarstjóra hennar. 13. maí 2021 10:29 „Okkur er einfaldlega hent út með skít og skömm“ Mikil reiði ríkir meðal kórfélaga og velunnara Mótettukórsins vegna þess hvernig mál hafa þróast í Hallgrímskirkju sem endaði með starfslokum Harðar Áskelssonar tónlistarstjóra kirkjunnar til fjörutíu ára. 5. maí 2021 13:55 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Bæði núverandi og fyrrverandi meðlimir Mótettukórsins komu saman fyrir utan kirkjuna í kvöld og sungu kveðju af mikilli innlifun. „Ég hef það ótrúlega gott eftir þessa stund hérna. Að hitta lífsfélaga sína úr mörgum, mörgum árgöngum af Móteettukórnum var auðvitað alveg dásamlegt og dásamleg leið til þess að kveðja eftir 39 ára starf, nánast upp á dag,“ sagði Hörður Áskelsson, stjórnandi Mótettukórsins, í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég er fullur af þakklæti og hamingju yfir þessari uppákomu hér.“ Hann segir viðskilnaðinn við sóknarnefnd kirkjunnar ekki hafa verið auðveldan. „Nei, við gengum bara ekki í takt. Yfirmenn eða það fólk sem er nú við völd, ef svo má segja, þau vilja fara aðrar leiðir en ég, sem listrænn stjórnandi, og þar höfum við bara ekki náð saman. Því miður,“ segir Hörður. Hann segir kórinn nú leita að húsnæði svo hann geti haldið störfum sínum áfram. „En við erum komin í samband við ýmsa sem vilja taka á móti okkur og hjálpa okkur. Það er allt bjart yfir því,“ segir Hörður. Snorri Sigurðsson, meðlimur í kórnum, segir blendnar tilfinningar fylgja því að segja skilið við Hallgrímskirkju. „Maður á margar góðar minningar af frábærum stundum hér, kórsöng, en nú horfum við bara björtum augum fram á við og það er margt spennandi. Mótettukórinn heldur áfram,“ segir Snorri.
Þjóðkirkjan Kórar Hallgrímskirkja Menning Reykjavík Tengdar fréttir Sóknarnefnd Hallgrímskirkju styður prest og framkvæmdastjórn í máli Harðar tónlistarstjóra Sóknarnefndin segist hafa fylgst með samningagerð við Hörð Áskelsson tónlistarstjóra og lýsir nú yfir fullum stuðningi við formann, framkvæmdanefnd, framkvæmdastjóra og presta varðandi það hvernig þau hafa haldið á málum. 14. maí 2021 14:42 Tónskáld óttast „menningarslys“ í Hallgrímskirkju Yfirstjórnendur Þjóðkirkjunnar eru hvattir til þess að grípa í taumana og forða „skelfilegu menningarslysi“ í tónlistarmálum Hallgrímskirkju í ályktun sem aðalfundur Tónskáldafélags Íslands samþykkti í gær. Deilur hafa geisað á milli sóknarnefndar Hallgrímskirkju og tónlistarstjóra hennar. 13. maí 2021 10:29 „Okkur er einfaldlega hent út með skít og skömm“ Mikil reiði ríkir meðal kórfélaga og velunnara Mótettukórsins vegna þess hvernig mál hafa þróast í Hallgrímskirkju sem endaði með starfslokum Harðar Áskelssonar tónlistarstjóra kirkjunnar til fjörutíu ára. 5. maí 2021 13:55 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Sóknarnefnd Hallgrímskirkju styður prest og framkvæmdastjórn í máli Harðar tónlistarstjóra Sóknarnefndin segist hafa fylgst með samningagerð við Hörð Áskelsson tónlistarstjóra og lýsir nú yfir fullum stuðningi við formann, framkvæmdanefnd, framkvæmdastjóra og presta varðandi það hvernig þau hafa haldið á málum. 14. maí 2021 14:42
Tónskáld óttast „menningarslys“ í Hallgrímskirkju Yfirstjórnendur Þjóðkirkjunnar eru hvattir til þess að grípa í taumana og forða „skelfilegu menningarslysi“ í tónlistarmálum Hallgrímskirkju í ályktun sem aðalfundur Tónskáldafélags Íslands samþykkti í gær. Deilur hafa geisað á milli sóknarnefndar Hallgrímskirkju og tónlistarstjóra hennar. 13. maí 2021 10:29
„Okkur er einfaldlega hent út með skít og skömm“ Mikil reiði ríkir meðal kórfélaga og velunnara Mótettukórsins vegna þess hvernig mál hafa þróast í Hallgrímskirkju sem endaði með starfslokum Harðar Áskelssonar tónlistarstjóra kirkjunnar til fjörutíu ára. 5. maí 2021 13:55