Beina nú sjónum að reykjandi krabbameinssjúklingum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 31. maí 2021 20:31 Í dag er tóbaksvarnardagurinn og þar sem reykingar ungmenna hafa nær þurrkast út á síðustu áratugum beinir Krabbameinsfélagið nú sjónum sínum að eldra fólki, þar á meðal krabbameinssjúklingum, sem eiga erfitt með að hætta að reykja. Ásgeir Rúnar Helgason, dósent í sálfræði og lýðheilsuvísindum, hóf störf hjá Krabbameinsfélaginu 1984 með fræðslu fyrir grunnskólanema og þá reyktu langflestir í kringum hann, þar á meðal hann sjálfur. „Þannig að ég hætti að reykja daginn sem ég byrjaði hjá Krabbameinsfélaginu,“ segir hann og að nú séu breyttir tímar. Á töflu frá 1978 má sjá að reykingar eru mælanlegar allt niður í tíu ára aldur. Einnig að nærri helmingur sextán ára barna reyki og þar af þriðja hvert daglega. Fyrir ríflega fjörutíu árum reykti þriðji hver sextán ára unglingur daglega. Í dag reykja í mesta lagi 2-3% unglinga á sama aldri. Ásgeir segir öfluga fræðslu síðustu áratugi hafa skilað sér í góðum árangri. „Þetta hefur gengið það vel að í dag reykja kannski 2-3% krakka sem eru að klára tíunda bekk, í mesta lagi. Það hefur orðið algjör bylting.“ Áhyggjur voru af veipinu á tímabili en Ásgeir segir það ekki hafa náð fótfestu. Í staðinn hafi komið nikótínpúðar. „En ég hef enga trú á því að það festist. Það er meira verið að nota þá - og á að nota þá - til að hætta að reykja.“ Enn er þó verk að vinna. Nú leggur Krabbameinsfélagið mikla áherslu á að hjálpa krabbameinssjúklingum að hætta að reykja. „Það er mjög erfitt fyrir krabbameinssjúklinga að hætta að reykja því það fylgir því svo mikið stress að vera með krabbamein. Þannig að við höfum verið að þróa sérhæfar aðferðir til að styðja fólk í svona erfiðri aðstöðu og það er allt öðruvísi prógram en við vorum með áður, meira styðjandi og við höfum oftar samband við fólkið.“ Áfengi og tóbak Börn og uppeldi Heilbrigðismál Fíkn Nikótínpúðar Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Ásgeir Rúnar Helgason, dósent í sálfræði og lýðheilsuvísindum, hóf störf hjá Krabbameinsfélaginu 1984 með fræðslu fyrir grunnskólanema og þá reyktu langflestir í kringum hann, þar á meðal hann sjálfur. „Þannig að ég hætti að reykja daginn sem ég byrjaði hjá Krabbameinsfélaginu,“ segir hann og að nú séu breyttir tímar. Á töflu frá 1978 má sjá að reykingar eru mælanlegar allt niður í tíu ára aldur. Einnig að nærri helmingur sextán ára barna reyki og þar af þriðja hvert daglega. Fyrir ríflega fjörutíu árum reykti þriðji hver sextán ára unglingur daglega. Í dag reykja í mesta lagi 2-3% unglinga á sama aldri. Ásgeir segir öfluga fræðslu síðustu áratugi hafa skilað sér í góðum árangri. „Þetta hefur gengið það vel að í dag reykja kannski 2-3% krakka sem eru að klára tíunda bekk, í mesta lagi. Það hefur orðið algjör bylting.“ Áhyggjur voru af veipinu á tímabili en Ásgeir segir það ekki hafa náð fótfestu. Í staðinn hafi komið nikótínpúðar. „En ég hef enga trú á því að það festist. Það er meira verið að nota þá - og á að nota þá - til að hætta að reykja.“ Enn er þó verk að vinna. Nú leggur Krabbameinsfélagið mikla áherslu á að hjálpa krabbameinssjúklingum að hætta að reykja. „Það er mjög erfitt fyrir krabbameinssjúklinga að hætta að reykja því það fylgir því svo mikið stress að vera með krabbamein. Þannig að við höfum verið að þróa sérhæfar aðferðir til að styðja fólk í svona erfiðri aðstöðu og það er allt öðruvísi prógram en við vorum með áður, meira styðjandi og við höfum oftar samband við fólkið.“
Áfengi og tóbak Börn og uppeldi Heilbrigðismál Fíkn Nikótínpúðar Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira