Beina nú sjónum að reykjandi krabbameinssjúklingum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 31. maí 2021 20:31 Í dag er tóbaksvarnardagurinn og þar sem reykingar ungmenna hafa nær þurrkast út á síðustu áratugum beinir Krabbameinsfélagið nú sjónum sínum að eldra fólki, þar á meðal krabbameinssjúklingum, sem eiga erfitt með að hætta að reykja. Ásgeir Rúnar Helgason, dósent í sálfræði og lýðheilsuvísindum, hóf störf hjá Krabbameinsfélaginu 1984 með fræðslu fyrir grunnskólanema og þá reyktu langflestir í kringum hann, þar á meðal hann sjálfur. „Þannig að ég hætti að reykja daginn sem ég byrjaði hjá Krabbameinsfélaginu,“ segir hann og að nú séu breyttir tímar. Á töflu frá 1978 má sjá að reykingar eru mælanlegar allt niður í tíu ára aldur. Einnig að nærri helmingur sextán ára barna reyki og þar af þriðja hvert daglega. Fyrir ríflega fjörutíu árum reykti þriðji hver sextán ára unglingur daglega. Í dag reykja í mesta lagi 2-3% unglinga á sama aldri. Ásgeir segir öfluga fræðslu síðustu áratugi hafa skilað sér í góðum árangri. „Þetta hefur gengið það vel að í dag reykja kannski 2-3% krakka sem eru að klára tíunda bekk, í mesta lagi. Það hefur orðið algjör bylting.“ Áhyggjur voru af veipinu á tímabili en Ásgeir segir það ekki hafa náð fótfestu. Í staðinn hafi komið nikótínpúðar. „En ég hef enga trú á því að það festist. Það er meira verið að nota þá - og á að nota þá - til að hætta að reykja.“ Enn er þó verk að vinna. Nú leggur Krabbameinsfélagið mikla áherslu á að hjálpa krabbameinssjúklingum að hætta að reykja. „Það er mjög erfitt fyrir krabbameinssjúklinga að hætta að reykja því það fylgir því svo mikið stress að vera með krabbamein. Þannig að við höfum verið að þróa sérhæfar aðferðir til að styðja fólk í svona erfiðri aðstöðu og það er allt öðruvísi prógram en við vorum með áður, meira styðjandi og við höfum oftar samband við fólkið.“ Áfengi og tóbak Börn og uppeldi Heilbrigðismál Fíkn Nikótínpúðar Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Ásgeir Rúnar Helgason, dósent í sálfræði og lýðheilsuvísindum, hóf störf hjá Krabbameinsfélaginu 1984 með fræðslu fyrir grunnskólanema og þá reyktu langflestir í kringum hann, þar á meðal hann sjálfur. „Þannig að ég hætti að reykja daginn sem ég byrjaði hjá Krabbameinsfélaginu,“ segir hann og að nú séu breyttir tímar. Á töflu frá 1978 má sjá að reykingar eru mælanlegar allt niður í tíu ára aldur. Einnig að nærri helmingur sextán ára barna reyki og þar af þriðja hvert daglega. Fyrir ríflega fjörutíu árum reykti þriðji hver sextán ára unglingur daglega. Í dag reykja í mesta lagi 2-3% unglinga á sama aldri. Ásgeir segir öfluga fræðslu síðustu áratugi hafa skilað sér í góðum árangri. „Þetta hefur gengið það vel að í dag reykja kannski 2-3% krakka sem eru að klára tíunda bekk, í mesta lagi. Það hefur orðið algjör bylting.“ Áhyggjur voru af veipinu á tímabili en Ásgeir segir það ekki hafa náð fótfestu. Í staðinn hafi komið nikótínpúðar. „En ég hef enga trú á því að það festist. Það er meira verið að nota þá - og á að nota þá - til að hætta að reykja.“ Enn er þó verk að vinna. Nú leggur Krabbameinsfélagið mikla áherslu á að hjálpa krabbameinssjúklingum að hætta að reykja. „Það er mjög erfitt fyrir krabbameinssjúklinga að hætta að reykja því það fylgir því svo mikið stress að vera með krabbamein. Þannig að við höfum verið að þróa sérhæfar aðferðir til að styðja fólk í svona erfiðri aðstöðu og það er allt öðruvísi prógram en við vorum með áður, meira styðjandi og við höfum oftar samband við fólkið.“
Áfengi og tóbak Börn og uppeldi Heilbrigðismál Fíkn Nikótínpúðar Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira