Gæti verið sparkað úr risamóti fyrir að tala ekki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2021 10:31 Naomi Osaka segir blaðamannafundi eftir leiki auka mikið andlegt álag á íþróttafólk. Getty/Tim Clayton Stórstjarna úr tennisheiminum hefur verið bæðið sektuð og hótað fari hún ekki að sinna sínum skyldum við blaðamenn. Naomi Osaka er ein allra besta tenniskona heims en hún er þessa dagana í herferð gegn blaðamannafundum sem hún telur að séu íþróttafólki mjög erfiðir andlega. Það hefur hins vegar afleiðingar með sér að neita að mæta á blaðamannafundi á risamótum í tennis. Naomi Osaka has been fined $15K after skipping a mandatory news conference and could face stiffer punishment, including default from the tournament, if she continues to avoid speaking to the media. https://t.co/miD2n4AeN9— SportsCenter (@SportsCenter) May 30, 2021 Hin japanska Osaka vann sigur á Patriciu Mariu Tig í fyrsta leik sínum á Opna franska meistaramótinu en skrópaði síðan á blaðamannafundinn eins og hún hafði boðað áður á samfélagsmiðlum sínum. Osaka er tekjuhæsta íþróttakona heims og ætti því að hafa efni á því að borga sektirnar. Hún fékk fimmtán þúsund dollara sekt fyrir þetta fyrsta skróp sitt eða 1,8 milljónir íslenskra króna. Osaka sendi frá sér sína yfirlýsingu en nú hafa mótshaldarar svarað með sinni yfirlýsingu. Þar er henni hótað brottrekstri úr mótinu haldi hún áfram að neita að mæta á blaðamannafundi eftir leiki sína. anger is a lack of understanding. change makes people uncomfortable.— NaomiOsaka (@naomiosaka) May 30, 2021 Osaka svaraði með því að tvíta: Reiði er skortur á skilningi. Breytingar eru óþægilegar fyrir fólk. Það er því ekki að heyra annað en að hún ætli að halda sinni herferð áfram. Naomi hefur fengið hrós fyrir að berjast fyrir annað andlegri heilsu íþróttafólks þar sem hún hefur bæði peninga og áhrif til að ná einhverju fram. Hún hefur líka verið gagnrýnd fyrir það að taka þessa ákvörðun án þess að tala áður við mótshaldara en þá sem ráða í tennisheiminum til að finna lausn. Næsti leikur Naomi Osaka er á móti annarri rúmenskri tenniskonu en sú heitir Ana Bogdan. Naomi Osaka will skip news conferences at the French Open, saying press often show no care for athletes' mental health: "I'm just not going to subject myself to people who doubt me."She faces up to $20,000 in fines and says she hopes the money goes to a mental health charity. pic.twitter.com/PrjY2d8Tcf— AJ+ (@ajplus) May 27, 2021 Tennis Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Búin að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Fleiri fréttir Búin að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Sjá meira
Naomi Osaka er ein allra besta tenniskona heims en hún er þessa dagana í herferð gegn blaðamannafundum sem hún telur að séu íþróttafólki mjög erfiðir andlega. Það hefur hins vegar afleiðingar með sér að neita að mæta á blaðamannafundi á risamótum í tennis. Naomi Osaka has been fined $15K after skipping a mandatory news conference and could face stiffer punishment, including default from the tournament, if she continues to avoid speaking to the media. https://t.co/miD2n4AeN9— SportsCenter (@SportsCenter) May 30, 2021 Hin japanska Osaka vann sigur á Patriciu Mariu Tig í fyrsta leik sínum á Opna franska meistaramótinu en skrópaði síðan á blaðamannafundinn eins og hún hafði boðað áður á samfélagsmiðlum sínum. Osaka er tekjuhæsta íþróttakona heims og ætti því að hafa efni á því að borga sektirnar. Hún fékk fimmtán þúsund dollara sekt fyrir þetta fyrsta skróp sitt eða 1,8 milljónir íslenskra króna. Osaka sendi frá sér sína yfirlýsingu en nú hafa mótshaldarar svarað með sinni yfirlýsingu. Þar er henni hótað brottrekstri úr mótinu haldi hún áfram að neita að mæta á blaðamannafundi eftir leiki sína. anger is a lack of understanding. change makes people uncomfortable.— NaomiOsaka (@naomiosaka) May 30, 2021 Osaka svaraði með því að tvíta: Reiði er skortur á skilningi. Breytingar eru óþægilegar fyrir fólk. Það er því ekki að heyra annað en að hún ætli að halda sinni herferð áfram. Naomi hefur fengið hrós fyrir að berjast fyrir annað andlegri heilsu íþróttafólks þar sem hún hefur bæði peninga og áhrif til að ná einhverju fram. Hún hefur líka verið gagnrýnd fyrir það að taka þessa ákvörðun án þess að tala áður við mótshaldara en þá sem ráða í tennisheiminum til að finna lausn. Næsti leikur Naomi Osaka er á móti annarri rúmenskri tenniskonu en sú heitir Ana Bogdan. Naomi Osaka will skip news conferences at the French Open, saying press often show no care for athletes' mental health: "I'm just not going to subject myself to people who doubt me."She faces up to $20,000 in fines and says she hopes the money goes to a mental health charity. pic.twitter.com/PrjY2d8Tcf— AJ+ (@ajplus) May 27, 2021
Tennis Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Búin að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Fleiri fréttir Búin að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Sjá meira