Að smyrja þynnra – við erum enn of fá Fjölnir Sæmundsson skrifar 31. maí 2021 08:01 Ekki verður umflúið lengur að segja almenningi sannleikann um ástand löggæslu á Íslandi. Þann 1. maí 2021 varð lögreglan á Íslandi fyrir enn einu högginu og á nú erfiðara en áður með að tryggja öryggi landsmanna. Í grein sem bar yfirskriftina „Við erum of fá“ og birtist í Kjarnanum árið 2017 vakti undirritaður athygli á því að lögreglumenn á Íslandi væru svo fáir að í óefni stefndi. Árið 2018 flutti ég ræðu á Alþingi þar sem ég benti á að öryggi bæði borgaranna og lögreglumanna væri stefnt í hættu vegna manneklu lögreglunnar. Ég benti þar á að lögregla væri ekki í stakk búin að veita almenningi þá þjónustu sem hann ætti rétt á. Þúsundir mála biðu úrlausnar hjá lögreglu. Því miður hefur hvorki dómsmála- né fjármálaráðuneyti sýnt alvöru ábyrgð í þessum málum. Það sem helst hefur verið gert er að setja af stað ýmis átaksverkefni sem hafa verið til þess fallin að setja plástur á sárið. Slík verkefni hafa verið sett í gang þegar við hefur blasað að í óefni er komið. Þar má nefna átak í rannsóknum á kynferðisbrotum, átak í heimilisofbeldismálum og átak í fjármunabrotum, þegar Ísland var komið á gráan lista alþjóðlegra samtaka. Núna síðast hefur verið ráðist í átak til að takast á við skipulagða brotastarfsemi, sem því miður virðist orðin tóm. Ég fullyrði að ekki væri þörf á að fara reglulega í átaksverkefni ef lögreglan á Íslandi væri eðlilega mönnuð. Ríkið hefur samið við starfsmenn sína – þar á meðal lögreglumenn – um styttri vinnutíma. Það var löngu fyrirséð að svokallað mönnunargat myndi myndast þegar stytta ætti vinnutíma stéttar sem er með viðveru allan sólarhringinn. Við hefur blasað að ráða þarf fleiri lögreglumenn til starfa. Í það verkefni hefur ekki verið ráðist og ekki er fyrirsjáanlegt að það muni gerast í bráð. Fjármálaráðuneytið hefur ekki látið lögregluembættin hafa það fjármagn sem þarf til að fylla gatið. Staðan er því sú að lögreglan er undirmönnuð og raunar enn ver stödd en áður. Hugmynd ráðuneytanna virðist vera sú að lögregla smyrji enn þynnra úr þeirri litlu smjörklípu sem hún hefur fengið í úthlutun. Ráðamenn virðast hafa ákveðið að öryggisstig borgara á Íslandi myndi lækka á þessum tiltekna degi í byrjun maí, þegar stytting vinnuvikunnar tók gildi. Staðan í lögreglunni á Íslandi er nú sú að þar sem áður voru tveir á vakt er nú einn, þar sem var fimm manna vakt eru nú fjórir. Í 80.000 manna sveitafélagi eru mögulega þrír á næturvakt. Allir hljóta að sjá að öryggi fólks er ekki tryggt. Margoft hefur verið bent á að öryggi lögreglumanna er óásættanlegt í þessu ástandi. Eitt af viðmiðum um öryggi lögreglumanna er að þeir séu aldrei einir á vakt. Því viðmiði er því miður ekki fylgt í dag. Það skapar hættur fyrir almenning jafnt sem lögreglumenn. Stytting vinnuvikunnar átti að vera lýðsheilsumál sem bæta myndi líðan starfsmanna. Hjá lögreglumönnum er þessi breyting að snúast upp í andhverfu sína þar sem fyrirsjáanlegt er að lögreglumönnum á vakt fækkar með auknu álagi og yfirvinnu á þá fáu sem fyrir eru. Lögregluembættin sitja nú öll uppi með reiknidæmi sem ekki er hægt að láta ganga upp, kannski vegna þess að ríkisvaldið virðist ekki hafa vitað um hvað var samið. Fjármálaráðuneytið verður að standa við samkomulag um að fjármagna það mönnunargat sem myndaðist þann 1.maí svo hægt sé að halda upp eðlilegu öryggisstigi í landinu. Stjórn Landssambands lögreglumanna fundaði nú á dögunum þar sem lögreglumenn úr öllum landshlutum lýstu yfir áhyggjum sínum af stöðunni og þeim skorti á fjármagni sem við blasir. Ráðuneyti fjármála og dómsmála verða að standa við gerða samninga svo lögreglumenn og aðrir íbúar þessa lands geti lifað við þau viðmið um öryggi sem eðlileg þykja í okkar samfélagi. Höfundur er formaður Landssambands lögreglumanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Fjölnir Sæmundsson Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Ekki verður umflúið lengur að segja almenningi sannleikann um ástand löggæslu á Íslandi. Þann 1. maí 2021 varð lögreglan á Íslandi fyrir enn einu högginu og á nú erfiðara en áður með að tryggja öryggi landsmanna. Í grein sem bar yfirskriftina „Við erum of fá“ og birtist í Kjarnanum árið 2017 vakti undirritaður athygli á því að lögreglumenn á Íslandi væru svo fáir að í óefni stefndi. Árið 2018 flutti ég ræðu á Alþingi þar sem ég benti á að öryggi bæði borgaranna og lögreglumanna væri stefnt í hættu vegna manneklu lögreglunnar. Ég benti þar á að lögregla væri ekki í stakk búin að veita almenningi þá þjónustu sem hann ætti rétt á. Þúsundir mála biðu úrlausnar hjá lögreglu. Því miður hefur hvorki dómsmála- né fjármálaráðuneyti sýnt alvöru ábyrgð í þessum málum. Það sem helst hefur verið gert er að setja af stað ýmis átaksverkefni sem hafa verið til þess fallin að setja plástur á sárið. Slík verkefni hafa verið sett í gang þegar við hefur blasað að í óefni er komið. Þar má nefna átak í rannsóknum á kynferðisbrotum, átak í heimilisofbeldismálum og átak í fjármunabrotum, þegar Ísland var komið á gráan lista alþjóðlegra samtaka. Núna síðast hefur verið ráðist í átak til að takast á við skipulagða brotastarfsemi, sem því miður virðist orðin tóm. Ég fullyrði að ekki væri þörf á að fara reglulega í átaksverkefni ef lögreglan á Íslandi væri eðlilega mönnuð. Ríkið hefur samið við starfsmenn sína – þar á meðal lögreglumenn – um styttri vinnutíma. Það var löngu fyrirséð að svokallað mönnunargat myndi myndast þegar stytta ætti vinnutíma stéttar sem er með viðveru allan sólarhringinn. Við hefur blasað að ráða þarf fleiri lögreglumenn til starfa. Í það verkefni hefur ekki verið ráðist og ekki er fyrirsjáanlegt að það muni gerast í bráð. Fjármálaráðuneytið hefur ekki látið lögregluembættin hafa það fjármagn sem þarf til að fylla gatið. Staðan er því sú að lögreglan er undirmönnuð og raunar enn ver stödd en áður. Hugmynd ráðuneytanna virðist vera sú að lögregla smyrji enn þynnra úr þeirri litlu smjörklípu sem hún hefur fengið í úthlutun. Ráðamenn virðast hafa ákveðið að öryggisstig borgara á Íslandi myndi lækka á þessum tiltekna degi í byrjun maí, þegar stytting vinnuvikunnar tók gildi. Staðan í lögreglunni á Íslandi er nú sú að þar sem áður voru tveir á vakt er nú einn, þar sem var fimm manna vakt eru nú fjórir. Í 80.000 manna sveitafélagi eru mögulega þrír á næturvakt. Allir hljóta að sjá að öryggi fólks er ekki tryggt. Margoft hefur verið bent á að öryggi lögreglumanna er óásættanlegt í þessu ástandi. Eitt af viðmiðum um öryggi lögreglumanna er að þeir séu aldrei einir á vakt. Því viðmiði er því miður ekki fylgt í dag. Það skapar hættur fyrir almenning jafnt sem lögreglumenn. Stytting vinnuvikunnar átti að vera lýðsheilsumál sem bæta myndi líðan starfsmanna. Hjá lögreglumönnum er þessi breyting að snúast upp í andhverfu sína þar sem fyrirsjáanlegt er að lögreglumönnum á vakt fækkar með auknu álagi og yfirvinnu á þá fáu sem fyrir eru. Lögregluembættin sitja nú öll uppi með reiknidæmi sem ekki er hægt að láta ganga upp, kannski vegna þess að ríkisvaldið virðist ekki hafa vitað um hvað var samið. Fjármálaráðuneytið verður að standa við samkomulag um að fjármagna það mönnunargat sem myndaðist þann 1.maí svo hægt sé að halda upp eðlilegu öryggisstigi í landinu. Stjórn Landssambands lögreglumanna fundaði nú á dögunum þar sem lögreglumenn úr öllum landshlutum lýstu yfir áhyggjum sínum af stöðunni og þeim skorti á fjármagni sem við blasir. Ráðuneyti fjármála og dómsmála verða að standa við gerða samninga svo lögreglumenn og aðrir íbúar þessa lands geti lifað við þau viðmið um öryggi sem eðlileg þykja í okkar samfélagi. Höfundur er formaður Landssambands lögreglumanna.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun