Leggja til að fallið verði frá skyldu um lágmarksfjölda íbúa sveitarfélaga Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. maí 2021 18:30 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í Víglínunni í dag. EINAR ÁRNASON Fallið verður frá skyldu um lágmarksfjölda íbúa sveitarfélaga ef breytingartillaga meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar nær fram að ganga. Ráðherra sveitarstjórnarmála segir að með þessu sé verið að hlusta á sjónarmið minni sveitarfélaga. Meirihluti umhvefis- og samgöngunefndar Alþingis mun eftir helgi leggja fram breytingartillögu við frumvarp samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa sveitarfélaga. Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson í Víglínunni í dag. „Ég sagði nú bara við framsöguna af því að það voru komnar fram dálítið deildar meiningar, ekki síst frá minni sveitarfélögum, að ég væri til í málamiðlanir,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Til stóð að árið 2026 yrðu öll sveitarfélög að lágmarki með eitt þúsund íbúa en minni sveitarfélög hafa lagst gegn þessu. Samkvæmt breytingartillögunni verður fallið frá þessari skyldu. „Samkvæmt þessum hugmyndum sem nefndin er að vinna með að þá þarf viðkomandi sveitarfélag eiginlega að taka svona eins og tvær umræður í sveitarstjórn, afhverju sveitarstjórnin telur að þau þurfi ekki að sameinast öðrum? Hvernig þau telji sig geta uppfyllt allar þær skyldur sem lög segja?“ sagði Sigurður Ingi. Mikilvægt að hlusta á raddir fólksins Á milli umræðna mun ráðuneytið veita umsögn um þann rökstuðning. „Þó við séum að tala um raddir sem séu í minni samfélögum þá er líka mikilvægt að hlusta á þær. Þetta varðar auðvitað hagsmuni litlu sveitarfélaganna og mér fannst að það væri eðlilegt að vera með sömu sýn þar. Maður hlustar og síðan reynir maður að finna leiðir sem eru þó færar og við náum markmiðunum. Það tekur kannski lengri tíma,“ sagði Sigurður Ingi. Viðtal Sunnu Sæmundsdóttur við Sigurð Inga Jóhannsson má sjá í heild sinni Sveitarstjórnarmál Víglínan Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Skiptar skoðanir á sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýsla Skiptar skoðanir eru á sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu. Oddviti Húnavatnshrepps segist bjartsýnn á að af sameiningu verði. 29. maí 2021 13:44 Ekki mikil stemning fyrir sameiningu fimm sveitarfélaga Ekki er mikil stemming á meðal íbúa fimm sveitarfélaga í Rangárvallasýslu og Vestur Skaftafellssýslu um sameiningu sveitarfélaganna. Ef af sameiningunni verður þá verður til landstærsta sveitarfélag Íslands með 5.400 íbúum. 15. maí 2021 12:36 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Sjá meira
Meirihluti umhvefis- og samgöngunefndar Alþingis mun eftir helgi leggja fram breytingartillögu við frumvarp samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa sveitarfélaga. Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson í Víglínunni í dag. „Ég sagði nú bara við framsöguna af því að það voru komnar fram dálítið deildar meiningar, ekki síst frá minni sveitarfélögum, að ég væri til í málamiðlanir,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Til stóð að árið 2026 yrðu öll sveitarfélög að lágmarki með eitt þúsund íbúa en minni sveitarfélög hafa lagst gegn þessu. Samkvæmt breytingartillögunni verður fallið frá þessari skyldu. „Samkvæmt þessum hugmyndum sem nefndin er að vinna með að þá þarf viðkomandi sveitarfélag eiginlega að taka svona eins og tvær umræður í sveitarstjórn, afhverju sveitarstjórnin telur að þau þurfi ekki að sameinast öðrum? Hvernig þau telji sig geta uppfyllt allar þær skyldur sem lög segja?“ sagði Sigurður Ingi. Mikilvægt að hlusta á raddir fólksins Á milli umræðna mun ráðuneytið veita umsögn um þann rökstuðning. „Þó við séum að tala um raddir sem séu í minni samfélögum þá er líka mikilvægt að hlusta á þær. Þetta varðar auðvitað hagsmuni litlu sveitarfélaganna og mér fannst að það væri eðlilegt að vera með sömu sýn þar. Maður hlustar og síðan reynir maður að finna leiðir sem eru þó færar og við náum markmiðunum. Það tekur kannski lengri tíma,“ sagði Sigurður Ingi. Viðtal Sunnu Sæmundsdóttur við Sigurð Inga Jóhannsson má sjá í heild sinni
Sveitarstjórnarmál Víglínan Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Skiptar skoðanir á sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýsla Skiptar skoðanir eru á sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu. Oddviti Húnavatnshrepps segist bjartsýnn á að af sameiningu verði. 29. maí 2021 13:44 Ekki mikil stemning fyrir sameiningu fimm sveitarfélaga Ekki er mikil stemming á meðal íbúa fimm sveitarfélaga í Rangárvallasýslu og Vestur Skaftafellssýslu um sameiningu sveitarfélaganna. Ef af sameiningunni verður þá verður til landstærsta sveitarfélag Íslands með 5.400 íbúum. 15. maí 2021 12:36 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Sjá meira
Skiptar skoðanir á sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýsla Skiptar skoðanir eru á sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu. Oddviti Húnavatnshrepps segist bjartsýnn á að af sameiningu verði. 29. maí 2021 13:44
Ekki mikil stemning fyrir sameiningu fimm sveitarfélaga Ekki er mikil stemming á meðal íbúa fimm sveitarfélaga í Rangárvallasýslu og Vestur Skaftafellssýslu um sameiningu sveitarfélaganna. Ef af sameiningunni verður þá verður til landstærsta sveitarfélag Íslands með 5.400 íbúum. 15. maí 2021 12:36