
Meðal verðlauna voru hljóðverstímar, spilamennska á ýmsum tónlistarhátíðum hérlendis og úttektir í hljóðfæra- og tónlistarverslunum.
Eins og áður segir hafnaði hljómsveitin Ólafur Kram í fyrsta sæti, auk þess sem sveitin fékk viðurkenningu fyrir textagerð á íslensku, Eilíf sjálfsfróun í öðru og Grafnár í því þriðja. Piparkorn var valin hljómsveit fólksins þetta árið.
Söngvari Músíktilrauna er Halldór Ívar Stefánsson, söngvari Eilífar sjálfsfróunar, og gítarleikari Músíktilrauna Ívar Andri Bjarnason, gítarleikari í Sleem.

Guðmundur Hermann Lárusson í Krownest var valinn bassaleikari Músíktilraun og Magnús Þór Sveinsson í Piparkorni var valinn hljómborðsleikari keppninnar. Alexandra Rós Norðkvist, í hljómsveitunum Salamöndru, The Parasols og Æsu, var valin trommuleikari Músíktilrauna og rafheili Músíktilrauna er Júlíus Óli Jakobsen í Dopamine Machine.
