Segja falsfréttir Trumps hafa leitt til þátttöku í árásinni á þinghúsið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. maí 2021 10:40 Lögmenn þriggja, sem tóku þátt í árásinni á bandaríska þinghúsið, segja falsfréttir hafa leikið þátt í þátttöku þeirra. AP Photo/Manuel Balce Ceneta Lögmenn þriggja manna, sem ákærðir eru fyrir þátttöku sína í árásinni á Bandaríska þinghúsið í janúar, segja að falsfréttum sé um að kenna að mennirnir hafi tekið þátt í árásinni. Þeir vonast til þess að kviðdómendur sjái aumur yfir mönnunum vegna trúgirni þeirra. Tugir hafa verið ákærðir fyrir þátttöku sína í árásinni á bandaríska þinghúsið í janúar sem leiddi til dauða fimm. Lögmenn þriggja þeirra segja að falsfréttum og samsæriskenningar um niðurstöður forsetakosninganna hafi leitt til þess að umbjóðendur þeirra hafi tekið þátt í árásinni. Þeir segja að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafi ýtt undir dreifingu þessara falsfrétta og að þeir sem hafi dreift þeim beri alveg jafn mikla ábyrgð á árásinni. „Ég hljóma kannski eins og bjáni núna þegar ég segi þetta, en ég hafði trú á honum,“ sagði Anthony Antonio, einn ákærða, um Trump í samtali við fréttastofu AP. Hann segir að hann hafi ekki haft áhuga á stjórnmálum áður en faraldurinn skall á. Honum hafi leiðst, einn heima í stofu, og þá farið að horfa á fréttir á íhaldssömum sjónvarpsstöðum og skoðað samsæriskenningar hægrimanna. „Þeir stóðu sig mjög vel í því að sannfæra fólk.“ Í kjölfar þess að sigri Joe Bidens, Bandaríkjaforseta, var lýst yfir í kosningunum fór viðamikil herferð af stað hjá kosningavél Trumps, þar sem því var haldið fram að kosningunum hafi verið „stolið“. Sú kenning hafði verið afsönnuð af fjölda kosningaspekinga, beggja flokka og óháðra aðila. Dómstólar margra ríkja og dómsmálaráðherra Trumps staðfestu meira að segja réttmætt kjör Bidens. Þrátt fyrir það er enn stór hópur fólks í Bandaríkjunum sem trúir því að Demókratar hafi efnt til víðtæks kosningasvindls og að Trump sé réttkjörinn forseti ríkisins. Það leiddi til þess að mörg þúsund mans héldu að bandaríska þinghúsinu þann 6. janúar síðastliðinn í von um að stöðva kosningu kjörmanna og þar með kjör Bidens. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Repúblikanar felldu frumvarp um rannsókn á árásinni á þinghúsið Nær allir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi um óháða rannsókn á árás stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í janúar. Líklega er útséð um að slík rannsókn fari fram. 28. maí 2021 18:20 Tugir repúblikana studdu rannsókn á árásinni Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarp um stofnun þverpólitískrar rannsóknarnefndar á árásinni á þinghúsið í janúar í gær. Á fjórða tug repúblikana óhlýðnaðist leiðtogum flokksins og greiddi atkvæði með frumvarpinu. 20. maí 2021 10:59 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Tugir hafa verið ákærðir fyrir þátttöku sína í árásinni á bandaríska þinghúsið í janúar sem leiddi til dauða fimm. Lögmenn þriggja þeirra segja að falsfréttum og samsæriskenningar um niðurstöður forsetakosninganna hafi leitt til þess að umbjóðendur þeirra hafi tekið þátt í árásinni. Þeir segja að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafi ýtt undir dreifingu þessara falsfrétta og að þeir sem hafi dreift þeim beri alveg jafn mikla ábyrgð á árásinni. „Ég hljóma kannski eins og bjáni núna þegar ég segi þetta, en ég hafði trú á honum,“ sagði Anthony Antonio, einn ákærða, um Trump í samtali við fréttastofu AP. Hann segir að hann hafi ekki haft áhuga á stjórnmálum áður en faraldurinn skall á. Honum hafi leiðst, einn heima í stofu, og þá farið að horfa á fréttir á íhaldssömum sjónvarpsstöðum og skoðað samsæriskenningar hægrimanna. „Þeir stóðu sig mjög vel í því að sannfæra fólk.“ Í kjölfar þess að sigri Joe Bidens, Bandaríkjaforseta, var lýst yfir í kosningunum fór viðamikil herferð af stað hjá kosningavél Trumps, þar sem því var haldið fram að kosningunum hafi verið „stolið“. Sú kenning hafði verið afsönnuð af fjölda kosningaspekinga, beggja flokka og óháðra aðila. Dómstólar margra ríkja og dómsmálaráðherra Trumps staðfestu meira að segja réttmætt kjör Bidens. Þrátt fyrir það er enn stór hópur fólks í Bandaríkjunum sem trúir því að Demókratar hafi efnt til víðtæks kosningasvindls og að Trump sé réttkjörinn forseti ríkisins. Það leiddi til þess að mörg þúsund mans héldu að bandaríska þinghúsinu þann 6. janúar síðastliðinn í von um að stöðva kosningu kjörmanna og þar með kjör Bidens.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Repúblikanar felldu frumvarp um rannsókn á árásinni á þinghúsið Nær allir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi um óháða rannsókn á árás stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í janúar. Líklega er útséð um að slík rannsókn fari fram. 28. maí 2021 18:20 Tugir repúblikana studdu rannsókn á árásinni Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarp um stofnun þverpólitískrar rannsóknarnefndar á árásinni á þinghúsið í janúar í gær. Á fjórða tug repúblikana óhlýðnaðist leiðtogum flokksins og greiddi atkvæði með frumvarpinu. 20. maí 2021 10:59 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Repúblikanar felldu frumvarp um rannsókn á árásinni á þinghúsið Nær allir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi um óháða rannsókn á árás stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í janúar. Líklega er útséð um að slík rannsókn fari fram. 28. maí 2021 18:20
Tugir repúblikana studdu rannsókn á árásinni Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarp um stofnun þverpólitískrar rannsóknarnefndar á árásinni á þinghúsið í janúar í gær. Á fjórða tug repúblikana óhlýðnaðist leiðtogum flokksins og greiddi atkvæði með frumvarpinu. 20. maí 2021 10:59