Ekki hægt að setja verðmiða á umfjöllun 60 mínútna Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. maí 2021 20:31 Sigríður Dögg Guðmundsdóttir segir að þjóðir heims keppist nú um athygli ferðamanna. Unnið sé að því að gera Ísland að fyrsta áfangastað fólks. Vísir/Einar Árnason Umfjöllun erlendra fjölmiðla um eldgosið í Geldingadölum hefur reynst Íslendingum ómetanleg, að mati Íslandsstofu. Bjart sé yfir ferðaþjónustunni á næstu misserum en mikilvægt að halda rétt á spilunum. Eldgosið í Geldingadölum hefur vakið heimsathygli. Erlendir fjölmiðlar flykkjast til landsins, ekki síst nú þegar bólusetningum vindur fram. Þannig hefur til dæmis fréttaskýringaþátturinn 60 minutes, eða 60 mínútur, gert sér ferð til landsins. „Þessi umfjöllun hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir Ísland. Og við erum alltaf í keppni við aðra áfangastaði. Við erum ekki að fara að keppa við þau til dæmis til í fjármagni þegar kemur að auglýsingum og birtingum. Almannatengsl er það sem skiptir miklu máli fyrir okkur og að fá svona umfjallanir eins og í 60 minutes, elsta og virtasta fréttaskýringaþætti heims er bara ómetanlegt,” segir Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu. Eldgosið í Geldingadölum er magnað sjónarspil og hefur því réttilega vakið heimsathygli.Vísir/Vilhelm Hún segir ekki hægt að setja verðmiða á umfjallanir af þessum toga. „Það eru leiðir til þess að reikna út fjölmiðlavirði en það eru kannski ekki hárnákvæm vísindi og erfitt að setja einhverja nákvæma tolu á hverju þetta er að skila en það er alveg víst að þetta skilar mjög miklu fyrir ímynd Íslands á erlendum vettvangi.” Fréttamaðurinn Bill Whitaker kom til landsins fyrr í þessum mánuði og fékk til liðs við sig helstu vísindamenn landsins. Ríflega sjö milljónir manna horfa á hvern þátt, en þátturinn fer í loftið á sunnudag. Sigríður segir að Íslandsstofa haldi utan um allar þær þúsundir frétta sem hafi verið skrifaðar um Ísland á undanförnum vikum. Hún segir bjart yfir ferðaþjónustunni, Bandaríkjamarkaður sé farinn að springa út, en það er stærsti ferðamannahópurinn hér á landi. „Sá þáttur sem hefur valdið því að fólk vill ekki ferðast er mest óttinn við Covid. En við búum að því að Ísland hefur skapað sér mjög jákvæða ímynd út frá því hversu vel hefur gengið að takast á við heimsfaraldurinn, sem eru ótvíræðir sameiginlegir hagsmunir okkar allra.” Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira
Eldgosið í Geldingadölum hefur vakið heimsathygli. Erlendir fjölmiðlar flykkjast til landsins, ekki síst nú þegar bólusetningum vindur fram. Þannig hefur til dæmis fréttaskýringaþátturinn 60 minutes, eða 60 mínútur, gert sér ferð til landsins. „Þessi umfjöllun hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir Ísland. Og við erum alltaf í keppni við aðra áfangastaði. Við erum ekki að fara að keppa við þau til dæmis til í fjármagni þegar kemur að auglýsingum og birtingum. Almannatengsl er það sem skiptir miklu máli fyrir okkur og að fá svona umfjallanir eins og í 60 minutes, elsta og virtasta fréttaskýringaþætti heims er bara ómetanlegt,” segir Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu. Eldgosið í Geldingadölum er magnað sjónarspil og hefur því réttilega vakið heimsathygli.Vísir/Vilhelm Hún segir ekki hægt að setja verðmiða á umfjallanir af þessum toga. „Það eru leiðir til þess að reikna út fjölmiðlavirði en það eru kannski ekki hárnákvæm vísindi og erfitt að setja einhverja nákvæma tolu á hverju þetta er að skila en það er alveg víst að þetta skilar mjög miklu fyrir ímynd Íslands á erlendum vettvangi.” Fréttamaðurinn Bill Whitaker kom til landsins fyrr í þessum mánuði og fékk til liðs við sig helstu vísindamenn landsins. Ríflega sjö milljónir manna horfa á hvern þátt, en þátturinn fer í loftið á sunnudag. Sigríður segir að Íslandsstofa haldi utan um allar þær þúsundir frétta sem hafi verið skrifaðar um Ísland á undanförnum vikum. Hún segir bjart yfir ferðaþjónustunni, Bandaríkjamarkaður sé farinn að springa út, en það er stærsti ferðamannahópurinn hér á landi. „Sá þáttur sem hefur valdið því að fólk vill ekki ferðast er mest óttinn við Covid. En við búum að því að Ísland hefur skapað sér mjög jákvæða ímynd út frá því hversu vel hefur gengið að takast á við heimsfaraldurinn, sem eru ótvíræðir sameiginlegir hagsmunir okkar allra.”
Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira