Ærslabelgur, vöfflur og flóamarkaður í Laugarási í sumar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. maí 2021 16:01 Til stendur að vera með flóamarkað alla Laugardaga í Varmagerði í sumar. Vísir/Aðsend Sumarvertíðin byrjaði með gestasprengju hjá Dýragarðinum í Slakka í Biskupstungum þegar garðurinn opnaði dyr sínar að nýju á dögunum. Meira en þúsund manns sóttu garðinn heim og svo mikil var aðsóknin að búa þurfti til fleiri bílastæði til þess að sinna gestaflóðinu. Undanfarin ár hefur dýragarðurinn opnað dyr sínar um páskana en vegna ástandsins í samfélaginu var því frestað þetta árið. Garðurinn opnaði dyr sínar þann 15. maí síðastliðinn og segir Gunnur Ösp Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Slakka, að meira en þúsund manns hafi komið í Slakka þá helgi. „Það eru allir svo spenntir fyrir að fá að gera eitthvað skemmtilegt og það varð sprengja. Þetta verður svona í allt sumar, sem er yndislegt. Ég held að það hafi komið svona þúsund manns fyrstu helgina. Í kjölfarið þurftum við að bæta við bílastæðum svo að allir sem vildu koma kæmust að,“ segir Gunnur í samtali við fréttastofu. Ýmis dýr eru í Slakka, meðal annars þessir fallegu hvolpar.Aðsend Laugardagar í Laugarási Hún segir að margt skemmtilegt sé í bígerð hjá dýragarðinum og stefnir hún að því, ásamt Sonju Magnúsdóttur, íbúa í Varmagerði í Laugarási, að vera með flóamarkað í Laugarási alla laugardaga í sumar. „Þá gefst öllum íbúum hverfisins tækifæri til þess að selja vörur sínar. Hér býr til dæmis mjög flottur listamaður sem er með gallerí og þrír bæir eru með grænmetisrækt og sölu. Svo erum við sjálf með veitingastað. Ég held að þetta verði alveg hrikalega skemmtilegt,“ segir Gunnur. Hugmyndin er að hafa flóamarkaðinn í Varmagerði, sem er gamalt garðyrkjubýli og heimili Sonju í sumar. „Við ætlum til dæmis að bjóða upp á jóga í Varmagerði, hafa lifandi tónlist á flóamarkaðnum, bjóða upp á vörur af svæðinu og mat. Svo er svo margt í boði hérna, það er listagallerí og grænmetisbændur og plöntusala og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Sonja. Helgi, stofnandi Slakka, réðst nýlega í endurbætur á dýrahúsunum í Slakka.Aðsend „Þá getur fólk komið úr sumarbústaðnum, lagt bílnum og bara gengið hérna um Laugarás. Það getur keypt sér grænmeti og plöntur, kíkt á flóamarkað og farið með krakkana í Slakka. Það er geggjaður laugardagur þegar þú ert í bústað.“ Býst við öðru góðu íslensku ferðasumri Nýlega var ráðist í miklar endurbætur á húsnæði Slakka en faðir Gunnar, Helgi Sveinbjörnsson, sem stofnaði Slakka árið 1993, smíðaði ný hús fyrir öll dýrin í garðinum. „Hann smíðar þetta allt saman sjálfur og fær allan efnivið úr skógræktinni í Þjórsárdal,“ segir Gunnur. Slakki er vinsæll fyrir fjölskyldufólk.Aðsend Slakki býður upp á fjölbreytta afþreyingu. Bæði er hægt að skoða og klappa öllum dýrunum sem búa þar en svo er fótbolta- og körfuboltavöllur á svæðinu, þrautabraut og ýmislegt fleira. „Við fáum líka ærslabelg til okkar í næstu viku. Það er mikil aukning á því að fjölskyldufólk komi með krakkana til okkar og verji meirihluta dags hjá okkur af því að afþreyingin er orðin svo fjölbreytt. Fólk er bara að njóta fjölskyldudags hjá okkur.“ Hún segist bjartsýn fyrir sumrinu. „Ó já, ég held að þetta verði frábært sumar. Síðasta sumar, þegar enginn fór til útlanda og allir voru að ferðast innanlands, fjölgaði gestum hjá okkur alveg rosalega. Ég held að við megum búast við því sama í ár,“ segir Gunnur. „Við erum ekki að stíla inn á ferðamenn og höfum aldrei gert. Íslendingar eru okkar markhópur og við sáum sannarlega síðasta sumar hvað fólk var spennt fyrir því að upplifa allt sem hægt er innanlands.“ Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Undanfarin ár hefur dýragarðurinn opnað dyr sínar um páskana en vegna ástandsins í samfélaginu var því frestað þetta árið. Garðurinn opnaði dyr sínar þann 15. maí síðastliðinn og segir Gunnur Ösp Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Slakka, að meira en þúsund manns hafi komið í Slakka þá helgi. „Það eru allir svo spenntir fyrir að fá að gera eitthvað skemmtilegt og það varð sprengja. Þetta verður svona í allt sumar, sem er yndislegt. Ég held að það hafi komið svona þúsund manns fyrstu helgina. Í kjölfarið þurftum við að bæta við bílastæðum svo að allir sem vildu koma kæmust að,“ segir Gunnur í samtali við fréttastofu. Ýmis dýr eru í Slakka, meðal annars þessir fallegu hvolpar.Aðsend Laugardagar í Laugarási Hún segir að margt skemmtilegt sé í bígerð hjá dýragarðinum og stefnir hún að því, ásamt Sonju Magnúsdóttur, íbúa í Varmagerði í Laugarási, að vera með flóamarkað í Laugarási alla laugardaga í sumar. „Þá gefst öllum íbúum hverfisins tækifæri til þess að selja vörur sínar. Hér býr til dæmis mjög flottur listamaður sem er með gallerí og þrír bæir eru með grænmetisrækt og sölu. Svo erum við sjálf með veitingastað. Ég held að þetta verði alveg hrikalega skemmtilegt,“ segir Gunnur. Hugmyndin er að hafa flóamarkaðinn í Varmagerði, sem er gamalt garðyrkjubýli og heimili Sonju í sumar. „Við ætlum til dæmis að bjóða upp á jóga í Varmagerði, hafa lifandi tónlist á flóamarkaðnum, bjóða upp á vörur af svæðinu og mat. Svo er svo margt í boði hérna, það er listagallerí og grænmetisbændur og plöntusala og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Sonja. Helgi, stofnandi Slakka, réðst nýlega í endurbætur á dýrahúsunum í Slakka.Aðsend „Þá getur fólk komið úr sumarbústaðnum, lagt bílnum og bara gengið hérna um Laugarás. Það getur keypt sér grænmeti og plöntur, kíkt á flóamarkað og farið með krakkana í Slakka. Það er geggjaður laugardagur þegar þú ert í bústað.“ Býst við öðru góðu íslensku ferðasumri Nýlega var ráðist í miklar endurbætur á húsnæði Slakka en faðir Gunnar, Helgi Sveinbjörnsson, sem stofnaði Slakka árið 1993, smíðaði ný hús fyrir öll dýrin í garðinum. „Hann smíðar þetta allt saman sjálfur og fær allan efnivið úr skógræktinni í Þjórsárdal,“ segir Gunnur. Slakki er vinsæll fyrir fjölskyldufólk.Aðsend Slakki býður upp á fjölbreytta afþreyingu. Bæði er hægt að skoða og klappa öllum dýrunum sem búa þar en svo er fótbolta- og körfuboltavöllur á svæðinu, þrautabraut og ýmislegt fleira. „Við fáum líka ærslabelg til okkar í næstu viku. Það er mikil aukning á því að fjölskyldufólk komi með krakkana til okkar og verji meirihluta dags hjá okkur af því að afþreyingin er orðin svo fjölbreytt. Fólk er bara að njóta fjölskyldudags hjá okkur.“ Hún segist bjartsýn fyrir sumrinu. „Ó já, ég held að þetta verði frábært sumar. Síðasta sumar, þegar enginn fór til útlanda og allir voru að ferðast innanlands, fjölgaði gestum hjá okkur alveg rosalega. Ég held að við megum búast við því sama í ár,“ segir Gunnur. „Við erum ekki að stíla inn á ferðamenn og höfum aldrei gert. Íslendingar eru okkar markhópur og við sáum sannarlega síðasta sumar hvað fólk var spennt fyrir því að upplifa allt sem hægt er innanlands.“
Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent