Sigurjón þarf að greiða fimmtíu milljónir vegna láns til Björgólfs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. maí 2021 14:46 Sigurjón Þorvaldur Árnason var sýknaður í héraði en dæmdur í Landsrétti til að greiða 50 milljónir króna í skaðabætur. stöð 2/getty Sigurjón Þorvaldur Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, var í dag dæmdur til að greiða slitastjórn bankans fimmtíu milljónir króna í skaðabætur. Með vöxtum og dráttarvöxtum nemur upphæðin vel á annað hundrað milljón króna. Tveir aðrir fyrrverandi stjórnendur bankans voru sýknaðir í málinu sem og bresk tryggingafélög sem ábyrgðust há lán bankans í ársbyrjun 2008. Dómur var kveðinn upp í Landsrétti í dag. Slitastjórnin krafðist þess að bankastjórarnir, Sigurjón og Halldór Jón Kristjánsson, og Sigríður Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans, greiddu þeim á ellefta milljarð króna í skaðabætur. Fjárfestingafélag Björgólfs Forsagan er sú að Landsbankinn veitti Fjárfestingafélaginu Gretti, í eigu Björgólfs Guðmundssonar, þáverandi formanns bankaráðs Landsbankans, lán í janúar 2008. Lánið féll í gjalddaga í júní 2008 án þess að það væri innheimt eða aðrar ráðstafanir gerðar til að halda ábyrgðinni við. Krafan á hendur bresku tryggingafélögunum QBE og QBE C byggðist á ábyrgðartryggingar fyrir stjórnendur og starfsmenn sem félögin sömdu um við Landsbankann. Allir stjórnendurnir voru sýknaðir í héraði en Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að Sigurjón hefði sýnt af sér vanrækslu og þannig valdið slitastjórninni tjóni með því að bankaábyrgðin var ekki innheimt. Var fallist á að Sigurjón bæri skaðabótaábyrgð sem var metin fimmtíu milljónir króna. Halldór var sýknaður þar sem ekkert lá fyrir um að hann hefði komið að meðferð lánamáls fjárfestingafélagsins á umræddum tíma. Sigríður Elín var einnig sýknuð þar sem sök hennar þótti ekki slík að sanngjarnt gæti talist að hún bæri skaðabótaábyrgð samkvæmt bókstaf skaðabótalaga. „Ekki óveruleg“ vanræksla á upplýsingaskyldu Þá taldi Landsréttur varðandi vátryggingar bresku tryggingafélaganna að félögin hefðu fært nægar sannanir fyrir því að bankinn hefði veitt ófullnægjandi eða rangar upplýsingar í umsókn um tryggingarvernd fyrir stjórnendur sína um atvik sem bankinn vissi eða mátti vita að hefðu verulega þýðingu fyrir mat tryggingafélaganna. Vanræksla bankans á upplýsingaskyldu sinni þótti „ekki óveruleg“ eins og segir í niðurstöðu Landsréttar. Þá þótti ljóst að Sigurjón hefði notið umsaminnar tryggingarverndar sem fólst í lækkun dómkrafna vegna samkomulags slitastjórnarinnar við aðra vátryggjendur, en ekki væri sanngjarnt að honum yrði gert að greiða allar eftirstöðvar skaðabótakröfu félagsins upp á milljarða króna. Með hliðsjón af því að hann hefði ekki verið sakaður um að hafa gert umrædd mistök af ásetningi eða gáleysi, sem og af hagsmunum hans andspænis hagsmunum slitastjórnar, þótti rétt að lækka fjárhæð skaðabótakröfunnar umtalsvert á grundvelli skaðabótalaga. Var ákveðið að hann þyrfti að greiða slitastjórninni fimmtíu milljónir króna með vöxtum frá 2008 og dráttarvöxtum frá árinu 2011. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Hrunið Íslenskir bankar Mest lesið Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Fleiri fréttir Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjá meira
Tveir aðrir fyrrverandi stjórnendur bankans voru sýknaðir í málinu sem og bresk tryggingafélög sem ábyrgðust há lán bankans í ársbyrjun 2008. Dómur var kveðinn upp í Landsrétti í dag. Slitastjórnin krafðist þess að bankastjórarnir, Sigurjón og Halldór Jón Kristjánsson, og Sigríður Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans, greiddu þeim á ellefta milljarð króna í skaðabætur. Fjárfestingafélag Björgólfs Forsagan er sú að Landsbankinn veitti Fjárfestingafélaginu Gretti, í eigu Björgólfs Guðmundssonar, þáverandi formanns bankaráðs Landsbankans, lán í janúar 2008. Lánið féll í gjalddaga í júní 2008 án þess að það væri innheimt eða aðrar ráðstafanir gerðar til að halda ábyrgðinni við. Krafan á hendur bresku tryggingafélögunum QBE og QBE C byggðist á ábyrgðartryggingar fyrir stjórnendur og starfsmenn sem félögin sömdu um við Landsbankann. Allir stjórnendurnir voru sýknaðir í héraði en Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að Sigurjón hefði sýnt af sér vanrækslu og þannig valdið slitastjórninni tjóni með því að bankaábyrgðin var ekki innheimt. Var fallist á að Sigurjón bæri skaðabótaábyrgð sem var metin fimmtíu milljónir króna. Halldór var sýknaður þar sem ekkert lá fyrir um að hann hefði komið að meðferð lánamáls fjárfestingafélagsins á umræddum tíma. Sigríður Elín var einnig sýknuð þar sem sök hennar þótti ekki slík að sanngjarnt gæti talist að hún bæri skaðabótaábyrgð samkvæmt bókstaf skaðabótalaga. „Ekki óveruleg“ vanræksla á upplýsingaskyldu Þá taldi Landsréttur varðandi vátryggingar bresku tryggingafélaganna að félögin hefðu fært nægar sannanir fyrir því að bankinn hefði veitt ófullnægjandi eða rangar upplýsingar í umsókn um tryggingarvernd fyrir stjórnendur sína um atvik sem bankinn vissi eða mátti vita að hefðu verulega þýðingu fyrir mat tryggingafélaganna. Vanræksla bankans á upplýsingaskyldu sinni þótti „ekki óveruleg“ eins og segir í niðurstöðu Landsréttar. Þá þótti ljóst að Sigurjón hefði notið umsaminnar tryggingarverndar sem fólst í lækkun dómkrafna vegna samkomulags slitastjórnarinnar við aðra vátryggjendur, en ekki væri sanngjarnt að honum yrði gert að greiða allar eftirstöðvar skaðabótakröfu félagsins upp á milljarða króna. Með hliðsjón af því að hann hefði ekki verið sakaður um að hafa gert umrædd mistök af ásetningi eða gáleysi, sem og af hagsmunum hans andspænis hagsmunum slitastjórnar, þótti rétt að lækka fjárhæð skaðabótakröfunnar umtalsvert á grundvelli skaðabótalaga. Var ákveðið að hann þyrfti að greiða slitastjórninni fimmtíu milljónir króna með vöxtum frá 2008 og dráttarvöxtum frá árinu 2011. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Hrunið Íslenskir bankar Mest lesið Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Fleiri fréttir Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjá meira