Inzaghi að taka við meisturum Inter | Allegri snýr aftur á gamlar slóðir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. maí 2021 07:00 Það stefnir allt í að Simone Inzaghi verði næsti stjóri Inter Milan. EPA-EFE/MAURIZIO BRAMBATTI Allt stefnir í að Simone Inzaghi sé að taka við Ítalíumeisturum Inter Mílan en Lazio tilkynnti fyrr í kvöld að Inzaghi hefði yfirgefið félagið. Þá virðist sem Massimiliano Allegri sé að taka við Juventus á nýjan leik en hann hefur verið orðaður við stjórastöðu Real Madrid undanfarið. Official. Inzaghi leaves Lazio and he s gonna sign as new Inter manager.Allegri will be announced soon as new Juventus manager - Pirlo will be sacked.Spalletti is one step away from joining Napoli as new manager.Antonio Conte will decide his future in the next few days .— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 27, 2021 Hinn 45 ára gamli Inzaghi virðist bara eiga eftir að setja penna á blað áður en Inter tilkynnir að hann sé nýr þjálfari. Antonio Conte ákvað að segja upp skömmu eftir að tryggja félaginu Ítalíumeistaratitilinn þar sem fjárhagsstaða félagsins er slæm og stefnir í að það þurfi að selja fjölda leikmanna í sumar. Inzaghi hefur verið þjálfari Lazio frá 2016 og náð eftirtektarverðum árangri. Til að mynda varð félagið bikarmeistari 2019 undir hans stjórn. Þá komst liðið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fyrsta skipti í 13 ár undir stjórn Inzaghi. Með lítið fé milli handanna tókst Inzaghi samt að stríða toppliðunum trekk í trekk og vonast Inter eflaust til að hann geti haldið liðinu í toppbaráttunni þó það þurfi að selja suma af sínum bestu mönnum í sumar. Hvað varðar Allegri þá virtist nær öruggt að hann yrði næsti stjóri Real Madrid þar sem Zinedine Zidane hefur ákveðið að kalla þetta gott sem stjóri liðsins. Það kom því töluvert á óvart þegar þær fregnir bárust að Juventus ætlaði sér að reka Andrea Pirlo og ráða Allegri á nýjan leik. Allegri stýrði Juventus frá 2014 til 2019. Liðið varð Ítalíumeistari öll fimm árin ásamt því að verða bikarmeistari fjórum sinnum og komast tvívegis í úrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem það beið lægri hlut gegn Barcelona og Real Madrid. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Sjá meira
Þá virðist sem Massimiliano Allegri sé að taka við Juventus á nýjan leik en hann hefur verið orðaður við stjórastöðu Real Madrid undanfarið. Official. Inzaghi leaves Lazio and he s gonna sign as new Inter manager.Allegri will be announced soon as new Juventus manager - Pirlo will be sacked.Spalletti is one step away from joining Napoli as new manager.Antonio Conte will decide his future in the next few days .— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 27, 2021 Hinn 45 ára gamli Inzaghi virðist bara eiga eftir að setja penna á blað áður en Inter tilkynnir að hann sé nýr þjálfari. Antonio Conte ákvað að segja upp skömmu eftir að tryggja félaginu Ítalíumeistaratitilinn þar sem fjárhagsstaða félagsins er slæm og stefnir í að það þurfi að selja fjölda leikmanna í sumar. Inzaghi hefur verið þjálfari Lazio frá 2016 og náð eftirtektarverðum árangri. Til að mynda varð félagið bikarmeistari 2019 undir hans stjórn. Þá komst liðið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fyrsta skipti í 13 ár undir stjórn Inzaghi. Með lítið fé milli handanna tókst Inzaghi samt að stríða toppliðunum trekk í trekk og vonast Inter eflaust til að hann geti haldið liðinu í toppbaráttunni þó það þurfi að selja suma af sínum bestu mönnum í sumar. Hvað varðar Allegri þá virtist nær öruggt að hann yrði næsti stjóri Real Madrid þar sem Zinedine Zidane hefur ákveðið að kalla þetta gott sem stjóri liðsins. Það kom því töluvert á óvart þegar þær fregnir bárust að Juventus ætlaði sér að reka Andrea Pirlo og ráða Allegri á nýjan leik. Allegri stýrði Juventus frá 2014 til 2019. Liðið varð Ítalíumeistari öll fimm árin ásamt því að verða bikarmeistari fjórum sinnum og komast tvívegis í úrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem það beið lægri hlut gegn Barcelona og Real Madrid. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Sjá meira