Skilur ekkert af hverju færslan hennar gersamlega sprakk Snorri Másson skrifar 27. maí 2021 21:01 Áslaug Birna var afmælisbarn dagsins og sagði í sakleysi sínu frá því á Twitter. Þú trúir ekki hvað gerðist næst... @slaug20 Óbreytt slökkviliðs- og sjúkraflutningakona lenti í þeirri óvæntu ánægju á Twitter í síðustu viku að semja óvart eitt vinsælasta tíst Íslandssögunnar. Hún kann engar skýringar á því. Ofsafengin viðbrögð ókunnugra á Twitter voru langt í frá takmark hennar, eins og sést berlega á sakleysislegum efnistökum tístsins. „Ég á afmæli í dag. Er með svona 5 fylgjendur svo það mun enginn sjá þetta, en ég á samt afmæli,“ skrifaði hún með tilheyrandi lyndistáknum. Með fylgdi mynd af afmælisbarninu sem kollegi hennar tók í vinnunni með tvær kökur í tilefni 26 ára afmælisins. Meira var það ekki. Ég á afmæli í dag🥳 Er með svona 5 fylgjendur svo það mun enginn sjá þetta, en ég á samt afmæli😁 pic.twitter.com/vgnxxCKpf8— Áslaug Birna (@slaug20) May 19, 2021 Áslaug Birna Bergsveinsdóttir, höfundurinn, segir að hún hafi bara sett tístið í loftið, farið svo að hugsa um eitthvað annað en áður en hún vissi af sprakk tístið einfaldlega. Áslaug Birna Bergsveinsdóttir, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður, birti þessa mynd á Twitter til að sýna nýjum fylgjendum að hún er ekki alltaf í vinnugallanum.@slaug20 Á þessari stundu eru um 1.500 manns búnir að læka færsluna og fleiri tugir svarað með hamingjuóskum. Áslaug þekkti kannski svona þrjá þeirra, segir hún. „Síminn hætti bara ekki í allan dag og fullt, fullt af fólki var að óska mér til hamingju. Ég veit eiginlega ekkert hvað gerðist,“ segir Áslaug í samtali við Vísi. „Ég póstaði þessu bara upp á djókið.“ Nærtækast er að ætla að tilfinningin sem ráðið hafi för hjá flestum lækendum sé vinaleg samúð með stafrænum lítilmagna í umhverfi þar sem nokkrir risar ráða ríkjum hverju sinni, sem er jafnan raunin á Twitter. Samúðin var þó síst það sem vakti fyrir Áslaugu þegar hún birti afmælismyndina. „Ég var ekkert að leitast eftir því. Ein skýringin sem mér hefur verið gefin á þessu er að afmæli séu einfaldlega bara vinsæl á Twitter. En ég veit það ekki, ég skil enn þá ekkert af hverju svona margir lækuðu þetta.“ Áslaug hefur grætt rúmlega 200 fylgjendur á samfélagsmiðlinum eftir tístið og segist ekki geta annað en verið ánægð með að vera komin af stað með smá framleiðslu á Twitter. Nokkrar aðrar færslur frá henni hafa vakið smá lukku. Hluti af alþjóðlegri tískubylgju Segja má að Áslaug sé að nokkru leyti brautryðjandi á Íslandsmarkaði með því að slá svona í gegn með því einu að segja frá hversdagslegum sigri óbreytts borgara. Þetta er tísttegund sem hefur verið að ryðja sér til rúms alþjóðlega og má á vissan hátt skilja sem grasrótarviðbragð notenda við ægivaldi stórstjarna samfélagsmiðlanna, sem eru auðvitað líklegar til að ráða lögum og lofum á hverjum tíma. Innan þessarar nýju greinar fær venjulegasta fólk jafnvel milljónir læka fyrir það annaðhvort að greina frá árangri sínum á einhverju tilteknu sviði eða jafnvel fyrir að deila með örfáum fylgjendum sínum innstu hræringum. 15 WEEKS NO HEROIN NO CRACK!!! 🎈🎊🎉🙏✝️ pic.twitter.com/cDmuLBefv1— tegeus-Cromis ✝️ (@TegeusC) May 14, 2021 pic.twitter.com/uOv0jAJ9sw— Dudes Posting Their W’s (@DudespostingWs) May 24, 2021 Hörð samkeppni um læk Tíst Áslaugar er sérstakt, en það er ekki allra vinsælasta tíst Íslandssögunnar. Athugun Vísis hefur leitt í ljós að á innanlandsmarkaði hreppir tíst Jóns Gnarr þann titil, þar sem grínistinn les upp athugasemdir Jóns Vals Jenssonar heitins með röddu Indriða úr Fóstbræðrum. vassgú! pic.twitter.com/gWlNjECB3d— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) August 8, 2018 Annað vinsælt tíst var ætlað erlendum markaði en það var frá Degi Hjartarsyni rithöfundi þegar Íslendingar vöktu heimsathygli á EM í Frakklandi 2016. This is where Ragnar Sigurðsson, the Icelandic goalscorer, grew up. #engice #emísland pic.twitter.com/LTSXmafX3C— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) June 27, 2016 Fleiri vinsæl tíst ná sum nokkur ár eftir í tímann en þar sem notendum forritsins hefur fjölgað mjög á síðari árum er ljóst að stærstu tístin eru að verða stærri. Fáein dæmi: Vonandi var gaman í Ásmundarsal litlu skítarnir ykkar— Jóna Þ. Pétursdóttir (@jonapeturs) December 24, 2020 Ég ákvað að súmmera upp Útsvarið á 43 sekúndum. Njótið. pic.twitter.com/OyG4KrW4pP— Tómas (@tommisteindors) May 27, 2017 BBC & Laugavegur pic.twitter.com/AkARUluB3L— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) March 24, 2019 Náði honum! pic.twitter.com/pSlzClm8kc— Albert Ingason. (@Snjalli) March 2, 2019 [hvíslandi að stelpu sem ég bauð á deit á jólatónleika bubba þegar bubbi stígur á svið] þetta er hann. þetta er bubbi.— áhrifavaldi 🇵🇸 (@mannfjandi) November 29, 2015 Voðalega hlýtur að vera gott útsýni þarna í þrastalundi pic.twitter.com/d2BdnVEMFh— Jón Hjörtur Emilsson (@jonhjortur91) March 30, 2017 Hér er hugmynd... hvar er nýja stjórnaskràinn? With ya dumb ass face you aint eating but i swear u got some bum ass taste !? Og hvernig væri að redda mér reikning í panama with your scammin ass allavegana nota peninginn sem þú ert að scama i að kaupa handa mer burkin 😏— bassi maraj (@bassimaraj) March 25, 2021 Expectations vs. Reality... pic.twitter.com/MsNHnAxkwm— Hörður Guðmundsson (@rosmundssen) September 24, 2020 Samfélagsmiðlar Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Ofsafengin viðbrögð ókunnugra á Twitter voru langt í frá takmark hennar, eins og sést berlega á sakleysislegum efnistökum tístsins. „Ég á afmæli í dag. Er með svona 5 fylgjendur svo það mun enginn sjá þetta, en ég á samt afmæli,“ skrifaði hún með tilheyrandi lyndistáknum. Með fylgdi mynd af afmælisbarninu sem kollegi hennar tók í vinnunni með tvær kökur í tilefni 26 ára afmælisins. Meira var það ekki. Ég á afmæli í dag🥳 Er með svona 5 fylgjendur svo það mun enginn sjá þetta, en ég á samt afmæli😁 pic.twitter.com/vgnxxCKpf8— Áslaug Birna (@slaug20) May 19, 2021 Áslaug Birna Bergsveinsdóttir, höfundurinn, segir að hún hafi bara sett tístið í loftið, farið svo að hugsa um eitthvað annað en áður en hún vissi af sprakk tístið einfaldlega. Áslaug Birna Bergsveinsdóttir, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður, birti þessa mynd á Twitter til að sýna nýjum fylgjendum að hún er ekki alltaf í vinnugallanum.@slaug20 Á þessari stundu eru um 1.500 manns búnir að læka færsluna og fleiri tugir svarað með hamingjuóskum. Áslaug þekkti kannski svona þrjá þeirra, segir hún. „Síminn hætti bara ekki í allan dag og fullt, fullt af fólki var að óska mér til hamingju. Ég veit eiginlega ekkert hvað gerðist,“ segir Áslaug í samtali við Vísi. „Ég póstaði þessu bara upp á djókið.“ Nærtækast er að ætla að tilfinningin sem ráðið hafi för hjá flestum lækendum sé vinaleg samúð með stafrænum lítilmagna í umhverfi þar sem nokkrir risar ráða ríkjum hverju sinni, sem er jafnan raunin á Twitter. Samúðin var þó síst það sem vakti fyrir Áslaugu þegar hún birti afmælismyndina. „Ég var ekkert að leitast eftir því. Ein skýringin sem mér hefur verið gefin á þessu er að afmæli séu einfaldlega bara vinsæl á Twitter. En ég veit það ekki, ég skil enn þá ekkert af hverju svona margir lækuðu þetta.“ Áslaug hefur grætt rúmlega 200 fylgjendur á samfélagsmiðlinum eftir tístið og segist ekki geta annað en verið ánægð með að vera komin af stað með smá framleiðslu á Twitter. Nokkrar aðrar færslur frá henni hafa vakið smá lukku. Hluti af alþjóðlegri tískubylgju Segja má að Áslaug sé að nokkru leyti brautryðjandi á Íslandsmarkaði með því að slá svona í gegn með því einu að segja frá hversdagslegum sigri óbreytts borgara. Þetta er tísttegund sem hefur verið að ryðja sér til rúms alþjóðlega og má á vissan hátt skilja sem grasrótarviðbragð notenda við ægivaldi stórstjarna samfélagsmiðlanna, sem eru auðvitað líklegar til að ráða lögum og lofum á hverjum tíma. Innan þessarar nýju greinar fær venjulegasta fólk jafnvel milljónir læka fyrir það annaðhvort að greina frá árangri sínum á einhverju tilteknu sviði eða jafnvel fyrir að deila með örfáum fylgjendum sínum innstu hræringum. 15 WEEKS NO HEROIN NO CRACK!!! 🎈🎊🎉🙏✝️ pic.twitter.com/cDmuLBefv1— tegeus-Cromis ✝️ (@TegeusC) May 14, 2021 pic.twitter.com/uOv0jAJ9sw— Dudes Posting Their W’s (@DudespostingWs) May 24, 2021 Hörð samkeppni um læk Tíst Áslaugar er sérstakt, en það er ekki allra vinsælasta tíst Íslandssögunnar. Athugun Vísis hefur leitt í ljós að á innanlandsmarkaði hreppir tíst Jóns Gnarr þann titil, þar sem grínistinn les upp athugasemdir Jóns Vals Jenssonar heitins með röddu Indriða úr Fóstbræðrum. vassgú! pic.twitter.com/gWlNjECB3d— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) August 8, 2018 Annað vinsælt tíst var ætlað erlendum markaði en það var frá Degi Hjartarsyni rithöfundi þegar Íslendingar vöktu heimsathygli á EM í Frakklandi 2016. This is where Ragnar Sigurðsson, the Icelandic goalscorer, grew up. #engice #emísland pic.twitter.com/LTSXmafX3C— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) June 27, 2016 Fleiri vinsæl tíst ná sum nokkur ár eftir í tímann en þar sem notendum forritsins hefur fjölgað mjög á síðari árum er ljóst að stærstu tístin eru að verða stærri. Fáein dæmi: Vonandi var gaman í Ásmundarsal litlu skítarnir ykkar— Jóna Þ. Pétursdóttir (@jonapeturs) December 24, 2020 Ég ákvað að súmmera upp Útsvarið á 43 sekúndum. Njótið. pic.twitter.com/OyG4KrW4pP— Tómas (@tommisteindors) May 27, 2017 BBC & Laugavegur pic.twitter.com/AkARUluB3L— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) March 24, 2019 Náði honum! pic.twitter.com/pSlzClm8kc— Albert Ingason. (@Snjalli) March 2, 2019 [hvíslandi að stelpu sem ég bauð á deit á jólatónleika bubba þegar bubbi stígur á svið] þetta er hann. þetta er bubbi.— áhrifavaldi 🇵🇸 (@mannfjandi) November 29, 2015 Voðalega hlýtur að vera gott útsýni þarna í þrastalundi pic.twitter.com/d2BdnVEMFh— Jón Hjörtur Emilsson (@jonhjortur91) March 30, 2017 Hér er hugmynd... hvar er nýja stjórnaskràinn? With ya dumb ass face you aint eating but i swear u got some bum ass taste !? Og hvernig væri að redda mér reikning í panama with your scammin ass allavegana nota peninginn sem þú ert að scama i að kaupa handa mer burkin 😏— bassi maraj (@bassimaraj) March 25, 2021 Expectations vs. Reality... pic.twitter.com/MsNHnAxkwm— Hörður Guðmundsson (@rosmundssen) September 24, 2020
Samfélagsmiðlar Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira