„Notaðu þennan tíma til að tengjast barninu“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. maí 2021 08:30 Björn Grétar Baldursson, Jenný Lára Arnórsdóttir, Jökull Logi.og Iðunn Blær. Aðsent Björn Grétar Baldursson trúði því að hann gæti ekki gert mikið gagn fyrstu mánuðina í föðurhlutverkinu. Í dag segist hann vita að það sé kjaftæði og hvetur foreldra í þeirri stöðu til að nýta öll tækifæri til tengslamyndunar. Björn segir að hann upplifi eftirsjá í dag, yfir því hvernig hugarfarið hans var fyrst eftir að sonur hans kom í heiminn. Drengurinn er fjögurra ára í dag. „Ég gaf honum ekki þann tíma. Ég var með núll þolinmæði,“ útskýrir Björn. „Ég þarf reglulega að minna mig á þetta, því þolinmæði er grundvallaratriði í uppeldi barna.“ Hann segir oft við mig þegar ég er illa sofinn og illa stemmdur, pabbi ekki nota reiðu röddina. „Ég geri mér ekki einu sinni grein fyrir því að ég sé að nota hana.“ Bara kjaftæði Björn og Jenný eignuðust annað barn fyrir sjö mánuðum og hann upplifir foreldrahlutverkið allt öðruvísi í þetta skiptið enda með breytt hugarfar sjálfur. „Mér finnst leiðinlegt að hafa ekki verið þetta fyrir hann alltaf,“ útskýrir Björn. „Mér finnst það næstum því ósanngjarnt að ég er að upplifa mig bæði sem betri föður og ég er að upplifa mig miklu meira sem faðir við hana en gagnvart honum.“ Björn segir að fyrst eftir að hann varð faðir hafi hann haldið að hann gæti ekkert gert neitt gagn til að byrja með. „Hann er hvort eð er á brjósti, hvað er ég að gera? Ég er bara karlmaður, ég get ekkert gert. Sem er bara kjaftæði.“ Ekki eins og uppvask Hann ráðleggur hinu foreldrinu að nýta allan tíma sem gefst til tengslamyndunar. „Ef þú ert aðallega að skipta um bleyjur, taktu þér þá tíma í að skipta um bleyju. Þetta er ekki eins og að vaska upp,“ segir Björn. „Taktu þér tíma. Notaðu þennan tíma til að tengjast barninu.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Björn og Andrea Eyland þáttastjórnandi Kviknar ræða mikilvægi þess að vera saman í barneign og rauninni sem fylgir því að vera foreldri. Að makar stígi upp og taki ábyrgð. Klippa: 22 - Björn Grétar Veit hvað hann er að tala um Andrea Eyland hefur í gengum Kviknar Instagrammið hvatt foreldra til þess að deila myndum, myndböndum og texta um foreldrahlutverkið og merkja það #raunin. Hún segir að mun færri karlmenn hafi tekið þátt í þeirri umræðu, en Björn var einn af þeim sem sagði frá sinni reynslu. Björn segir að hann hafi sjálfur ekkert alltaf verið svona opinn um föðurhlutverkið og allt sem því fylgir. „Mér hefur ekki alltaf fundist þetta auðvelt. Því meiri skilning sem ég hef á þessu og á uppeldi yfir höfuð og gefið mér tíma til að kynna mér málefnið finnst mér ég hafa tilhneigingu til að tjá mig. Ég veit hvað ég er að tala um.“ Björn veltir því fyrir sér hvort að karlar séu hugsanlega ekki búnir að kynna sér efnið og lesa sér til og þori þess vegna ekki að tjá sig á samfélagsmiðlum um þessi mál. Margir karlar séu jafn vel með það hugarfar að það sé ekki í þeirra verkahring að fræða sig um barnauppeldi. „Konurnar eiga bara að pæla í þessu og lesa um þetta og síðan segja mér hvað ég á að gera. Ég tala nú bara fyrir mig en þetta hefur verið svona hjá mér.“ Nokkrar málsgreinar alveg nóg Fyrir fjórum árum eignuðust Björn og Jenný eiginkona hans sitt fyrsta barn. Björn viðurkennir að hann hafi þá talið að sitt hlutverk væri bara að halda því á lífi og skipta um bleyjur. „Ég gerði mér ekki grein fyrir allri annarri vinnu.“ Björn vildi óska þess að hann hefði fyrr áttað sig og byrjað að kynna sér sjálfur allar hliðar foreldrahlutverksins. „Maður þarf ekkert að lesa fleiri, fleiri kafla á dag. Það eru oft smá málsgreinar sem minna mann á hvernig maður vill tjúna sig inn sem foreldri. Þetta hefur hjálpað mér mikið og maður þarf eiginlega að minna sig á það á hverjum degi.“ Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland. Kviknar Frjósemi Börn og uppeldi Tengdar fréttir Tíðahringurinn getur haft áhrif á frammistöðu á æfingum „Ekki nóg með að við séum að ganga í gegnum þessar hormónasveiflur í hverjum mánuði, þá er bara allt lífsskeið okkar, alveg frá því við erum á fósturskeiði og þangað til að við verðum gamlar konur, erum við svo ótrúlega háð þessum breytingum í hormónum í líkamanum okkar,“ segir Hanna Lilja Oddgeirsdóttir sérnámslæknir í kvensjúkdóma- og fæðingarlækningum. 23. maí 2021 09:31 „Forvörn í því að hlúa vel að konum og heilsu kvenna“ Hanna Lilja Oddgeirsdóttir ákvað frekar snemma að hún vildi verða kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir. Hún hefur einstaklega mikinn áhuga á kvenheilsu og fræðir nú stúlkur og konur um allt sem tengist því efni, meðal annars með hlaðvarpsþáttum ásamt Andreu Eyland þáttastjórnanda Kviknar hlaðvarpsins hér á Vísi. 16. maí 2021 09:00 „Ég hugsa að ég muni aldrei gleyma hljóðunum í börnunum“ Sigríður Jónsdóttir og Magnús Kjartan Eyjólfsson eignuðust andvana stúlku þriðjudaginn 27. apríl. Hún fékk nafnið Kolfinna Ögn. 10. maí 2021 18:00 Fór í fóstureyðingu því hún hafði ekki unnið úr eigin áföllum „Það er auðveldara að byggja upp sterk börn heldur en að laga brotna einstaklinga,“ segir Ester Ósk. 7. maí 2021 09:19 Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira
Björn segir að hann upplifi eftirsjá í dag, yfir því hvernig hugarfarið hans var fyrst eftir að sonur hans kom í heiminn. Drengurinn er fjögurra ára í dag. „Ég gaf honum ekki þann tíma. Ég var með núll þolinmæði,“ útskýrir Björn. „Ég þarf reglulega að minna mig á þetta, því þolinmæði er grundvallaratriði í uppeldi barna.“ Hann segir oft við mig þegar ég er illa sofinn og illa stemmdur, pabbi ekki nota reiðu röddina. „Ég geri mér ekki einu sinni grein fyrir því að ég sé að nota hana.“ Bara kjaftæði Björn og Jenný eignuðust annað barn fyrir sjö mánuðum og hann upplifir foreldrahlutverkið allt öðruvísi í þetta skiptið enda með breytt hugarfar sjálfur. „Mér finnst leiðinlegt að hafa ekki verið þetta fyrir hann alltaf,“ útskýrir Björn. „Mér finnst það næstum því ósanngjarnt að ég er að upplifa mig bæði sem betri föður og ég er að upplifa mig miklu meira sem faðir við hana en gagnvart honum.“ Björn segir að fyrst eftir að hann varð faðir hafi hann haldið að hann gæti ekkert gert neitt gagn til að byrja með. „Hann er hvort eð er á brjósti, hvað er ég að gera? Ég er bara karlmaður, ég get ekkert gert. Sem er bara kjaftæði.“ Ekki eins og uppvask Hann ráðleggur hinu foreldrinu að nýta allan tíma sem gefst til tengslamyndunar. „Ef þú ert aðallega að skipta um bleyjur, taktu þér þá tíma í að skipta um bleyju. Þetta er ekki eins og að vaska upp,“ segir Björn. „Taktu þér tíma. Notaðu þennan tíma til að tengjast barninu.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Björn og Andrea Eyland þáttastjórnandi Kviknar ræða mikilvægi þess að vera saman í barneign og rauninni sem fylgir því að vera foreldri. Að makar stígi upp og taki ábyrgð. Klippa: 22 - Björn Grétar Veit hvað hann er að tala um Andrea Eyland hefur í gengum Kviknar Instagrammið hvatt foreldra til þess að deila myndum, myndböndum og texta um foreldrahlutverkið og merkja það #raunin. Hún segir að mun færri karlmenn hafi tekið þátt í þeirri umræðu, en Björn var einn af þeim sem sagði frá sinni reynslu. Björn segir að hann hafi sjálfur ekkert alltaf verið svona opinn um föðurhlutverkið og allt sem því fylgir. „Mér hefur ekki alltaf fundist þetta auðvelt. Því meiri skilning sem ég hef á þessu og á uppeldi yfir höfuð og gefið mér tíma til að kynna mér málefnið finnst mér ég hafa tilhneigingu til að tjá mig. Ég veit hvað ég er að tala um.“ Björn veltir því fyrir sér hvort að karlar séu hugsanlega ekki búnir að kynna sér efnið og lesa sér til og þori þess vegna ekki að tjá sig á samfélagsmiðlum um þessi mál. Margir karlar séu jafn vel með það hugarfar að það sé ekki í þeirra verkahring að fræða sig um barnauppeldi. „Konurnar eiga bara að pæla í þessu og lesa um þetta og síðan segja mér hvað ég á að gera. Ég tala nú bara fyrir mig en þetta hefur verið svona hjá mér.“ Nokkrar málsgreinar alveg nóg Fyrir fjórum árum eignuðust Björn og Jenný eiginkona hans sitt fyrsta barn. Björn viðurkennir að hann hafi þá talið að sitt hlutverk væri bara að halda því á lífi og skipta um bleyjur. „Ég gerði mér ekki grein fyrir allri annarri vinnu.“ Björn vildi óska þess að hann hefði fyrr áttað sig og byrjað að kynna sér sjálfur allar hliðar foreldrahlutverksins. „Maður þarf ekkert að lesa fleiri, fleiri kafla á dag. Það eru oft smá málsgreinar sem minna mann á hvernig maður vill tjúna sig inn sem foreldri. Þetta hefur hjálpað mér mikið og maður þarf eiginlega að minna sig á það á hverjum degi.“ Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar Frjósemi Börn og uppeldi Tengdar fréttir Tíðahringurinn getur haft áhrif á frammistöðu á æfingum „Ekki nóg með að við séum að ganga í gegnum þessar hormónasveiflur í hverjum mánuði, þá er bara allt lífsskeið okkar, alveg frá því við erum á fósturskeiði og þangað til að við verðum gamlar konur, erum við svo ótrúlega háð þessum breytingum í hormónum í líkamanum okkar,“ segir Hanna Lilja Oddgeirsdóttir sérnámslæknir í kvensjúkdóma- og fæðingarlækningum. 23. maí 2021 09:31 „Forvörn í því að hlúa vel að konum og heilsu kvenna“ Hanna Lilja Oddgeirsdóttir ákvað frekar snemma að hún vildi verða kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir. Hún hefur einstaklega mikinn áhuga á kvenheilsu og fræðir nú stúlkur og konur um allt sem tengist því efni, meðal annars með hlaðvarpsþáttum ásamt Andreu Eyland þáttastjórnanda Kviknar hlaðvarpsins hér á Vísi. 16. maí 2021 09:00 „Ég hugsa að ég muni aldrei gleyma hljóðunum í börnunum“ Sigríður Jónsdóttir og Magnús Kjartan Eyjólfsson eignuðust andvana stúlku þriðjudaginn 27. apríl. Hún fékk nafnið Kolfinna Ögn. 10. maí 2021 18:00 Fór í fóstureyðingu því hún hafði ekki unnið úr eigin áföllum „Það er auðveldara að byggja upp sterk börn heldur en að laga brotna einstaklinga,“ segir Ester Ósk. 7. maí 2021 09:19 Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira
Tíðahringurinn getur haft áhrif á frammistöðu á æfingum „Ekki nóg með að við séum að ganga í gegnum þessar hormónasveiflur í hverjum mánuði, þá er bara allt lífsskeið okkar, alveg frá því við erum á fósturskeiði og þangað til að við verðum gamlar konur, erum við svo ótrúlega háð þessum breytingum í hormónum í líkamanum okkar,“ segir Hanna Lilja Oddgeirsdóttir sérnámslæknir í kvensjúkdóma- og fæðingarlækningum. 23. maí 2021 09:31
„Forvörn í því að hlúa vel að konum og heilsu kvenna“ Hanna Lilja Oddgeirsdóttir ákvað frekar snemma að hún vildi verða kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir. Hún hefur einstaklega mikinn áhuga á kvenheilsu og fræðir nú stúlkur og konur um allt sem tengist því efni, meðal annars með hlaðvarpsþáttum ásamt Andreu Eyland þáttastjórnanda Kviknar hlaðvarpsins hér á Vísi. 16. maí 2021 09:00
„Ég hugsa að ég muni aldrei gleyma hljóðunum í börnunum“ Sigríður Jónsdóttir og Magnús Kjartan Eyjólfsson eignuðust andvana stúlku þriðjudaginn 27. apríl. Hún fékk nafnið Kolfinna Ögn. 10. maí 2021 18:00
Fór í fóstureyðingu því hún hafði ekki unnið úr eigin áföllum „Það er auðveldara að byggja upp sterk börn heldur en að laga brotna einstaklinga,“ segir Ester Ósk. 7. maí 2021 09:19