„Notaðu þennan tíma til að tengjast barninu“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. maí 2021 08:30 Björn Grétar Baldursson, Jenný Lára Arnórsdóttir, Jökull Logi.og Iðunn Blær. Aðsent Björn Grétar Baldursson trúði því að hann gæti ekki gert mikið gagn fyrstu mánuðina í föðurhlutverkinu. Í dag segist hann vita að það sé kjaftæði og hvetur foreldra í þeirri stöðu til að nýta öll tækifæri til tengslamyndunar. Björn segir að hann upplifi eftirsjá í dag, yfir því hvernig hugarfarið hans var fyrst eftir að sonur hans kom í heiminn. Drengurinn er fjögurra ára í dag. „Ég gaf honum ekki þann tíma. Ég var með núll þolinmæði,“ útskýrir Björn. „Ég þarf reglulega að minna mig á þetta, því þolinmæði er grundvallaratriði í uppeldi barna.“ Hann segir oft við mig þegar ég er illa sofinn og illa stemmdur, pabbi ekki nota reiðu röddina. „Ég geri mér ekki einu sinni grein fyrir því að ég sé að nota hana.“ Bara kjaftæði Björn og Jenný eignuðust annað barn fyrir sjö mánuðum og hann upplifir foreldrahlutverkið allt öðruvísi í þetta skiptið enda með breytt hugarfar sjálfur. „Mér finnst leiðinlegt að hafa ekki verið þetta fyrir hann alltaf,“ útskýrir Björn. „Mér finnst það næstum því ósanngjarnt að ég er að upplifa mig bæði sem betri föður og ég er að upplifa mig miklu meira sem faðir við hana en gagnvart honum.“ Björn segir að fyrst eftir að hann varð faðir hafi hann haldið að hann gæti ekkert gert neitt gagn til að byrja með. „Hann er hvort eð er á brjósti, hvað er ég að gera? Ég er bara karlmaður, ég get ekkert gert. Sem er bara kjaftæði.“ Ekki eins og uppvask Hann ráðleggur hinu foreldrinu að nýta allan tíma sem gefst til tengslamyndunar. „Ef þú ert aðallega að skipta um bleyjur, taktu þér þá tíma í að skipta um bleyju. Þetta er ekki eins og að vaska upp,“ segir Björn. „Taktu þér tíma. Notaðu þennan tíma til að tengjast barninu.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Björn og Andrea Eyland þáttastjórnandi Kviknar ræða mikilvægi þess að vera saman í barneign og rauninni sem fylgir því að vera foreldri. Að makar stígi upp og taki ábyrgð. Klippa: 22 - Björn Grétar Veit hvað hann er að tala um Andrea Eyland hefur í gengum Kviknar Instagrammið hvatt foreldra til þess að deila myndum, myndböndum og texta um foreldrahlutverkið og merkja það #raunin. Hún segir að mun færri karlmenn hafi tekið þátt í þeirri umræðu, en Björn var einn af þeim sem sagði frá sinni reynslu. Björn segir að hann hafi sjálfur ekkert alltaf verið svona opinn um föðurhlutverkið og allt sem því fylgir. „Mér hefur ekki alltaf fundist þetta auðvelt. Því meiri skilning sem ég hef á þessu og á uppeldi yfir höfuð og gefið mér tíma til að kynna mér málefnið finnst mér ég hafa tilhneigingu til að tjá mig. Ég veit hvað ég er að tala um.“ Björn veltir því fyrir sér hvort að karlar séu hugsanlega ekki búnir að kynna sér efnið og lesa sér til og þori þess vegna ekki að tjá sig á samfélagsmiðlum um þessi mál. Margir karlar séu jafn vel með það hugarfar að það sé ekki í þeirra verkahring að fræða sig um barnauppeldi. „Konurnar eiga bara að pæla í þessu og lesa um þetta og síðan segja mér hvað ég á að gera. Ég tala nú bara fyrir mig en þetta hefur verið svona hjá mér.“ Nokkrar málsgreinar alveg nóg Fyrir fjórum árum eignuðust Björn og Jenný eiginkona hans sitt fyrsta barn. Björn viðurkennir að hann hafi þá talið að sitt hlutverk væri bara að halda því á lífi og skipta um bleyjur. „Ég gerði mér ekki grein fyrir allri annarri vinnu.“ Björn vildi óska þess að hann hefði fyrr áttað sig og byrjað að kynna sér sjálfur allar hliðar foreldrahlutverksins. „Maður þarf ekkert að lesa fleiri, fleiri kafla á dag. Það eru oft smá málsgreinar sem minna mann á hvernig maður vill tjúna sig inn sem foreldri. Þetta hefur hjálpað mér mikið og maður þarf eiginlega að minna sig á það á hverjum degi.“ Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland. Kviknar Frjósemi Börn og uppeldi Tengdar fréttir Tíðahringurinn getur haft áhrif á frammistöðu á æfingum „Ekki nóg með að við séum að ganga í gegnum þessar hormónasveiflur í hverjum mánuði, þá er bara allt lífsskeið okkar, alveg frá því við erum á fósturskeiði og þangað til að við verðum gamlar konur, erum við svo ótrúlega háð þessum breytingum í hormónum í líkamanum okkar,“ segir Hanna Lilja Oddgeirsdóttir sérnámslæknir í kvensjúkdóma- og fæðingarlækningum. 23. maí 2021 09:31 „Forvörn í því að hlúa vel að konum og heilsu kvenna“ Hanna Lilja Oddgeirsdóttir ákvað frekar snemma að hún vildi verða kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir. Hún hefur einstaklega mikinn áhuga á kvenheilsu og fræðir nú stúlkur og konur um allt sem tengist því efni, meðal annars með hlaðvarpsþáttum ásamt Andreu Eyland þáttastjórnanda Kviknar hlaðvarpsins hér á Vísi. 16. maí 2021 09:00 „Ég hugsa að ég muni aldrei gleyma hljóðunum í börnunum“ Sigríður Jónsdóttir og Magnús Kjartan Eyjólfsson eignuðust andvana stúlku þriðjudaginn 27. apríl. Hún fékk nafnið Kolfinna Ögn. 10. maí 2021 18:00 Fór í fóstureyðingu því hún hafði ekki unnið úr eigin áföllum „Það er auðveldara að byggja upp sterk börn heldur en að laga brotna einstaklinga,“ segir Ester Ósk. 7. maí 2021 09:19 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Björn segir að hann upplifi eftirsjá í dag, yfir því hvernig hugarfarið hans var fyrst eftir að sonur hans kom í heiminn. Drengurinn er fjögurra ára í dag. „Ég gaf honum ekki þann tíma. Ég var með núll þolinmæði,“ útskýrir Björn. „Ég þarf reglulega að minna mig á þetta, því þolinmæði er grundvallaratriði í uppeldi barna.“ Hann segir oft við mig þegar ég er illa sofinn og illa stemmdur, pabbi ekki nota reiðu röddina. „Ég geri mér ekki einu sinni grein fyrir því að ég sé að nota hana.“ Bara kjaftæði Björn og Jenný eignuðust annað barn fyrir sjö mánuðum og hann upplifir foreldrahlutverkið allt öðruvísi í þetta skiptið enda með breytt hugarfar sjálfur. „Mér finnst leiðinlegt að hafa ekki verið þetta fyrir hann alltaf,“ útskýrir Björn. „Mér finnst það næstum því ósanngjarnt að ég er að upplifa mig bæði sem betri föður og ég er að upplifa mig miklu meira sem faðir við hana en gagnvart honum.“ Björn segir að fyrst eftir að hann varð faðir hafi hann haldið að hann gæti ekkert gert neitt gagn til að byrja með. „Hann er hvort eð er á brjósti, hvað er ég að gera? Ég er bara karlmaður, ég get ekkert gert. Sem er bara kjaftæði.“ Ekki eins og uppvask Hann ráðleggur hinu foreldrinu að nýta allan tíma sem gefst til tengslamyndunar. „Ef þú ert aðallega að skipta um bleyjur, taktu þér þá tíma í að skipta um bleyju. Þetta er ekki eins og að vaska upp,“ segir Björn. „Taktu þér tíma. Notaðu þennan tíma til að tengjast barninu.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Björn og Andrea Eyland þáttastjórnandi Kviknar ræða mikilvægi þess að vera saman í barneign og rauninni sem fylgir því að vera foreldri. Að makar stígi upp og taki ábyrgð. Klippa: 22 - Björn Grétar Veit hvað hann er að tala um Andrea Eyland hefur í gengum Kviknar Instagrammið hvatt foreldra til þess að deila myndum, myndböndum og texta um foreldrahlutverkið og merkja það #raunin. Hún segir að mun færri karlmenn hafi tekið þátt í þeirri umræðu, en Björn var einn af þeim sem sagði frá sinni reynslu. Björn segir að hann hafi sjálfur ekkert alltaf verið svona opinn um föðurhlutverkið og allt sem því fylgir. „Mér hefur ekki alltaf fundist þetta auðvelt. Því meiri skilning sem ég hef á þessu og á uppeldi yfir höfuð og gefið mér tíma til að kynna mér málefnið finnst mér ég hafa tilhneigingu til að tjá mig. Ég veit hvað ég er að tala um.“ Björn veltir því fyrir sér hvort að karlar séu hugsanlega ekki búnir að kynna sér efnið og lesa sér til og þori þess vegna ekki að tjá sig á samfélagsmiðlum um þessi mál. Margir karlar séu jafn vel með það hugarfar að það sé ekki í þeirra verkahring að fræða sig um barnauppeldi. „Konurnar eiga bara að pæla í þessu og lesa um þetta og síðan segja mér hvað ég á að gera. Ég tala nú bara fyrir mig en þetta hefur verið svona hjá mér.“ Nokkrar málsgreinar alveg nóg Fyrir fjórum árum eignuðust Björn og Jenný eiginkona hans sitt fyrsta barn. Björn viðurkennir að hann hafi þá talið að sitt hlutverk væri bara að halda því á lífi og skipta um bleyjur. „Ég gerði mér ekki grein fyrir allri annarri vinnu.“ Björn vildi óska þess að hann hefði fyrr áttað sig og byrjað að kynna sér sjálfur allar hliðar foreldrahlutverksins. „Maður þarf ekkert að lesa fleiri, fleiri kafla á dag. Það eru oft smá málsgreinar sem minna mann á hvernig maður vill tjúna sig inn sem foreldri. Þetta hefur hjálpað mér mikið og maður þarf eiginlega að minna sig á það á hverjum degi.“ Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar Frjósemi Börn og uppeldi Tengdar fréttir Tíðahringurinn getur haft áhrif á frammistöðu á æfingum „Ekki nóg með að við séum að ganga í gegnum þessar hormónasveiflur í hverjum mánuði, þá er bara allt lífsskeið okkar, alveg frá því við erum á fósturskeiði og þangað til að við verðum gamlar konur, erum við svo ótrúlega háð þessum breytingum í hormónum í líkamanum okkar,“ segir Hanna Lilja Oddgeirsdóttir sérnámslæknir í kvensjúkdóma- og fæðingarlækningum. 23. maí 2021 09:31 „Forvörn í því að hlúa vel að konum og heilsu kvenna“ Hanna Lilja Oddgeirsdóttir ákvað frekar snemma að hún vildi verða kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir. Hún hefur einstaklega mikinn áhuga á kvenheilsu og fræðir nú stúlkur og konur um allt sem tengist því efni, meðal annars með hlaðvarpsþáttum ásamt Andreu Eyland þáttastjórnanda Kviknar hlaðvarpsins hér á Vísi. 16. maí 2021 09:00 „Ég hugsa að ég muni aldrei gleyma hljóðunum í börnunum“ Sigríður Jónsdóttir og Magnús Kjartan Eyjólfsson eignuðust andvana stúlku þriðjudaginn 27. apríl. Hún fékk nafnið Kolfinna Ögn. 10. maí 2021 18:00 Fór í fóstureyðingu því hún hafði ekki unnið úr eigin áföllum „Það er auðveldara að byggja upp sterk börn heldur en að laga brotna einstaklinga,“ segir Ester Ósk. 7. maí 2021 09:19 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Tíðahringurinn getur haft áhrif á frammistöðu á æfingum „Ekki nóg með að við séum að ganga í gegnum þessar hormónasveiflur í hverjum mánuði, þá er bara allt lífsskeið okkar, alveg frá því við erum á fósturskeiði og þangað til að við verðum gamlar konur, erum við svo ótrúlega háð þessum breytingum í hormónum í líkamanum okkar,“ segir Hanna Lilja Oddgeirsdóttir sérnámslæknir í kvensjúkdóma- og fæðingarlækningum. 23. maí 2021 09:31
„Forvörn í því að hlúa vel að konum og heilsu kvenna“ Hanna Lilja Oddgeirsdóttir ákvað frekar snemma að hún vildi verða kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir. Hún hefur einstaklega mikinn áhuga á kvenheilsu og fræðir nú stúlkur og konur um allt sem tengist því efni, meðal annars með hlaðvarpsþáttum ásamt Andreu Eyland þáttastjórnanda Kviknar hlaðvarpsins hér á Vísi. 16. maí 2021 09:00
„Ég hugsa að ég muni aldrei gleyma hljóðunum í börnunum“ Sigríður Jónsdóttir og Magnús Kjartan Eyjólfsson eignuðust andvana stúlku þriðjudaginn 27. apríl. Hún fékk nafnið Kolfinna Ögn. 10. maí 2021 18:00
Fór í fóstureyðingu því hún hafði ekki unnið úr eigin áföllum „Það er auðveldara að byggja upp sterk börn heldur en að laga brotna einstaklinga,“ segir Ester Ósk. 7. maí 2021 09:19