„Í rauninni hrynur heimurinn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. maí 2021 10:31 Anna Lilja og Anna Sigga hafa báðar gengið í gegnum það að missa maka. Þær eru bestu vinkonur, báðar tveggja barna mæður, eru 31 árs og búa í næstu götu frá hvor annarri. Þær hafa einnig gengið í gegnum þá sáru lífsreynslu að missa maka með nokkurra ára millibili. Þær vilja nýta sína reynslu til góðs og hjálpa syrgjendum með fræðslu og sérstökum verkfærum sem þær hafa þróað. Eva Laufey Kjaran hitti þær Önnu Lilju Marteinsdóttur og Önnu Sigríði Sigurjónsdóttur á dögunum og ræddi við það í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég missi minn maka 23 ára gömul árið 2013. Hann lendir í bílslysi og það var að sjálfsögðu mikið áfall fyrir mig svona unga að ganga í gegnum það. Maður þurfti að læra að takast á við nýtt hlutverk,“ segir Anna Sigga. „Nú í lok maí er komið ár síðan að ég missti minn maka. Þá var ég nýorðin þrítug og við áttum tvö börn saman og í rauninni hrynur heimurinn. Það var ansi ljúfsárt að eiga bestu vinkonu sem skyldi á allt annan hátt en allir aðrir. Þó svo að við séum báðar með fullt af góðu fólki í kringum okkur þá stóðu við okkur oft af því að sitja og spjalla um hluti sem ekki margir eru að ræða yfir hádegismatnum,“ segir Anna Lilja. Getur sent villandi skilaboð „Við fengum þessi verkefni í hendurnar algjörlega óumbeðið. Maður þarf að vera sterkur í gegnum þetta, sérstaklega í mínu tilfelli er ég með tvo pjakka sem þarf að halda áfram að sinna. Það þarf ekkert alltaf að segja fólki hvað það sé sterkt því það getur líka sent villandi skilaboð að það eigi að vera sterkt á þessum tíma. Þú mátt líka bara vera alls ekki sterkur,“ segir Anna Lilja. Eftir mörg samtöl og stundir kviknaði sú hugmynd að þær gætu nýtt sína reynslu til góðs og hjálpað syrgjendum og aðstandendum þeirra. Bæði með fræðslu og sérstökum verkfæraboxum sem þær hafa þróað. „Við vorum sammála um í öllu þessu spjalli, sérstaklega fyrstu dagana og vikurnar þegar það er fullt hús og allir eru hjá manni að þegar það kemur kvöld að þú leyfir þér að vera svolítið í myrkrinu og taka út erfiðu stundina einn með sjálfum þér. Þú ert kannski ekki að upplifa þessar erfiðu stundir af því að þú ert ein, heldur leyfir þú þeim að koma þegar þú ert ein,“ segir Anna Lilja. Boxin sem þær vinkonurnar þróuðu eru í raun fjögur lítil box sem koma saman í einu stóru boxi. „Þegar viðtakandi opnar stóra boxið bíður hans lítið spjald sem hann snýr við og les í rólegheitum. Það eru í raun svona leiðbeiningar að boxinu. Þar stendur að þú eigir í rauninni ekki að opna allar gjafirnar strax, þú eigir að opna eina litla gjöf þegar þér líður annaðhvort bara illa eða einmana eða bara langar til þess að opna gjöf,“ segir Anna Sigga. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Fleiri fréttir „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Sjá meira
Þær vilja nýta sína reynslu til góðs og hjálpa syrgjendum með fræðslu og sérstökum verkfærum sem þær hafa þróað. Eva Laufey Kjaran hitti þær Önnu Lilju Marteinsdóttur og Önnu Sigríði Sigurjónsdóttur á dögunum og ræddi við það í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég missi minn maka 23 ára gömul árið 2013. Hann lendir í bílslysi og það var að sjálfsögðu mikið áfall fyrir mig svona unga að ganga í gegnum það. Maður þurfti að læra að takast á við nýtt hlutverk,“ segir Anna Sigga. „Nú í lok maí er komið ár síðan að ég missti minn maka. Þá var ég nýorðin þrítug og við áttum tvö börn saman og í rauninni hrynur heimurinn. Það var ansi ljúfsárt að eiga bestu vinkonu sem skyldi á allt annan hátt en allir aðrir. Þó svo að við séum báðar með fullt af góðu fólki í kringum okkur þá stóðu við okkur oft af því að sitja og spjalla um hluti sem ekki margir eru að ræða yfir hádegismatnum,“ segir Anna Lilja. Getur sent villandi skilaboð „Við fengum þessi verkefni í hendurnar algjörlega óumbeðið. Maður þarf að vera sterkur í gegnum þetta, sérstaklega í mínu tilfelli er ég með tvo pjakka sem þarf að halda áfram að sinna. Það þarf ekkert alltaf að segja fólki hvað það sé sterkt því það getur líka sent villandi skilaboð að það eigi að vera sterkt á þessum tíma. Þú mátt líka bara vera alls ekki sterkur,“ segir Anna Lilja. Eftir mörg samtöl og stundir kviknaði sú hugmynd að þær gætu nýtt sína reynslu til góðs og hjálpað syrgjendum og aðstandendum þeirra. Bæði með fræðslu og sérstökum verkfæraboxum sem þær hafa þróað. „Við vorum sammála um í öllu þessu spjalli, sérstaklega fyrstu dagana og vikurnar þegar það er fullt hús og allir eru hjá manni að þegar það kemur kvöld að þú leyfir þér að vera svolítið í myrkrinu og taka út erfiðu stundina einn með sjálfum þér. Þú ert kannski ekki að upplifa þessar erfiðu stundir af því að þú ert ein, heldur leyfir þú þeim að koma þegar þú ert ein,“ segir Anna Lilja. Boxin sem þær vinkonurnar þróuðu eru í raun fjögur lítil box sem koma saman í einu stóru boxi. „Þegar viðtakandi opnar stóra boxið bíður hans lítið spjald sem hann snýr við og les í rólegheitum. Það eru í raun svona leiðbeiningar að boxinu. Þar stendur að þú eigir í rauninni ekki að opna allar gjafirnar strax, þú eigir að opna eina litla gjöf þegar þér líður annaðhvort bara illa eða einmana eða bara langar til þess að opna gjöf,“ segir Anna Sigga. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Fleiri fréttir „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“