Skrautlegri sögu félags forstöðumanns Zuism lokið Kjartan Kjartansson skrifar 26. maí 2021 19:58 RH16 ehf. var undir lokin skráð til heimilis að Borgartúni 22 þar sem Ágúst Arnar leigði litla skrifstofu af Flugvirkjafélagi Íslands. Aðalfundur Zuism var sagður hafa farið fram í húsakynnunum í september árið 2018. Ekki er ljóst hvort að sá fundur fór raunverulega fram. Vísir/Vilhelm Einkahlutafélagið RH16 sem var í eigu Ágústs Arnars Ágústssonar, forstöðumanns trúfélagsins Zuism, hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Það var meðal annars notað til að taka á móti fjármunum sem Ágúst Arnar er sakaður um að hafa tekið sér úr sjóðum félagsins, Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði félagið gjaldþrota 14. maí, að því er sagði í tilkynningu í Lögbirtingablaðinu. DV sagði fyrst frá gjaldþrotinu. Félagið kom meðal annars við sögu í umdeildri Kickstarter-söfnun sem var stöðvuð og meintum viðskiptum við kínverskt stórfyrirtæki. RH16 ehf. var alfarið í eigu Ágústs Arnar. Í ákæru héraðssaksóknara á hendur honum og bróður hans Einars vegna fjársvika og peningaþvættis í tengslum við Zuism kom fram að þeir hefðu fært 750.000 krónur beint og óbeint úr sjóðum trúfélagsins inn á reikning RH16. Bræðurnir eru sakaðir um að hafa ráðstafað fjármunum trúfélagsins, sem þáði tugi milljóna króna frá ríkinu í formi sóknargjalda, í eigin þágu. Þeir hafi eytt milljónum króna í veitingahús, áfengi og ferðalög. Aðeins 1,27 milljónir króna voru eftir á reikningi Zuism af þeim rúmlega 84,7 milljónum sem félagið fékk frá ríkinu í maí árið 2019 en héraðssaksóknari krefst upptöku á hátt í fimmtíu milljónum króna hjá félögum Einars Ágústssonar og Zuism. Kickstarter-söfnun og meint viðskipti við kinverskt stórfyrirtæki Félag Ágústs Arnars sem nú er gjaldþrota átti sér skrautlega sögu. Það hét áður Janulus ehf. og var á sínum tíma skráð fyrir söfnun bræðranna fyrir svonefndri Trinity-vindmyllu á bandarísku fjáröflunarsíðunni Kickstarter. Bræðurnir voru gjarnan kenndi við Kickstarter í fjölmiðlum á þeim tíma. Kickstarter stöðvaði söfnun bræðranna fyrir þegar þeir höfðu safnað tæpum tuttugu milljónum króna árið 2015. Þá höfðu þeir verið til rannsóknar um tíma vegna meintra fjársvika. Í skriflegu svari Kickstarter til Vísis í nóvember árið 2018 kom fram að fyrirtækið gæti ekki tjáð sig um ástæður þess að söfnuninni var lokað vegna þess að það hefði unnið með „löggæsluyfirvöldum“ vegna verkefna bræðranna. Árið 2018, eftir að Ágúst Arnar tók við stjórnartaumum í Zuism, var umsókn hans fyrir hönd félagsins um hátt í einnar og hálfrar milljónar króna styrk úr Tækniþróunarsjóði Rannís samþykkt. Þá hafði hann breytt nafni félagsins í RH16. Styrkurinn var vegna sólarselluverkefnis. Í maí sama ár sagði Ágúst Arnar Morgunblaðinu að kínverska fyrirtækið Goldwind hefði keypt hugverkarétt að Trinity-vindmyllunni sem þeir bræður söfnuðu fyrir á Kickstarter á sínum tíma. Goldwind ætlaði sér að setja Trinity á markað í Kína og RH16 ætti að veita ráðgjöf við verkefnið. Talskona Goldwind vísaði því á bug að fyrirtækið hefði átt í viðskiptum, samstarfi eða samskiptum við RH16 þegar Vísir spurðist fyrir um fréttina í desember 2018. Í yfirlýsingu sem Ágúst Arnar sendi frá sér eftir að frétt Vísis birtist hélt hann því engu að síður áfram fram að hann hafi átt í viðskiptum við fulltrúa Goldwind. Því hafnaði talskona Goldwind aftur þegar Vísir bar þær fullyrðingar undir hana. Zuism Dómsmál Trúmál Gjaldþrot Efnahagsbrot Tengdar fréttir Frávísunarkröfu Zuism-bræðra hafnað Kröfu forsvarsmanna trúfélagsins Zuism um að ákæru á hendur þeim og félaginu yrði vísað frá var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Mennirnir eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. 9. apríl 2021 14:01 Saksóknari fann fleiri milljónir Zuism-bræðra í Bandaríkjunum Héraðssaksóknari hefur gert þá kröfu að fleiri eignir Einars Ágústssonar, annars fyrirsvarsmanna trúfélagsins Zuism, verði gerðar upptækar. Um er að ræða allar eignir Einars á reikningum hjá breska verðbréfafyrirtækinu Interactive Brokers í London. Um er að ræða samanlagt rúmlega 16 þúsund dollara eða andvirði rúmlega tveggja milljóna íslenskra króna. 17. febrúar 2021 06:16 Zuism nýtti sér þekkta veikleika á lögum um trúfélög Ríkislögreglustjóri varaði við því að ófullnægjandi lög um trú- og lífsskoðunarfélög sköpuðu hættu á að þau væru misnotuð í þágu brotastarfsemi meira en ári áður en stjórnendur Zuism voru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. 21. desember 2020 09:01 Stjórnendur Zuism ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti Tveir bræður sem stýra trúfélaginu Zuism hafa verið ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. Trúfélagið var á tímabili eitt það fjölmennasta á landinu og hefur þegið tugi milljóna króna úr ríkissjóði í formi sóknargjalda. 7. desember 2020 11:23 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði félagið gjaldþrota 14. maí, að því er sagði í tilkynningu í Lögbirtingablaðinu. DV sagði fyrst frá gjaldþrotinu. Félagið kom meðal annars við sögu í umdeildri Kickstarter-söfnun sem var stöðvuð og meintum viðskiptum við kínverskt stórfyrirtæki. RH16 ehf. var alfarið í eigu Ágústs Arnar. Í ákæru héraðssaksóknara á hendur honum og bróður hans Einars vegna fjársvika og peningaþvættis í tengslum við Zuism kom fram að þeir hefðu fært 750.000 krónur beint og óbeint úr sjóðum trúfélagsins inn á reikning RH16. Bræðurnir eru sakaðir um að hafa ráðstafað fjármunum trúfélagsins, sem þáði tugi milljóna króna frá ríkinu í formi sóknargjalda, í eigin þágu. Þeir hafi eytt milljónum króna í veitingahús, áfengi og ferðalög. Aðeins 1,27 milljónir króna voru eftir á reikningi Zuism af þeim rúmlega 84,7 milljónum sem félagið fékk frá ríkinu í maí árið 2019 en héraðssaksóknari krefst upptöku á hátt í fimmtíu milljónum króna hjá félögum Einars Ágústssonar og Zuism. Kickstarter-söfnun og meint viðskipti við kinverskt stórfyrirtæki Félag Ágústs Arnars sem nú er gjaldþrota átti sér skrautlega sögu. Það hét áður Janulus ehf. og var á sínum tíma skráð fyrir söfnun bræðranna fyrir svonefndri Trinity-vindmyllu á bandarísku fjáröflunarsíðunni Kickstarter. Bræðurnir voru gjarnan kenndi við Kickstarter í fjölmiðlum á þeim tíma. Kickstarter stöðvaði söfnun bræðranna fyrir þegar þeir höfðu safnað tæpum tuttugu milljónum króna árið 2015. Þá höfðu þeir verið til rannsóknar um tíma vegna meintra fjársvika. Í skriflegu svari Kickstarter til Vísis í nóvember árið 2018 kom fram að fyrirtækið gæti ekki tjáð sig um ástæður þess að söfnuninni var lokað vegna þess að það hefði unnið með „löggæsluyfirvöldum“ vegna verkefna bræðranna. Árið 2018, eftir að Ágúst Arnar tók við stjórnartaumum í Zuism, var umsókn hans fyrir hönd félagsins um hátt í einnar og hálfrar milljónar króna styrk úr Tækniþróunarsjóði Rannís samþykkt. Þá hafði hann breytt nafni félagsins í RH16. Styrkurinn var vegna sólarselluverkefnis. Í maí sama ár sagði Ágúst Arnar Morgunblaðinu að kínverska fyrirtækið Goldwind hefði keypt hugverkarétt að Trinity-vindmyllunni sem þeir bræður söfnuðu fyrir á Kickstarter á sínum tíma. Goldwind ætlaði sér að setja Trinity á markað í Kína og RH16 ætti að veita ráðgjöf við verkefnið. Talskona Goldwind vísaði því á bug að fyrirtækið hefði átt í viðskiptum, samstarfi eða samskiptum við RH16 þegar Vísir spurðist fyrir um fréttina í desember 2018. Í yfirlýsingu sem Ágúst Arnar sendi frá sér eftir að frétt Vísis birtist hélt hann því engu að síður áfram fram að hann hafi átt í viðskiptum við fulltrúa Goldwind. Því hafnaði talskona Goldwind aftur þegar Vísir bar þær fullyrðingar undir hana.
Zuism Dómsmál Trúmál Gjaldþrot Efnahagsbrot Tengdar fréttir Frávísunarkröfu Zuism-bræðra hafnað Kröfu forsvarsmanna trúfélagsins Zuism um að ákæru á hendur þeim og félaginu yrði vísað frá var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Mennirnir eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. 9. apríl 2021 14:01 Saksóknari fann fleiri milljónir Zuism-bræðra í Bandaríkjunum Héraðssaksóknari hefur gert þá kröfu að fleiri eignir Einars Ágústssonar, annars fyrirsvarsmanna trúfélagsins Zuism, verði gerðar upptækar. Um er að ræða allar eignir Einars á reikningum hjá breska verðbréfafyrirtækinu Interactive Brokers í London. Um er að ræða samanlagt rúmlega 16 þúsund dollara eða andvirði rúmlega tveggja milljóna íslenskra króna. 17. febrúar 2021 06:16 Zuism nýtti sér þekkta veikleika á lögum um trúfélög Ríkislögreglustjóri varaði við því að ófullnægjandi lög um trú- og lífsskoðunarfélög sköpuðu hættu á að þau væru misnotuð í þágu brotastarfsemi meira en ári áður en stjórnendur Zuism voru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. 21. desember 2020 09:01 Stjórnendur Zuism ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti Tveir bræður sem stýra trúfélaginu Zuism hafa verið ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. Trúfélagið var á tímabili eitt það fjölmennasta á landinu og hefur þegið tugi milljóna króna úr ríkissjóði í formi sóknargjalda. 7. desember 2020 11:23 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Frávísunarkröfu Zuism-bræðra hafnað Kröfu forsvarsmanna trúfélagsins Zuism um að ákæru á hendur þeim og félaginu yrði vísað frá var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Mennirnir eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. 9. apríl 2021 14:01
Saksóknari fann fleiri milljónir Zuism-bræðra í Bandaríkjunum Héraðssaksóknari hefur gert þá kröfu að fleiri eignir Einars Ágústssonar, annars fyrirsvarsmanna trúfélagsins Zuism, verði gerðar upptækar. Um er að ræða allar eignir Einars á reikningum hjá breska verðbréfafyrirtækinu Interactive Brokers í London. Um er að ræða samanlagt rúmlega 16 þúsund dollara eða andvirði rúmlega tveggja milljóna íslenskra króna. 17. febrúar 2021 06:16
Zuism nýtti sér þekkta veikleika á lögum um trúfélög Ríkislögreglustjóri varaði við því að ófullnægjandi lög um trú- og lífsskoðunarfélög sköpuðu hættu á að þau væru misnotuð í þágu brotastarfsemi meira en ári áður en stjórnendur Zuism voru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. 21. desember 2020 09:01
Stjórnendur Zuism ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti Tveir bræður sem stýra trúfélaginu Zuism hafa verið ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. Trúfélagið var á tímabili eitt það fjölmennasta á landinu og hefur þegið tugi milljóna króna úr ríkissjóði í formi sóknargjalda. 7. desember 2020 11:23