Getum enn fengið stóra hópsýkingu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 26. maí 2021 12:27 Þórólfur Guðnason segir viðbúið að enn komi upp smit þótt dögunum fjölgi þar sem enginn greinist með veiruna. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að hann hefði verið til í að sjá núllin áfram í kórónuveirusmitum en það sé óraunhæft. Veiran sé enn þarna úti en að veiran sem nú sé að greinast sé sú sama og greindist fyrir rúmri viku og var kennd við H&M. Fimm greindust með veiruna í gær og voru tveir utan sóttkvíar. „Þetta er ekki óviðbúið. Við höfum verið að tala um að veiran sé ennþá úti í samfélaginu," segir Þórólfur. Fjórir þeirra sem greindust í gær, þar á meðal starfsmaður á leikskólanum Árborg, tengjast þessum eina sem greindist með veiruna í fyrradag. „Veiran virðist vera sú sama og greindist á dögunum og var kennd við H&M. Þannig að þetta er sama veiran sem við erum að eiga við.“ Sá fimmti sem greindist í gær, annar þeirra sem greindist utan sóttkvíar, er ferðamaður. „Þetta er ferðamaður sem kom fyrir viku síðan til landsins og þurfti vottorð til að komast heim. Þá greindist hann með jákvætt covid-test.“ Enginn greindist með veiruna um helgina, í fjóra daga í röð, en Þórólfur segir fimm smitaða þó ekki gríðarlegt áfall eða bakslag. „Við hefðum viljað sjá núllin áfram en ég held það sé óraunhæft í sjálfu sér. Veiran er þarna úti og er að valda, sem betur fer, litlum einkennum eða engum einkennum hjá mörgum. En þeir geta þá smitað og þess vegna ríður á að allir passi sig, jafnvel þótt við séum byrjuð að slaka á aðgerðum. Við erum ekki laus við veiruna, við getum allt í einu fengið stóra hópsýkingu ef fólk gætir ekki að sér,“ segir Þórólfur og minnir á að það taki nokkrar vikur fyrir bóluefnið að virka. „Svo geta bólusettir fengið veiruna og borið hana áfram, þótt það sé sjaldgæft.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Enginn greindist innanlands fjórða daginn í röð Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, fjórða daginn í röð. Þá greindist enginn á landamærum heldur. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum frá almannavörnum. 24. maí 2021 11:01 Smit á leikskólanum Árborg Starfsmaður á leikskólanum Árborg í Árbæjarhverfi í Reykjavík hefur greinst með Covid-19. 26. maí 2021 11:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Loksins ekkert Vatnsendamál fyrir dómstólum Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Fimm greindust með veiruna í gær og voru tveir utan sóttkvíar. „Þetta er ekki óviðbúið. Við höfum verið að tala um að veiran sé ennþá úti í samfélaginu," segir Þórólfur. Fjórir þeirra sem greindust í gær, þar á meðal starfsmaður á leikskólanum Árborg, tengjast þessum eina sem greindist með veiruna í fyrradag. „Veiran virðist vera sú sama og greindist á dögunum og var kennd við H&M. Þannig að þetta er sama veiran sem við erum að eiga við.“ Sá fimmti sem greindist í gær, annar þeirra sem greindist utan sóttkvíar, er ferðamaður. „Þetta er ferðamaður sem kom fyrir viku síðan til landsins og þurfti vottorð til að komast heim. Þá greindist hann með jákvætt covid-test.“ Enginn greindist með veiruna um helgina, í fjóra daga í röð, en Þórólfur segir fimm smitaða þó ekki gríðarlegt áfall eða bakslag. „Við hefðum viljað sjá núllin áfram en ég held það sé óraunhæft í sjálfu sér. Veiran er þarna úti og er að valda, sem betur fer, litlum einkennum eða engum einkennum hjá mörgum. En þeir geta þá smitað og þess vegna ríður á að allir passi sig, jafnvel þótt við séum byrjuð að slaka á aðgerðum. Við erum ekki laus við veiruna, við getum allt í einu fengið stóra hópsýkingu ef fólk gætir ekki að sér,“ segir Þórólfur og minnir á að það taki nokkrar vikur fyrir bóluefnið að virka. „Svo geta bólusettir fengið veiruna og borið hana áfram, þótt það sé sjaldgæft.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Enginn greindist innanlands fjórða daginn í röð Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, fjórða daginn í röð. Þá greindist enginn á landamærum heldur. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum frá almannavörnum. 24. maí 2021 11:01 Smit á leikskólanum Árborg Starfsmaður á leikskólanum Árborg í Árbæjarhverfi í Reykjavík hefur greinst með Covid-19. 26. maí 2021 11:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Loksins ekkert Vatnsendamál fyrir dómstólum Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Enginn greindist innanlands fjórða daginn í röð Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, fjórða daginn í röð. Þá greindist enginn á landamærum heldur. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum frá almannavörnum. 24. maí 2021 11:01
Smit á leikskólanum Árborg Starfsmaður á leikskólanum Árborg í Árbæjarhverfi í Reykjavík hefur greinst með Covid-19. 26. maí 2021 11:00