Kórstjóri Óháða kórsins er Kristján Hrannar Pálsson. Kórinn hefur aðsetur í Reykjavík. Kórmeðlimir á myndbandinu eru:
Tenór:
Páll Sólmundur Eydal
Bragi Árnason
Bassi:
Kristján Hrannar Pálsson
Tom Hannay
Alt:
Ásdís Ómarsdóttir
Sofie Hermansen Eriksdatter
Sópran:
Maya Staub
Nína Richter
Viðstaddir tóku vel í þennan óvænta flutning og var mikið klappað undir lokin og jafnvel sáust tár á hvarmi viðstaddra.
Óháði kórinn hefur áður flutt verk eftir Friðrik en það var á opnunaratriði Íslensku tónlistarverðlaunanna 2020, þar sem kórinn kom fram með Hatara og GDRN.
Kristján Hrannar kórstjóri segir að hugmyndin að þessum óvenjulega flutningi hafi komið þannig til að hann og Friðrik þekkist og hann fylgist því vel með því sem hann er að gera og semja. Eiginkona Kristjáns, Nína Richter sem einnig er meðlimur í kórnum, stakk síðan upp á því að flytja lagið á gosstöðvunum í gosgöngu kórsins.