„Áður en ég veit af eru tveir menn standandi fyrir aftan mig og grípa í mig“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. maí 2021 10:00 Mennirnir sem nauðguðu Eddu á Krít fengu fjögurra og fjögurra og hálfs árs dóm. Edda Kristín Bergþórsdóttir var átján ára þegar hún fór í útskriftarferð með vinum sínum til Krítar. Ferð sem rataði í fréttir vegna hrikalegra atburða. Tveir karlmenn brutu gróflega á Eddu og voru nýlega dæmdir í fangelsi fyrir. Edda Kristín, sem í dag er 21 árs, sagði sögu sína í Íslandi í dag. Edda Kristín átti eitt ár eftir í Menntaskólanum á Akureyri þar sem hún hafði farið út sem skiptinemi eitt árið. Ferðin fór vel af stað og allir tilbúnir að hafa gaman. Fyrsta vikan stóðst væntingar og allir dagarnir. Allir dagarnir eins, vaknað seint og byrjað snemma að drekka og diskó á kvöldin. Eitthvað sem allir þekkja sem hafa farið í útskriftarferð. Áttundi dagurinn byrjaði eins en breyttist í martröð klukkan tvö um nóttina. „Vinkonan mín ætlaði að fara á hótelið aftur og ég svona, æji ég nenni ekki alveg að fara á hótelið strax. Ég vissi að vinur minn væri nýfarinn á McDonalds sem var svona tvær mínútur í burtu. Ég ætlaði bara að hitta hann þar og ég ætlaði bara að rölta í rólegheitunum. Ég hélt að ekkert myndi gerast á tveggja mínútna rölti. Áður en ég veit af eru tveir menn standandi fyrir aftan mig og grípa í mig og labba bara með mig eitthvert. Ég varð alveg máttlaus og mér leið eins og þeir væru að labba með mig í einhvern hálftíma en þetta voru örugglega fimm mínútur,“ segir Edda sem bókstaflega fraus og kom ekki upp orði, svo mikil var hræðslan. „Síðan skiptust þeir á að halda mér niðri á meðan hinn nauðgaði mér. Ég veit ekki hversu langan tíma þetta tók, ekki langt, þó að þetta hafi liðið eins og þetta hafi verið margir tímar. Annar þeirra segir, thank you for your time, og þeir skilja eftir peningaseðil og klink inni í mér. Síðan bara fara þeir.“ Eins og gefur að skilja var Edda í miklu áfalli og óttaðist um líf sitt. Fyrst um sinn þorði hún ekki að standa upp. „Ég bara ligg á jörðinni í örugglega tíu mínútur korter. Síðan ætla ég að labba af stað og finna hótelið til þess að geta fengið að fara til læknis eða eitthvað en ég rata ekkert og vissi ekkert hvar ég var. Síminn var dauður og ég fattaði ekki einu sinni að fara inn á einhvern stað til að hringja. Ég labbaði ábyggilega í tuttugu mínútur til þess að reyna finna hótelið. Svo fann ég bara eitthvað hótel og fór þangað. Ég bað þau um að hringja á leigubíl og bið leigubílstjórann um að fara með mig á sjúkrahús. Hann skutlar mér á pínulitla heilsugæslu sem var opin allan sólahringinn. Þar hringja þeir á hótelið og ferðaskrifstofuna.“ Edda með vinum sínum úr Menntaskóla. Þá komu fulltrúar frá ferðaskrifstofunni sem og vinir Eddu sem höfðu verið að leita að henni. Hún fór með sjúkrabíl á sjúkrahús til skoðunar og eftir það á lögreglustöð til að gefa skýrslu og kæra. Á þessum tíma þótti eflaust langsótt að mennirnir myndu finnast. „Þarna var kominn dagur og ég var ekki búin að sofa neitt, ekki búin að fara í sturtu og ekki búin að borða. Ég var bara alveg ónýt og löggan að spyrja mig endalaust. Þeir voru bara að reyna fá eins miklar upplýsingar og hægt var og ég reyndi að gefa þeim allt sem ég gat.“ Edda fór þá upp á hótel til að hvíla sig en um sexleytið sama dag banka tveir lögreglumenn upp á hjá henni. Þeir vildu hana aftur á lögreglustöðina. Tveir höfðu þá verið handteknir sem höfðu þótt grunsamlegir við skemmtistaðinn allt kvöldið. Það reyndust þeir sömu og brutu á Eddu. Hún mætir, ber kennsl á þá og fer síðan heim til Íslands daginn eftir. „Sama ár, í nóvember þurfti ég að fara aftur út og bera vitni aftur og gefa skýrslu. Ég gat ekki gert það hérna heima út af því að þetta er svo gamaldags kerfi í Grikklandi. Ég fór sem sagt með tveimur konum frá ferðaskrifstofunni Tripical aftur út og ég er mjög þakklát þeim fyrir að hafa verið til staðar.“ Edda segir stuðninginn hafa verið mikinn og góðan en málinu lauk þó ekki þarna heldur þurfti hún svo að fara út í þriðja sinn og var það í desember í fyrra. „Þar þurfti ég að bera vitni fyrir dómi og þeir sátu einum metra frá mér. Það var hræðilegt. Ég sat í salnum þegar þeir löbbuðu inn og ég fór strax í sjokk þegar þeir komu inn.“ Annar mannanna fékk fjögurra og hálfs árs dóm og hinn fjögurra ára dóm. Saksóknari var þó ekki sáttur við þá niðurstöðu og krafðist harðari refsingar. Málinu er því ekki lokið. „Mér fannst þetta ekki nægilega harður dómur.“ Þorði ekki að segja foreldrum sínum frá Edda Kristín segir að á sínum tíma hafi hún ekki sjálf hringt í foreldra sína til að segja þeim frá. Heldur gerðu fulltrúar ferðaskrifstofunnar það. Hún segir að foreldrar hennar hafi alltaf verið til staðar fyrir hana en grunar að mögulega hafi þeim liðið verra en henni. „Ég er með áfallastreituröskun, mikinn kvíða, ég sef mjög illa og hef ekki sofið heila nótt síðan að þetta gerðist,“ segir Edda sem fær martraðir um hverja nótt. „Ég get ekki gengið um ein, eitthvað sem ég gerði og hafði gaman af. Núna get ég ekki farið ein út með ruslið nánast.“ Hún segir að ef þetta hefði gerst á Íslandi og að íslenskir karlmenn hefði verið að verki myndi hún ekki þora út úr húsi. Hún segir að þá myndi hún óttast að rekast á þá. Edda hefur verið dugleg að leita sér hjálpar, er hjá sálfræðingi og fengið góða hjálp frá Stígamótum og finnst erfitt en gott að tala um þessa reynslu. „Ég held að það hafi alveg hjálpað að fara strax til lögreglu og bíða ekki. Ég held að ef ég hefði beðið þá væri ég örugglega ekki að tala um þetta við neinn,“ segir Edda sem stígur fram til að segja söguna sína til að leggja áherslu á að þegar fólk lendir í svona áfalli verði það að leita sér hjálpar til að vinna úr sínum málum. Hún er reið gerendum sínum og skilur ekki hvernig manneskja getur gert annarin manneskju svona lagað. Hún segist oft hugsa til þessara tíma og stundum, jafnvel oft kenni hún sjálfri sér um. „Ég hugsa hluti eins og ég hefði átt að berjast á móti, öskra og allt til þess að komast undan þessu. En þeir voru tveir, ég var ein. Þeir voru líklegast edrú og ég hefði sennilega ekki komist undan og þetta hefði geta farið verr. Í grunninn veit ég að þetta er ekki mér að kenna.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Kynferðisofbeldi Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Edda Kristín átti eitt ár eftir í Menntaskólanum á Akureyri þar sem hún hafði farið út sem skiptinemi eitt árið. Ferðin fór vel af stað og allir tilbúnir að hafa gaman. Fyrsta vikan stóðst væntingar og allir dagarnir. Allir dagarnir eins, vaknað seint og byrjað snemma að drekka og diskó á kvöldin. Eitthvað sem allir þekkja sem hafa farið í útskriftarferð. Áttundi dagurinn byrjaði eins en breyttist í martröð klukkan tvö um nóttina. „Vinkonan mín ætlaði að fara á hótelið aftur og ég svona, æji ég nenni ekki alveg að fara á hótelið strax. Ég vissi að vinur minn væri nýfarinn á McDonalds sem var svona tvær mínútur í burtu. Ég ætlaði bara að hitta hann þar og ég ætlaði bara að rölta í rólegheitunum. Ég hélt að ekkert myndi gerast á tveggja mínútna rölti. Áður en ég veit af eru tveir menn standandi fyrir aftan mig og grípa í mig og labba bara með mig eitthvert. Ég varð alveg máttlaus og mér leið eins og þeir væru að labba með mig í einhvern hálftíma en þetta voru örugglega fimm mínútur,“ segir Edda sem bókstaflega fraus og kom ekki upp orði, svo mikil var hræðslan. „Síðan skiptust þeir á að halda mér niðri á meðan hinn nauðgaði mér. Ég veit ekki hversu langan tíma þetta tók, ekki langt, þó að þetta hafi liðið eins og þetta hafi verið margir tímar. Annar þeirra segir, thank you for your time, og þeir skilja eftir peningaseðil og klink inni í mér. Síðan bara fara þeir.“ Eins og gefur að skilja var Edda í miklu áfalli og óttaðist um líf sitt. Fyrst um sinn þorði hún ekki að standa upp. „Ég bara ligg á jörðinni í örugglega tíu mínútur korter. Síðan ætla ég að labba af stað og finna hótelið til þess að geta fengið að fara til læknis eða eitthvað en ég rata ekkert og vissi ekkert hvar ég var. Síminn var dauður og ég fattaði ekki einu sinni að fara inn á einhvern stað til að hringja. Ég labbaði ábyggilega í tuttugu mínútur til þess að reyna finna hótelið. Svo fann ég bara eitthvað hótel og fór þangað. Ég bað þau um að hringja á leigubíl og bið leigubílstjórann um að fara með mig á sjúkrahús. Hann skutlar mér á pínulitla heilsugæslu sem var opin allan sólahringinn. Þar hringja þeir á hótelið og ferðaskrifstofuna.“ Edda með vinum sínum úr Menntaskóla. Þá komu fulltrúar frá ferðaskrifstofunni sem og vinir Eddu sem höfðu verið að leita að henni. Hún fór með sjúkrabíl á sjúkrahús til skoðunar og eftir það á lögreglustöð til að gefa skýrslu og kæra. Á þessum tíma þótti eflaust langsótt að mennirnir myndu finnast. „Þarna var kominn dagur og ég var ekki búin að sofa neitt, ekki búin að fara í sturtu og ekki búin að borða. Ég var bara alveg ónýt og löggan að spyrja mig endalaust. Þeir voru bara að reyna fá eins miklar upplýsingar og hægt var og ég reyndi að gefa þeim allt sem ég gat.“ Edda fór þá upp á hótel til að hvíla sig en um sexleytið sama dag banka tveir lögreglumenn upp á hjá henni. Þeir vildu hana aftur á lögreglustöðina. Tveir höfðu þá verið handteknir sem höfðu þótt grunsamlegir við skemmtistaðinn allt kvöldið. Það reyndust þeir sömu og brutu á Eddu. Hún mætir, ber kennsl á þá og fer síðan heim til Íslands daginn eftir. „Sama ár, í nóvember þurfti ég að fara aftur út og bera vitni aftur og gefa skýrslu. Ég gat ekki gert það hérna heima út af því að þetta er svo gamaldags kerfi í Grikklandi. Ég fór sem sagt með tveimur konum frá ferðaskrifstofunni Tripical aftur út og ég er mjög þakklát þeim fyrir að hafa verið til staðar.“ Edda segir stuðninginn hafa verið mikinn og góðan en málinu lauk þó ekki þarna heldur þurfti hún svo að fara út í þriðja sinn og var það í desember í fyrra. „Þar þurfti ég að bera vitni fyrir dómi og þeir sátu einum metra frá mér. Það var hræðilegt. Ég sat í salnum þegar þeir löbbuðu inn og ég fór strax í sjokk þegar þeir komu inn.“ Annar mannanna fékk fjögurra og hálfs árs dóm og hinn fjögurra ára dóm. Saksóknari var þó ekki sáttur við þá niðurstöðu og krafðist harðari refsingar. Málinu er því ekki lokið. „Mér fannst þetta ekki nægilega harður dómur.“ Þorði ekki að segja foreldrum sínum frá Edda Kristín segir að á sínum tíma hafi hún ekki sjálf hringt í foreldra sína til að segja þeim frá. Heldur gerðu fulltrúar ferðaskrifstofunnar það. Hún segir að foreldrar hennar hafi alltaf verið til staðar fyrir hana en grunar að mögulega hafi þeim liðið verra en henni. „Ég er með áfallastreituröskun, mikinn kvíða, ég sef mjög illa og hef ekki sofið heila nótt síðan að þetta gerðist,“ segir Edda sem fær martraðir um hverja nótt. „Ég get ekki gengið um ein, eitthvað sem ég gerði og hafði gaman af. Núna get ég ekki farið ein út með ruslið nánast.“ Hún segir að ef þetta hefði gerst á Íslandi og að íslenskir karlmenn hefði verið að verki myndi hún ekki þora út úr húsi. Hún segir að þá myndi hún óttast að rekast á þá. Edda hefur verið dugleg að leita sér hjálpar, er hjá sálfræðingi og fengið góða hjálp frá Stígamótum og finnst erfitt en gott að tala um þessa reynslu. „Ég held að það hafi alveg hjálpað að fara strax til lögreglu og bíða ekki. Ég held að ef ég hefði beðið þá væri ég örugglega ekki að tala um þetta við neinn,“ segir Edda sem stígur fram til að segja söguna sína til að leggja áherslu á að þegar fólk lendir í svona áfalli verði það að leita sér hjálpar til að vinna úr sínum málum. Hún er reið gerendum sínum og skilur ekki hvernig manneskja getur gert annarin manneskju svona lagað. Hún segist oft hugsa til þessara tíma og stundum, jafnvel oft kenni hún sjálfri sér um. „Ég hugsa hluti eins og ég hefði átt að berjast á móti, öskra og allt til þess að komast undan þessu. En þeir voru tveir, ég var ein. Þeir voru líklegast edrú og ég hefði sennilega ekki komist undan og þetta hefði geta farið verr. Í grunninn veit ég að þetta er ekki mér að kenna.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Kynferðisofbeldi Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira