UEFA í hart gegn óhlýðnu félögunum Real Madrid, Barcelona og Juventus Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2021 09:01 Aleksander Ceferin, forseti UEFA, ætlar ekki að gefa neitt eftir í þessu máli. Getty/Harold Cunningham Knattspyrnusamband Evrópu hefur hafið mál gegn þremur af stærstu fótboltafélögum álfunnar vegna aðkomu þeirra að stofnum Ofurdeildar Evrópu. Barcelona, Juventus og Real Madrid voru meðal tólf stofnmeðlima Ofurdeildarinnar sem dó aðeins nokkra daga gömul en ólíkt hinum níu hafa þau neitað að falla frá plönum sínum. UEFA sendi frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að sambandið hafi nú byrjað málsmeðferð gegn þessum félögum. UEFA has opened proceedings against Barcelona, Real Madrid and Juventus for their role in the plans for a European Super League.— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 25, 2021 UEFA reyndi fyrst að fara samningaleiðina en ekkert kom út úr því og því hefur sambandið hafið málsmeðferð gegn Real Madrid, Barcelona og Juventus fyrir brot á regluverki Knattspyrnusambands Evrópu. Aleksander Ceferi, forseti UEFA, varaði þessi félög við því á dögunum að ef þau segjast vera í Ofurdeildinni þá geti þau að sjálfsögðu ekki spilað í Meistaradeildinni. Liðin sem voru með í byrjun en hafa síðan hætt við þátttöku í Ofurdeildinni eru Arsenal, Chelsea, Liverpool, Manchester City, Manchester United, Tottenham Hotspur, AC Milan, Inter Milan og Atletico Madrid. Þessi níu félög féllust á beiðni UEFA um að sameinast um að gefa fimmtán milljónir evra í samvinnuverkefni til styrktar barna- og unglingafótbolta í Evrópu. Öll þessi félög munu líka missa fimm prósent af sínum hluta af sínum Evróputekjum frá UEFA í eitt tímabil. UEFA: Following an investigation conducted by UEFA Ethics and Disciplinary Inspectors in connection with the so-called Super League project, disciplinary proceedings have been opened against Real Madrid, Barcelona & Juventus for a potential violation of UEFA s legal framework — Rob Harris (@RobHarris) May 25, 2021 Til að koma í veg fyrir frekar Ofurdeildarævintýri í framtíðinni þá hafa þessi níu félög einnig skrifað undir hollustu samning við UEFA sem myndi þýða hundrað milljóna evru sekt ef þau reyndu að ganga til liðs við keppni í óleyfi í framtíðinni. Florentino Perez, forseti Real Madrid, er einn af aðalmönnunum á bak við Ofurdeildina, hefur haldið því fram að félögin níu sem samþykktu að stofna Ofurdeildina séu með bindandi samninga og geti því ekki hætt við. UEFA Ofurdeildin Meistaradeild Evrópu Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Barcelona, Juventus og Real Madrid voru meðal tólf stofnmeðlima Ofurdeildarinnar sem dó aðeins nokkra daga gömul en ólíkt hinum níu hafa þau neitað að falla frá plönum sínum. UEFA sendi frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að sambandið hafi nú byrjað málsmeðferð gegn þessum félögum. UEFA has opened proceedings against Barcelona, Real Madrid and Juventus for their role in the plans for a European Super League.— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 25, 2021 UEFA reyndi fyrst að fara samningaleiðina en ekkert kom út úr því og því hefur sambandið hafið málsmeðferð gegn Real Madrid, Barcelona og Juventus fyrir brot á regluverki Knattspyrnusambands Evrópu. Aleksander Ceferi, forseti UEFA, varaði þessi félög við því á dögunum að ef þau segjast vera í Ofurdeildinni þá geti þau að sjálfsögðu ekki spilað í Meistaradeildinni. Liðin sem voru með í byrjun en hafa síðan hætt við þátttöku í Ofurdeildinni eru Arsenal, Chelsea, Liverpool, Manchester City, Manchester United, Tottenham Hotspur, AC Milan, Inter Milan og Atletico Madrid. Þessi níu félög féllust á beiðni UEFA um að sameinast um að gefa fimmtán milljónir evra í samvinnuverkefni til styrktar barna- og unglingafótbolta í Evrópu. Öll þessi félög munu líka missa fimm prósent af sínum hluta af sínum Evróputekjum frá UEFA í eitt tímabil. UEFA: Following an investigation conducted by UEFA Ethics and Disciplinary Inspectors in connection with the so-called Super League project, disciplinary proceedings have been opened against Real Madrid, Barcelona & Juventus for a potential violation of UEFA s legal framework — Rob Harris (@RobHarris) May 25, 2021 Til að koma í veg fyrir frekar Ofurdeildarævintýri í framtíðinni þá hafa þessi níu félög einnig skrifað undir hollustu samning við UEFA sem myndi þýða hundrað milljóna evru sekt ef þau reyndu að ganga til liðs við keppni í óleyfi í framtíðinni. Florentino Perez, forseti Real Madrid, er einn af aðalmönnunum á bak við Ofurdeildina, hefur haldið því fram að félögin níu sem samþykktu að stofna Ofurdeildina séu með bindandi samninga og geti því ekki hætt við.
UEFA Ofurdeildin Meistaradeild Evrópu Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira