UEFA í hart gegn óhlýðnu félögunum Real Madrid, Barcelona og Juventus Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2021 09:01 Aleksander Ceferin, forseti UEFA, ætlar ekki að gefa neitt eftir í þessu máli. Getty/Harold Cunningham Knattspyrnusamband Evrópu hefur hafið mál gegn þremur af stærstu fótboltafélögum álfunnar vegna aðkomu þeirra að stofnum Ofurdeildar Evrópu. Barcelona, Juventus og Real Madrid voru meðal tólf stofnmeðlima Ofurdeildarinnar sem dó aðeins nokkra daga gömul en ólíkt hinum níu hafa þau neitað að falla frá plönum sínum. UEFA sendi frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að sambandið hafi nú byrjað málsmeðferð gegn þessum félögum. UEFA has opened proceedings against Barcelona, Real Madrid and Juventus for their role in the plans for a European Super League.— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 25, 2021 UEFA reyndi fyrst að fara samningaleiðina en ekkert kom út úr því og því hefur sambandið hafið málsmeðferð gegn Real Madrid, Barcelona og Juventus fyrir brot á regluverki Knattspyrnusambands Evrópu. Aleksander Ceferi, forseti UEFA, varaði þessi félög við því á dögunum að ef þau segjast vera í Ofurdeildinni þá geti þau að sjálfsögðu ekki spilað í Meistaradeildinni. Liðin sem voru með í byrjun en hafa síðan hætt við þátttöku í Ofurdeildinni eru Arsenal, Chelsea, Liverpool, Manchester City, Manchester United, Tottenham Hotspur, AC Milan, Inter Milan og Atletico Madrid. Þessi níu félög féllust á beiðni UEFA um að sameinast um að gefa fimmtán milljónir evra í samvinnuverkefni til styrktar barna- og unglingafótbolta í Evrópu. Öll þessi félög munu líka missa fimm prósent af sínum hluta af sínum Evróputekjum frá UEFA í eitt tímabil. UEFA: Following an investigation conducted by UEFA Ethics and Disciplinary Inspectors in connection with the so-called Super League project, disciplinary proceedings have been opened against Real Madrid, Barcelona & Juventus for a potential violation of UEFA s legal framework — Rob Harris (@RobHarris) May 25, 2021 Til að koma í veg fyrir frekar Ofurdeildarævintýri í framtíðinni þá hafa þessi níu félög einnig skrifað undir hollustu samning við UEFA sem myndi þýða hundrað milljóna evru sekt ef þau reyndu að ganga til liðs við keppni í óleyfi í framtíðinni. Florentino Perez, forseti Real Madrid, er einn af aðalmönnunum á bak við Ofurdeildina, hefur haldið því fram að félögin níu sem samþykktu að stofna Ofurdeildina séu með bindandi samninga og geti því ekki hætt við. UEFA Ofurdeildin Meistaradeild Evrópu Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Fleiri fréttir Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Sjá meira
Barcelona, Juventus og Real Madrid voru meðal tólf stofnmeðlima Ofurdeildarinnar sem dó aðeins nokkra daga gömul en ólíkt hinum níu hafa þau neitað að falla frá plönum sínum. UEFA sendi frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að sambandið hafi nú byrjað málsmeðferð gegn þessum félögum. UEFA has opened proceedings against Barcelona, Real Madrid and Juventus for their role in the plans for a European Super League.— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 25, 2021 UEFA reyndi fyrst að fara samningaleiðina en ekkert kom út úr því og því hefur sambandið hafið málsmeðferð gegn Real Madrid, Barcelona og Juventus fyrir brot á regluverki Knattspyrnusambands Evrópu. Aleksander Ceferi, forseti UEFA, varaði þessi félög við því á dögunum að ef þau segjast vera í Ofurdeildinni þá geti þau að sjálfsögðu ekki spilað í Meistaradeildinni. Liðin sem voru með í byrjun en hafa síðan hætt við þátttöku í Ofurdeildinni eru Arsenal, Chelsea, Liverpool, Manchester City, Manchester United, Tottenham Hotspur, AC Milan, Inter Milan og Atletico Madrid. Þessi níu félög féllust á beiðni UEFA um að sameinast um að gefa fimmtán milljónir evra í samvinnuverkefni til styrktar barna- og unglingafótbolta í Evrópu. Öll þessi félög munu líka missa fimm prósent af sínum hluta af sínum Evróputekjum frá UEFA í eitt tímabil. UEFA: Following an investigation conducted by UEFA Ethics and Disciplinary Inspectors in connection with the so-called Super League project, disciplinary proceedings have been opened against Real Madrid, Barcelona & Juventus for a potential violation of UEFA s legal framework — Rob Harris (@RobHarris) May 25, 2021 Til að koma í veg fyrir frekar Ofurdeildarævintýri í framtíðinni þá hafa þessi níu félög einnig skrifað undir hollustu samning við UEFA sem myndi þýða hundrað milljóna evru sekt ef þau reyndu að ganga til liðs við keppni í óleyfi í framtíðinni. Florentino Perez, forseti Real Madrid, er einn af aðalmönnunum á bak við Ofurdeildina, hefur haldið því fram að félögin níu sem samþykktu að stofna Ofurdeildina séu með bindandi samninga og geti því ekki hætt við.
UEFA Ofurdeildin Meistaradeild Evrópu Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Fleiri fréttir Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Sjá meira