Hlynur: Vil ekki sjá umræðu hjá Stjörnumönnum um eitthvað bann Smári Jökull Jónsson skrifar 25. maí 2021 22:29 Hlynur Bæringsson í baráttu í leik gegn Grindavík. vísir/bára „Við klúðrum mikið af opnum sniðskotum undir körfunni, allt of mikið af þannig tækifærum sem við förum illa með. Það eru alltaf einhver smáatriði í svona leik en við hefðum átt að nýta færin betur,“ sagði Hlynur Bæringsson eftir tap Stjörnunnar í fjórða leik liðsins gegn Grindavík í 8-liða úrslitum Domino´s deildarinnar. „Við vorum að missa menn framhjá okkur, kannski ekki alveg að skipta rétt í vörninni. Við gáfum þeim einhver skot en það er frekar erfitt að greina þetta svona rétt eftir leik.“ Hlynur lék með umbúðir á höfðinu í fjórða leikhluta eftir að hafa fengið högg frá Kazembe Abif í baráttu þeirra undir körfunni. „Ég fékk bara högg á höfuðið. Ég vill auðvitað alltaf sjá eitthvað dæmt fyrir mig. Ég nenni samt ekki að fara í einhvern farsa eins og er alltaf í þessari úrslitakeppni. Það kom einhver úrskurður um daginn sem var skrifaður af einhverjum fimm lögfræðingum, eitthvað djók,“ sagði Hlynur sem sjálfur var dæmdur í leikbann eftir atvik milli hans og Dags Kár Jónssonar í fyrsta leik liðanna í Garðabæ. „Ég er ekki að segja að hann hafi ætlað að gera þetta, ég vil enga umræðu um þetta. Við erum ekki að fara að kæra hann eða neitt þannig, svona hlutir gerast í körfubolta. Ég held að hann hafi ekkert ætlað að hamra mig ekki frekar en ég ætlaði að berja Dag Kár. Við bara spilum.“ „Grindvíkingar eru bara flottir og ég held þeir hafi bara átt skilið að vinna. Ég vil vinna þá fullmannaða og vil ekki sjá einhverja umræðu hjá Stjörnumönnum um eitthvað bann. Þetta er bara allt í góðu, þetta er körfubolti og hlutirnir gerast.“ Framundan er oddaleikur á föstudagskvöldið og ljóst að þar verður hart barist. „Við þurfum bara að mæta með rétt spennustig. Við vorum alveg góðir í byrjun, við erum með menn sem hafa verið í svona leikjum áður. Við þurfum að vera klárir í baráttuna, þeir eru með mjög gott lið og gera flottar breytingar á milli leikja.“ „Þetta eru stríðsmenn margir hverjir en við þurfum að koma rétt gíraðir. Mér finnst við vera með betra körfuboltalið svona maður fyrir mann en það dugar ekki alltaf. Ef við mætum rétt stemmdir og öndum rólega fram að þessum leik þá verðum við bara í góðum málum,“ sagði Hlynur að lokum. Stjarnan UMF Grindavík Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Heimamenn knúðu fram oddaleik Grindavík knúði fram oddaleik með frábærum sigri á Stjörnunni í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta. Lokatölur í frábærum leik í Grindavík 95-92 heimamönnum í vil. 25. maí 2021 22:00 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Sjá meira
„Við vorum að missa menn framhjá okkur, kannski ekki alveg að skipta rétt í vörninni. Við gáfum þeim einhver skot en það er frekar erfitt að greina þetta svona rétt eftir leik.“ Hlynur lék með umbúðir á höfðinu í fjórða leikhluta eftir að hafa fengið högg frá Kazembe Abif í baráttu þeirra undir körfunni. „Ég fékk bara högg á höfuðið. Ég vill auðvitað alltaf sjá eitthvað dæmt fyrir mig. Ég nenni samt ekki að fara í einhvern farsa eins og er alltaf í þessari úrslitakeppni. Það kom einhver úrskurður um daginn sem var skrifaður af einhverjum fimm lögfræðingum, eitthvað djók,“ sagði Hlynur sem sjálfur var dæmdur í leikbann eftir atvik milli hans og Dags Kár Jónssonar í fyrsta leik liðanna í Garðabæ. „Ég er ekki að segja að hann hafi ætlað að gera þetta, ég vil enga umræðu um þetta. Við erum ekki að fara að kæra hann eða neitt þannig, svona hlutir gerast í körfubolta. Ég held að hann hafi ekkert ætlað að hamra mig ekki frekar en ég ætlaði að berja Dag Kár. Við bara spilum.“ „Grindvíkingar eru bara flottir og ég held þeir hafi bara átt skilið að vinna. Ég vil vinna þá fullmannaða og vil ekki sjá einhverja umræðu hjá Stjörnumönnum um eitthvað bann. Þetta er bara allt í góðu, þetta er körfubolti og hlutirnir gerast.“ Framundan er oddaleikur á föstudagskvöldið og ljóst að þar verður hart barist. „Við þurfum bara að mæta með rétt spennustig. Við vorum alveg góðir í byrjun, við erum með menn sem hafa verið í svona leikjum áður. Við þurfum að vera klárir í baráttuna, þeir eru með mjög gott lið og gera flottar breytingar á milli leikja.“ „Þetta eru stríðsmenn margir hverjir en við þurfum að koma rétt gíraðir. Mér finnst við vera með betra körfuboltalið svona maður fyrir mann en það dugar ekki alltaf. Ef við mætum rétt stemmdir og öndum rólega fram að þessum leik þá verðum við bara í góðum málum,“ sagði Hlynur að lokum.
Stjarnan UMF Grindavík Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Heimamenn knúðu fram oddaleik Grindavík knúði fram oddaleik með frábærum sigri á Stjörnunni í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta. Lokatölur í frábærum leik í Grindavík 95-92 heimamönnum í vil. 25. maí 2021 22:00 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Heimamenn knúðu fram oddaleik Grindavík knúði fram oddaleik með frábærum sigri á Stjörnunni í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta. Lokatölur í frábærum leik í Grindavík 95-92 heimamönnum í vil. 25. maí 2021 22:00