Fjölmennt á frumsýningu Little Kingdom í gær Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. maí 2021 17:01 Leikkonan Ragga Ragnarsdóttir mætti á frumsýninguna en vinkona hennar, sænska ungstyrnið Alicia Agneson, fer með aðalhlutverk í myndinni. Í gær var myndin íslensk/slavneska myndin Little Kingdom frumsýnd á Stockfish Kvikmyndahátíðinni við frábærar undirtektir áhorfenda. Stockfish film festival fer fram 20.-30. maí. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá frumsýningunni. KOTUNGSRÍKIÐ (Little Kingdom) Íslensk-slóvakíska kvikmyndin Kotungsríkið (Little Kingdom / Malá rísa) gerist í þorpi í Slóvakíu í lok seinni heimsstyrjaldar. Við fylgjumst með Evu ungri konu sem vinnur baki brotnu í einu verksmiðju þorpsins sem er stýrt af smákónginum Bar sem allir eiga sitt undir og kúgar jafnt starfsmenn sem og þorpsbúa. Jack, ástmaður Evu, sinnir herskyldu en þegar honum berst bréf frá Evu um örlagaríkan viðburð í lífi þeirra ákveður hann að strjúka frá herdeildinni til að geta stutt ástina sína. Hann lætur sig hverfa þegar herdeildin kemur inn á vændishús í nágranna bæ þar sem vændiskonan Cat ræður ríkjum. Herdeildinni er veitt fyrirsát af andspyrnuhreyfingunni að undirlagi Cat. Jack er nú réttdræpur fyrir liðhlaup og gerir sér upp veikindi til að réttlæta fjarveru sína úr hernum. Hann hefur störf í hergagnaverksmiðju Bar við hlið Evu. Málin flækjast þegar Bar verksmiðjueigandi fellst á að giftast vændiskonunni Cat til að geta endurnýjað samning sinn við stjórnvöld. Það reynist vonlítið ástarsamband og Cat rennir hýru auga til Jack sem veit um þátt hennar í fyrirsát herdeildarinnar og að sama skapi veit Cat um liðhlaup Jacks. Dramatískt uppgjör söguhetjanna er óumflýjanlegt þegar Þjóðverjar missa tökin í stríðinu og þorpið bókstaflega logar í illdeilum. Söguhetjunnar berjast fyrir lífi sínu og þá standa mannleg reisn og sannleikurinn ansi völtum fótum. Á meðal leikara er sænska ungstirnið Alicia Agneson (Eva), Lachlan Nieboer (Jack), Brian Caspe (Bar), Klara Mucci (Cat) og Mark Fleischmann (Nemeth). Handritið er unnið upp úr dansverkinu EPIC og meistaralega staðfært af írska handritshöfundinum Ewan Glass. Leikstjórn er í höndum Peter Magat. FilmFrame er aðalframleiðandi myndarinnar en Loki kvikmyndagerð ehf. er meðframleiðandi. Valgeir Sigurðsson semur tónlistina og var hún nýlega gefin út sem sérstætt tónverk, KVIKA og vinylútgáfa KVIKU er væntanleg til landsins. Stiklu fyrir myndina má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Bíó og sjónvarp Samkvæmislífið Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Fleiri fréttir „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Sjá meira
Stockfish film festival fer fram 20.-30. maí. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá frumsýningunni. KOTUNGSRÍKIÐ (Little Kingdom) Íslensk-slóvakíska kvikmyndin Kotungsríkið (Little Kingdom / Malá rísa) gerist í þorpi í Slóvakíu í lok seinni heimsstyrjaldar. Við fylgjumst með Evu ungri konu sem vinnur baki brotnu í einu verksmiðju þorpsins sem er stýrt af smákónginum Bar sem allir eiga sitt undir og kúgar jafnt starfsmenn sem og þorpsbúa. Jack, ástmaður Evu, sinnir herskyldu en þegar honum berst bréf frá Evu um örlagaríkan viðburð í lífi þeirra ákveður hann að strjúka frá herdeildinni til að geta stutt ástina sína. Hann lætur sig hverfa þegar herdeildin kemur inn á vændishús í nágranna bæ þar sem vændiskonan Cat ræður ríkjum. Herdeildinni er veitt fyrirsát af andspyrnuhreyfingunni að undirlagi Cat. Jack er nú réttdræpur fyrir liðhlaup og gerir sér upp veikindi til að réttlæta fjarveru sína úr hernum. Hann hefur störf í hergagnaverksmiðju Bar við hlið Evu. Málin flækjast þegar Bar verksmiðjueigandi fellst á að giftast vændiskonunni Cat til að geta endurnýjað samning sinn við stjórnvöld. Það reynist vonlítið ástarsamband og Cat rennir hýru auga til Jack sem veit um þátt hennar í fyrirsát herdeildarinnar og að sama skapi veit Cat um liðhlaup Jacks. Dramatískt uppgjör söguhetjanna er óumflýjanlegt þegar Þjóðverjar missa tökin í stríðinu og þorpið bókstaflega logar í illdeilum. Söguhetjunnar berjast fyrir lífi sínu og þá standa mannleg reisn og sannleikurinn ansi völtum fótum. Á meðal leikara er sænska ungstirnið Alicia Agneson (Eva), Lachlan Nieboer (Jack), Brian Caspe (Bar), Klara Mucci (Cat) og Mark Fleischmann (Nemeth). Handritið er unnið upp úr dansverkinu EPIC og meistaralega staðfært af írska handritshöfundinum Ewan Glass. Leikstjórn er í höndum Peter Magat. FilmFrame er aðalframleiðandi myndarinnar en Loki kvikmyndagerð ehf. er meðframleiðandi. Valgeir Sigurðsson semur tónlistina og var hún nýlega gefin út sem sérstætt tónverk, KVIKA og vinylútgáfa KVIKU er væntanleg til landsins. Stiklu fyrir myndina má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Bíó og sjónvarp Samkvæmislífið Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Fleiri fréttir „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Sjá meira