Flestir hafa kosið að vera grímulausir Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 25. maí 2021 12:12 Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir afnám grímuskyldunnar létti fyrir starfsfólk. Vísir/Egill Margir viðskiptavina verslana og starfsfólk hafa kosið að vera ekki með grímu í dag þar sem slíkt er nú leyfilegt. Framkvæmdastjóri Krónunnar segir afnám grímuskyldunnar marka mikil tímamót fyrir starfsfólk verslana. Breytingar á samkomutakmörkunum og öðrum sóttvarnaráðstöfunum tóku gildi á miðnætti. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 50 í 150 manns. Frá og með miðnætti féll grímuskylda niður í verslunum og á vinnustöðum, samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra. Áfram verður gerð krafa um að fólk beri grímu á sitjandi viðburðum, svo sem leiksýningum, bíósýningum, í kirkjuathöfnum á íþróttaviðburðum og viðlíka. Þá verður skylt að bera grímu í tengslum við þjónustu sem krefst mikillar nándar, til að mynda á hárgreiðslustofum, nuddstofum og við sambærilegar aðstæður. Margir sem hafa farið í verslanir í morgun hafa kosið að vera ekki með grímu og það sama má segja um starfsfólkið. „Okkar starfsfólk sem er auðvitað búið að bera grímu svo mánuðum skiptir og kannski margir orðnir langþreyttir á því hefur núna tækifæri á því að láta grímuna falla. Þó svo vissulega séu einhverjir sem vilji bera grímuna áfram. Sérstaklega kannski starfsfólk í afgreiðslu við afgreiðslukassana en þetta er auðvitað valkvætt hjá okkur. Við fylgjum bara lögum og reglugerðum eins og þær hafa verið lagðar út núna í þetta sinn,“ segir Ásta Sigríður Fjeldsted framkvæmdastjóri Krónunnar. „Eftir þessa fyrstu tvo tíma dagsins hér í morgun þá er alveg ljóst að þetta er mikill léttir fyrir starfsfólkið. Við sjáum það líka náttúrulega með viðskiptavinina sem hafa verið að mæta til okkar í morgun að þar virðast flestir sleppa grímunni. Við höfum kannski verið að sjá að svona þriðji fjórði hver viðskiptavinur ber grímu.“ Ásta segir að vel sé hugað áfram að sóttvörnum í verslunum. „Við höfum áfram aukin þrif í verslunum. Við erum að spritta á milli afgreiðslna í sjálfsafgreiðslu og við veitum að sjálfsögðu starfsfólki líka aðgengi að grímum þeim að kostnaðarlausu og svo sjáum við bara hvernig næstu dagar þróast. En þetta eru bara gríðarlega mikil tímamót fyrir verslunarfólk um land allt.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Tengdar fréttir Slakað á grímuskyldu og samkomutakmörkunum Breytingar á samkomutakmörkunum og öðrum sóttvarnaráðstöfunum tóku gildi nú á miðnætti. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 50 í 150 manns. Markverðasta breytingin er sú að verulega er dregið úr kröfum um grímunotkun. 25. maí 2021 00:01 Hugsanlega engar skráðar sóttvarnarreglur upp úr miðju sumri Sóttvarnalæknir telur að að öllu óbreyttu verði engar skráðar sóttvarnareglur hér á landi upp úr miðju sumri. Annan daginn í röð greindist enginn með covid-19 hér á landi í gær. 22. maí 2021 11:44 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Sjá meira
Breytingar á samkomutakmörkunum og öðrum sóttvarnaráðstöfunum tóku gildi á miðnætti. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 50 í 150 manns. Frá og með miðnætti féll grímuskylda niður í verslunum og á vinnustöðum, samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra. Áfram verður gerð krafa um að fólk beri grímu á sitjandi viðburðum, svo sem leiksýningum, bíósýningum, í kirkjuathöfnum á íþróttaviðburðum og viðlíka. Þá verður skylt að bera grímu í tengslum við þjónustu sem krefst mikillar nándar, til að mynda á hárgreiðslustofum, nuddstofum og við sambærilegar aðstæður. Margir sem hafa farið í verslanir í morgun hafa kosið að vera ekki með grímu og það sama má segja um starfsfólkið. „Okkar starfsfólk sem er auðvitað búið að bera grímu svo mánuðum skiptir og kannski margir orðnir langþreyttir á því hefur núna tækifæri á því að láta grímuna falla. Þó svo vissulega séu einhverjir sem vilji bera grímuna áfram. Sérstaklega kannski starfsfólk í afgreiðslu við afgreiðslukassana en þetta er auðvitað valkvætt hjá okkur. Við fylgjum bara lögum og reglugerðum eins og þær hafa verið lagðar út núna í þetta sinn,“ segir Ásta Sigríður Fjeldsted framkvæmdastjóri Krónunnar. „Eftir þessa fyrstu tvo tíma dagsins hér í morgun þá er alveg ljóst að þetta er mikill léttir fyrir starfsfólkið. Við sjáum það líka náttúrulega með viðskiptavinina sem hafa verið að mæta til okkar í morgun að þar virðast flestir sleppa grímunni. Við höfum kannski verið að sjá að svona þriðji fjórði hver viðskiptavinur ber grímu.“ Ásta segir að vel sé hugað áfram að sóttvörnum í verslunum. „Við höfum áfram aukin þrif í verslunum. Við erum að spritta á milli afgreiðslna í sjálfsafgreiðslu og við veitum að sjálfsögðu starfsfólki líka aðgengi að grímum þeim að kostnaðarlausu og svo sjáum við bara hvernig næstu dagar þróast. En þetta eru bara gríðarlega mikil tímamót fyrir verslunarfólk um land allt.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Tengdar fréttir Slakað á grímuskyldu og samkomutakmörkunum Breytingar á samkomutakmörkunum og öðrum sóttvarnaráðstöfunum tóku gildi nú á miðnætti. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 50 í 150 manns. Markverðasta breytingin er sú að verulega er dregið úr kröfum um grímunotkun. 25. maí 2021 00:01 Hugsanlega engar skráðar sóttvarnarreglur upp úr miðju sumri Sóttvarnalæknir telur að að öllu óbreyttu verði engar skráðar sóttvarnareglur hér á landi upp úr miðju sumri. Annan daginn í röð greindist enginn með covid-19 hér á landi í gær. 22. maí 2021 11:44 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Sjá meira
Slakað á grímuskyldu og samkomutakmörkunum Breytingar á samkomutakmörkunum og öðrum sóttvarnaráðstöfunum tóku gildi nú á miðnætti. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 50 í 150 manns. Markverðasta breytingin er sú að verulega er dregið úr kröfum um grímunotkun. 25. maí 2021 00:01
Hugsanlega engar skráðar sóttvarnarreglur upp úr miðju sumri Sóttvarnalæknir telur að að öllu óbreyttu verði engar skráðar sóttvarnareglur hér á landi upp úr miðju sumri. Annan daginn í röð greindist enginn með covid-19 hér á landi í gær. 22. maí 2021 11:44