Formaður ÍFF vill hvorki gefa upp nöfn stjórnarmanna né viðsemjenda Play Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. maí 2021 10:12 Það fer ekki mikið fyrir Íslenska flugstéttafélaginu og litlar upplýsingar að finna um það. Vísir/Vilhelm Litlar upplýsingar er að finna um Íslenska flugstéttafélagið á netinu og þá fæst ekki gefið upp hverjir sitja í stjórn né hverjir komu að samningaborðinu þegar gerður var kjarasamningur við flugfélagið Play. Vísir heyrði í Vigni Erni Garðarssyni, flugmanni og formann Íslenska flugstéttafélagsins, í morgun en hann vildi ekki gefa upp nöfnin á öðrum forsvarsmönnum félagsins. „Við erum ekki að ræða okkar mál opinberlega,“ svaraði Vignir þegar Vísir óskaði eftir upplýsingum um félagið. Hann vildi ekki gefa upp nöfn annarra stjórnarmanna en svaraði aðspurður að þeir væru þrír. Spurður að því hvort hann vildi ekki gefa upp nöfn hinna til að þeir gætu þá svarað því sjálfir hvort þeir vildu tjá sig sagði Vignir: „Þeir vilja ekki tjá sig um þetta.“ Vignir vísaði að öðru leyti til yfirlýsingar sem barst fjölmiðlum um helgina en hún er send frá Íslenska flugmannafélaginu, forvera Íslenska flugstéttafélagsins. Undir yfirlýsinguna ritar „stjórn“ en enginn er nafngreindur. Í yfirlýsingunni segir meðal annars að ÍFF harmi og hafni „öllum þeim dylgum og rangfærslum sem viðhafðar hafa verið af forystu ASÍ“. „Ásakanir um að ÍFF sé “gult stéttarfélag” eru særandi og móðgun við okkur og það sem við stöndum fyrir. Samingar okkar eru gerðir í góðri trú eftir þeim leikreglum sem mótast hafa gegnum tímann til að skapa tækifæri fyrir félagsmenn og alls ekki til höfuðs annarra félaga eða starfsbræðra og -systra.“ Spurður að því hverjir sömdu við Play fyrir hönd félagsins vísar Vignir aftur í yfirlýsinguna, þar sem fram kemur að „fyrrum flugliðar WOW“, sem Vignir segir „verðandi starfsmenn“ Play, hafi fengið umboð ÍFF til að semja fyrir flugliða. „Ég ætla ekki að gefa það upp að svo stöddu,“ segir Vignir, beðinn um nöfn umræddra einstaklinga. Vísir hefur kjarasamning Play við flugliða undir höndum en undir hann ritar Jónína Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs, fyrir hönd Play. Enga aðra undirritun er að finna á samningnum. Play Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Vísir heyrði í Vigni Erni Garðarssyni, flugmanni og formann Íslenska flugstéttafélagsins, í morgun en hann vildi ekki gefa upp nöfnin á öðrum forsvarsmönnum félagsins. „Við erum ekki að ræða okkar mál opinberlega,“ svaraði Vignir þegar Vísir óskaði eftir upplýsingum um félagið. Hann vildi ekki gefa upp nöfn annarra stjórnarmanna en svaraði aðspurður að þeir væru þrír. Spurður að því hvort hann vildi ekki gefa upp nöfn hinna til að þeir gætu þá svarað því sjálfir hvort þeir vildu tjá sig sagði Vignir: „Þeir vilja ekki tjá sig um þetta.“ Vignir vísaði að öðru leyti til yfirlýsingar sem barst fjölmiðlum um helgina en hún er send frá Íslenska flugmannafélaginu, forvera Íslenska flugstéttafélagsins. Undir yfirlýsinguna ritar „stjórn“ en enginn er nafngreindur. Í yfirlýsingunni segir meðal annars að ÍFF harmi og hafni „öllum þeim dylgum og rangfærslum sem viðhafðar hafa verið af forystu ASÍ“. „Ásakanir um að ÍFF sé “gult stéttarfélag” eru særandi og móðgun við okkur og það sem við stöndum fyrir. Samingar okkar eru gerðir í góðri trú eftir þeim leikreglum sem mótast hafa gegnum tímann til að skapa tækifæri fyrir félagsmenn og alls ekki til höfuðs annarra félaga eða starfsbræðra og -systra.“ Spurður að því hverjir sömdu við Play fyrir hönd félagsins vísar Vignir aftur í yfirlýsinguna, þar sem fram kemur að „fyrrum flugliðar WOW“, sem Vignir segir „verðandi starfsmenn“ Play, hafi fengið umboð ÍFF til að semja fyrir flugliða. „Ég ætla ekki að gefa það upp að svo stöddu,“ segir Vignir, beðinn um nöfn umræddra einstaklinga. Vísir hefur kjarasamning Play við flugliða undir höndum en undir hann ritar Jónína Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs, fyrir hönd Play. Enga aðra undirritun er að finna á samningnum.
Play Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira