Akademísk aukastörf í lögfræði Trausti Fannar Valsson skrifar 25. maí 2021 09:01 Í fjölmiðlum að undanförnu hefur verið fjallað um tengsl íslenskra dómstóla og lagadeilda háskólanna, m.a. Lagadeildar Háskóla Íslands. Af því tilefni er rétt að halda til haga nokkrum sjónarmiðum sem máli geta skipt fyrir upplýsta umræðu. Frá árinu 2017 hefur það verið samþykkt stefna Lagadeildar Háskóla Íslands að til hennar verði ráðnir færustu lögfræðingar sem vilja helga sig akademísku starfi. Áhersla deildarinnar er því sú að fastir akademískir starfsmenn hafi þau störf að aðalstarfi en ekki aukastarfi. Þannig er leitast við að tryggja gæði í innra starfi og skipulagi en um leið skiptir þetta máli vegna sjálfstæðis deildarinnar og ásýndar hennar. Þessari stefnu hefur verið fylgt við allar ráðningar í fastar stöður að Lagadeild undanfarin ár. Í þessu felst ekki að akademísk aukastörf séu almennt óæskileg. Slík störf geta og hafa þvert á móti stutt faglegt starf á háskólastigi og gera reglur Háskóla Íslands og alþjóðlegar hefðir ráð fyrir því að svo geti verið. Til Lagadeildar Háskóla Íslands hefur því í nokkrum tilvikum verið ráðið akademískt starfsfólk í ótímabundnar (fastar) hlutastöður sem gert er ráð fyrir að sinnt sé sem aukastarfi, síðast þó fyrir rúmum áratug. Lagadeildin sækir einnig á hverju starfsári mikinn faglegan styrk með tímabundnum samningum við stundakennara og akademíska gestakennara. Nemendur hafa af þessari ástæðu getað notið þess að lögfræðinni er miðlað til þeirra af færustu sérfræðingum hvers sviðs á hverjum tíma, sem margir hverjir gegna samhliða æðstu ábyrgðarstöðum í íslensku samfélagi. Þetta fyrirkomulag hefur ekki aðeins bætt nám við deildina heldur einnig stuðlað að fjölbreyttari rannsóknum. Mikilvægt er að fræðimenn við lagadeildir íslenskra háskóla séu í stakk búnir til að greina og gagnrýna, þar á meðal dómstólana. Starfsfólk Lagadeildar Háskóla Íslands, sem er elsta og stærsta lagadeild landsins, stendur undir þessu. Þar skiptir bæði máli að við deildina starfar sterkur hópur fræðimanna sem hefur það starf að aðalstarfi og að deildin tilheyrir sjálfstæðum og öflugum háskóla. Þótt við deildina séu vissulega akademískir starfsmenn sem gegna ótímabundnum hlutastörfum að aukastarfi meðfram aðalstarfi sínu þá er umfang þeirra starfa ekki óeðlilegt með tilliti til þeirrar starfsemi sem fram fer við deildina í heild sinni. Í umræðunni hefur einkum verið vísað til akademískra aukastarfa hæstaréttardómara. Af því tilefni þarf sérstaklega að geta þess að það getur átt sér eðlilegar skýringar ef einstakir starfsmenn Lagadeildar Háskóla Íslands gera tímabundna samninga um vinnuframlag í þágu Háskólans um lyktir tiltekinna verkefna þegar þeir hverfa til annarra starfa, s.s. dómstarfa, en sú er raunin með tvo dómara sem nýverið hafa fengið skipun við réttinn. Á sama sjónarmið getur reynt þegar nýráðnir starfsmenn að deildinni fá leyfi Háskólans til að ljúka verkefnum sem tilheyra þeirra fyrra aðalstarfi áður en þeir helga sig háskólastarfinu að fullu. Slík aukastörf eru í eðli sínu takmörkuð. Í tilefni af umræðu um akademísk aukastörf dómara og annarra verður jafnframt að minna á þá almennu staðreynd að það hvort vinnuveitandi í aðalstarfi samþykkir að starfsmaður taki að sér aukastarf við Háskóla Íslands ræðst af þeim lögum og samningum sem um það starf (aðalstarfið) gilda. Almennt ætti þó atvinnulífið og samfélagið að öðru leyti að líta það jákvæðum augum að starfsmenn utan háskólanna fái tækifæri til að koma inn í háskólana til þátttöku í kennslu og rannsóknum. Akademísk störf eru ekki bundin af sérhagsmunum, í þeim felst ekki hagsmunagæsla fyrir aðra og þar gildir meginreglan um akademískt frelsi og sjálfstæði. Þegar þetta er haft í huga kemur ekki á óvart að kennsla og fræðilegar rannsóknir, innan eðlilegra marka, sé sú tegund aukastarfa dómara sem almennt er litin jákvæðum augum bæði í nágrannalöndum okkar og hér á landi, sbr. ákvæði reglna nr. 1165/2017 um aukastörf dómara. Sömu niðurstöðu má einnig leiða af nokkuð afdráttarlausum ummælum í greinargerð sem fylgdi frumvarpi til laga nr. 50/2016 um dómstóla. Höfundur er forseti Lagadeildar Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómstólar Skóla - og menntamál Háskólar Aukastörf dómara Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Í fjölmiðlum að undanförnu hefur verið fjallað um tengsl íslenskra dómstóla og lagadeilda háskólanna, m.a. Lagadeildar Háskóla Íslands. Af því tilefni er rétt að halda til haga nokkrum sjónarmiðum sem máli geta skipt fyrir upplýsta umræðu. Frá árinu 2017 hefur það verið samþykkt stefna Lagadeildar Háskóla Íslands að til hennar verði ráðnir færustu lögfræðingar sem vilja helga sig akademísku starfi. Áhersla deildarinnar er því sú að fastir akademískir starfsmenn hafi þau störf að aðalstarfi en ekki aukastarfi. Þannig er leitast við að tryggja gæði í innra starfi og skipulagi en um leið skiptir þetta máli vegna sjálfstæðis deildarinnar og ásýndar hennar. Þessari stefnu hefur verið fylgt við allar ráðningar í fastar stöður að Lagadeild undanfarin ár. Í þessu felst ekki að akademísk aukastörf séu almennt óæskileg. Slík störf geta og hafa þvert á móti stutt faglegt starf á háskólastigi og gera reglur Háskóla Íslands og alþjóðlegar hefðir ráð fyrir því að svo geti verið. Til Lagadeildar Háskóla Íslands hefur því í nokkrum tilvikum verið ráðið akademískt starfsfólk í ótímabundnar (fastar) hlutastöður sem gert er ráð fyrir að sinnt sé sem aukastarfi, síðast þó fyrir rúmum áratug. Lagadeildin sækir einnig á hverju starfsári mikinn faglegan styrk með tímabundnum samningum við stundakennara og akademíska gestakennara. Nemendur hafa af þessari ástæðu getað notið þess að lögfræðinni er miðlað til þeirra af færustu sérfræðingum hvers sviðs á hverjum tíma, sem margir hverjir gegna samhliða æðstu ábyrgðarstöðum í íslensku samfélagi. Þetta fyrirkomulag hefur ekki aðeins bætt nám við deildina heldur einnig stuðlað að fjölbreyttari rannsóknum. Mikilvægt er að fræðimenn við lagadeildir íslenskra háskóla séu í stakk búnir til að greina og gagnrýna, þar á meðal dómstólana. Starfsfólk Lagadeildar Háskóla Íslands, sem er elsta og stærsta lagadeild landsins, stendur undir þessu. Þar skiptir bæði máli að við deildina starfar sterkur hópur fræðimanna sem hefur það starf að aðalstarfi og að deildin tilheyrir sjálfstæðum og öflugum háskóla. Þótt við deildina séu vissulega akademískir starfsmenn sem gegna ótímabundnum hlutastörfum að aukastarfi meðfram aðalstarfi sínu þá er umfang þeirra starfa ekki óeðlilegt með tilliti til þeirrar starfsemi sem fram fer við deildina í heild sinni. Í umræðunni hefur einkum verið vísað til akademískra aukastarfa hæstaréttardómara. Af því tilefni þarf sérstaklega að geta þess að það getur átt sér eðlilegar skýringar ef einstakir starfsmenn Lagadeildar Háskóla Íslands gera tímabundna samninga um vinnuframlag í þágu Háskólans um lyktir tiltekinna verkefna þegar þeir hverfa til annarra starfa, s.s. dómstarfa, en sú er raunin með tvo dómara sem nýverið hafa fengið skipun við réttinn. Á sama sjónarmið getur reynt þegar nýráðnir starfsmenn að deildinni fá leyfi Háskólans til að ljúka verkefnum sem tilheyra þeirra fyrra aðalstarfi áður en þeir helga sig háskólastarfinu að fullu. Slík aukastörf eru í eðli sínu takmörkuð. Í tilefni af umræðu um akademísk aukastörf dómara og annarra verður jafnframt að minna á þá almennu staðreynd að það hvort vinnuveitandi í aðalstarfi samþykkir að starfsmaður taki að sér aukastarf við Háskóla Íslands ræðst af þeim lögum og samningum sem um það starf (aðalstarfið) gilda. Almennt ætti þó atvinnulífið og samfélagið að öðru leyti að líta það jákvæðum augum að starfsmenn utan háskólanna fái tækifæri til að koma inn í háskólana til þátttöku í kennslu og rannsóknum. Akademísk störf eru ekki bundin af sérhagsmunum, í þeim felst ekki hagsmunagæsla fyrir aðra og þar gildir meginreglan um akademískt frelsi og sjálfstæði. Þegar þetta er haft í huga kemur ekki á óvart að kennsla og fræðilegar rannsóknir, innan eðlilegra marka, sé sú tegund aukastarfa dómara sem almennt er litin jákvæðum augum bæði í nágrannalöndum okkar og hér á landi, sbr. ákvæði reglna nr. 1165/2017 um aukastörf dómara. Sömu niðurstöðu má einnig leiða af nokkuð afdráttarlausum ummælum í greinargerð sem fylgdi frumvarpi til laga nr. 50/2016 um dómstóla. Höfundur er forseti Lagadeildar Háskóla Íslands.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun