Angjelin játar en segist hafa verið einn að verki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. maí 2021 08:40 Murat Selivrada er sá eini af fjórum ákærðu sem mættur er í dómssal. Hann er ekki í gæsluvarðhaldi ólíkt hinum karlmönnunum, Angjelin Serkaj og Shpetim Qerimi. Murat neitaði sök og Angjelin segist hafa verið einn að verki. Vísir/Vilhelm Angjelin Serkaj segist hafa verið einn að verki þegar hann réð Armando Beqirai bana í Rauðagerði laugardagskvöldið 13. febrúar síðastliðinn. Hin þrjú sem ákærð eru fyrir manndráp í samráði neituðu öll sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þingfestingin var með óhefðbundnu formi og gekk ekki áfallalaust fyrir sig. Þannig tók nokkurn tíma að ná sambandi við fangelsið á Hólmsheiði þar sem Angjelin og Shpetim Qerimi eru í gæsluvarðhaldi. Þrjú nei og eitt afdráttarlaust já Sverrir Halldórsson, verjandi Claudiu Sofiu Coelho Carvalho, mætti með umboð fyrir hennar hönd. Claudia, sem er unnusta Angjelin, neitar sök en hennar þáttur er sagður hafa verið sá að fylgjast með bílum í eigu Armando við hús á Rauðarárstíg og láta vita þegar þeir yrðu hreyfðir. Murat mætti jakkafataklæddur í dómsal ásamt Geir Gestssyni lögmanni sínum. Murat neitaði sök í málinu þegar sakarefnið var borið undir hann. Hans þáttur á að hafa verið sá að benda Claudiu á bílana sem hún átti að fylgjast með. Í framhaldinu náðist loks fjarfundarsamband við gæsluvarðhaldsfangelsið á Hólmsheiði. Fyrst mætti Shpetim Qerimi og sagðist neita sök í málinu. Honum er gefið að sök að hafa ekið bíl með Angjelin innanborðs þar sem þeir veittu Armando eftirför heim til hans. Sömuleiðis að hafa ekið á brott með Angjelin alla leið í Varmahlíð í Skagafirði eftir morðið. Frá aðgerðum lögreglu í Rauðagerði 14. febrúar síðastliðinn. Þá var komið að Angjelin. Lögregla sagði á blaðamannafundi í apríl að Angjelin hefði játað á sig verknaðinn og hann stóð við þá yfirlýsingu þegar sakarefnið var borið undir hann. Hann er sakaður um að hafa banað Armando með níu byssuskotum fyrir utan heimili hans í Rauðagerði. Angjelin var afdráttarlaus. Hann játaði á sig sakarefnið og lagði áherslu á að hann einn væri sekur um verknaðinn. Angjelin játaði á sig morðið í dag og segist hafa verið einn að verki. Í framhaldinu lagði Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari til að aðalmeðferð í málinu færi fram í haust. Ljóst væri að ekki tækist að rétta í málinu fyrr en þá. Varð mánudagurinn 13. september fyrir valinu og sækjendur og verjendur beðnir um að taka vikuna frá. Það er því ljóst að dómari gerir ráð fyrir að aðalmeðferðin standi í það minnsta eina viku. Blaðamaður sat þingfestingu málsins í héraði í dag og greindi jafnóðum frá því sem fram fór í vaktinni að neðan.
Hin þrjú sem ákærð eru fyrir manndráp í samráði neituðu öll sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þingfestingin var með óhefðbundnu formi og gekk ekki áfallalaust fyrir sig. Þannig tók nokkurn tíma að ná sambandi við fangelsið á Hólmsheiði þar sem Angjelin og Shpetim Qerimi eru í gæsluvarðhaldi. Þrjú nei og eitt afdráttarlaust já Sverrir Halldórsson, verjandi Claudiu Sofiu Coelho Carvalho, mætti með umboð fyrir hennar hönd. Claudia, sem er unnusta Angjelin, neitar sök en hennar þáttur er sagður hafa verið sá að fylgjast með bílum í eigu Armando við hús á Rauðarárstíg og láta vita þegar þeir yrðu hreyfðir. Murat mætti jakkafataklæddur í dómsal ásamt Geir Gestssyni lögmanni sínum. Murat neitaði sök í málinu þegar sakarefnið var borið undir hann. Hans þáttur á að hafa verið sá að benda Claudiu á bílana sem hún átti að fylgjast með. Í framhaldinu náðist loks fjarfundarsamband við gæsluvarðhaldsfangelsið á Hólmsheiði. Fyrst mætti Shpetim Qerimi og sagðist neita sök í málinu. Honum er gefið að sök að hafa ekið bíl með Angjelin innanborðs þar sem þeir veittu Armando eftirför heim til hans. Sömuleiðis að hafa ekið á brott með Angjelin alla leið í Varmahlíð í Skagafirði eftir morðið. Frá aðgerðum lögreglu í Rauðagerði 14. febrúar síðastliðinn. Þá var komið að Angjelin. Lögregla sagði á blaðamannafundi í apríl að Angjelin hefði játað á sig verknaðinn og hann stóð við þá yfirlýsingu þegar sakarefnið var borið undir hann. Hann er sakaður um að hafa banað Armando með níu byssuskotum fyrir utan heimili hans í Rauðagerði. Angjelin var afdráttarlaus. Hann játaði á sig sakarefnið og lagði áherslu á að hann einn væri sekur um verknaðinn. Angjelin játaði á sig morðið í dag og segist hafa verið einn að verki. Í framhaldinu lagði Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari til að aðalmeðferð í málinu færi fram í haust. Ljóst væri að ekki tækist að rétta í málinu fyrr en þá. Varð mánudagurinn 13. september fyrir valinu og sækjendur og verjendur beðnir um að taka vikuna frá. Það er því ljóst að dómari gerir ráð fyrir að aðalmeðferðin standi í það minnsta eina viku. Blaðamaður sat þingfestingu málsins í héraði í dag og greindi jafnóðum frá því sem fram fór í vaktinni að neðan.
Morð í Rauðagerði Dómsmál Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Erlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Sjá meira