Þjálfari í WNBA sektaður og settur í bann fyrir það sem hann sagði um körfuboltakonu í miðjum leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2021 10:01 Liz Cambage svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum og þjálfarinn var sektaður og settur í bann. Getty/Ethan Miller Curt Miller, þjálfari Connecticut Sun, hefur svarað ásökunum körfuboltakonunnar Liz Cambage með því að biðjast afsökunar á orðum sínum. Hann slapp þó hvorki við sekt né leikbann. Ástralski miðherjinn Liz Cambage, sem spilar með Las Vegas Aces, er einn besti leikmaðurinn í WNBA og var skiljanlega mjög ósátt með það sem þjálfari mótherjanna sagði um hana þegar hann var að kvarta í dómurum leiksins. Liz Cambage er 203 sentímetrar á hæð og er skráð 97 kíló. Þjálfarinn Curt Miller hélt hins vegar öðru fram í leik Connecticut Sun og Las Vegas Aces. Miller fór að tala um þyngd Cambage þegar hún fékk ódýra villu. Liz Cambage vakti athygli á þessu í löngum pistil á Instagram síðu sinni. Þjálfarinn á meðal annars að hafa sagt við dómarann: „En hún er 300 pund“ en 300 pund eru 136 kíló. Liz Cambage called out Sun HC Curt Miller for offensive comment about her weight during Aces-Sun game last nightMiller, who apologized Monday, has been fined $10K and suspended one game pic.twitter.com/sOjyF5FRPg— Bleacher Report (@BleacherReport) May 24, 2021 Liz Cambage gaf upp þyngd sína í pistlinum og sagðist vera 203 sentimetrar á hæð og 106 kíló á þyngd. Hún sagðist líka vera stolt af því að vera stór kona. „Ég mun aldrei leyfa karlmanni að sýna mér óvirðingu, aldrei, aldrei, aldrei og alls ekki einhvern lítinn hvítan karl,“ skrifaði Cambage. „Þú skalt aldrei sýna mér eða annarri konu í þessari deild óvirðingu,“ skrifaði Cambage. Miller þjálfari sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann baðst afsökunar. „Ég lét út úr mér óviðeigandi og móðgandi athugasemd varðandi hæð og þyngd Liz Cambage. Ég sé eftir því sem ég sagði í hita leiksins og vil biðja Liz og alla í Aces liðinu innilega afsökunar. Ég átt mig á alvarleika þess sem ég sagði og hef lært af þessu,“ sagði Curt Miller í yfirlýsingu sinni. After Las Vegas Aces star Liz Cambage accused Connecticut Sun head coach Curt Miller of bringing up her weight in order to get a favorable call from a referee, Miller has apologized.https://t.co/XCXYx6oWni— ESPN Women's Hoops (@ESPN_WomenHoop) May 24, 2021 Curt Miller slapp þó ekki við refsingu. Hann fékk tíu þúsund dollara sekt og einn leik í bann en sektin er upp á 1,2 milljónir íslenskra króna. Liz Cambage er 29 ára gömul og áströlsk landsliðskonan. Hún var stigahæsti leikmaður WNBA deildarinnar árið 2018. Á þessu tímabili er hún með 13,8 fráköst, 7,5 fráköst og 2,5 varin skot að meðaltali í leik. NBA Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Ástralski miðherjinn Liz Cambage, sem spilar með Las Vegas Aces, er einn besti leikmaðurinn í WNBA og var skiljanlega mjög ósátt með það sem þjálfari mótherjanna sagði um hana þegar hann var að kvarta í dómurum leiksins. Liz Cambage er 203 sentímetrar á hæð og er skráð 97 kíló. Þjálfarinn Curt Miller hélt hins vegar öðru fram í leik Connecticut Sun og Las Vegas Aces. Miller fór að tala um þyngd Cambage þegar hún fékk ódýra villu. Liz Cambage vakti athygli á þessu í löngum pistil á Instagram síðu sinni. Þjálfarinn á meðal annars að hafa sagt við dómarann: „En hún er 300 pund“ en 300 pund eru 136 kíló. Liz Cambage called out Sun HC Curt Miller for offensive comment about her weight during Aces-Sun game last nightMiller, who apologized Monday, has been fined $10K and suspended one game pic.twitter.com/sOjyF5FRPg— Bleacher Report (@BleacherReport) May 24, 2021 Liz Cambage gaf upp þyngd sína í pistlinum og sagðist vera 203 sentimetrar á hæð og 106 kíló á þyngd. Hún sagðist líka vera stolt af því að vera stór kona. „Ég mun aldrei leyfa karlmanni að sýna mér óvirðingu, aldrei, aldrei, aldrei og alls ekki einhvern lítinn hvítan karl,“ skrifaði Cambage. „Þú skalt aldrei sýna mér eða annarri konu í þessari deild óvirðingu,“ skrifaði Cambage. Miller þjálfari sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann baðst afsökunar. „Ég lét út úr mér óviðeigandi og móðgandi athugasemd varðandi hæð og þyngd Liz Cambage. Ég sé eftir því sem ég sagði í hita leiksins og vil biðja Liz og alla í Aces liðinu innilega afsökunar. Ég átt mig á alvarleika þess sem ég sagði og hef lært af þessu,“ sagði Curt Miller í yfirlýsingu sinni. After Las Vegas Aces star Liz Cambage accused Connecticut Sun head coach Curt Miller of bringing up her weight in order to get a favorable call from a referee, Miller has apologized.https://t.co/XCXYx6oWni— ESPN Women's Hoops (@ESPN_WomenHoop) May 24, 2021 Curt Miller slapp þó ekki við refsingu. Hann fékk tíu þúsund dollara sekt og einn leik í bann en sektin er upp á 1,2 milljónir íslenskra króna. Liz Cambage er 29 ára gömul og áströlsk landsliðskonan. Hún var stigahæsti leikmaður WNBA deildarinnar árið 2018. Á þessu tímabili er hún með 13,8 fráköst, 7,5 fráköst og 2,5 varin skot að meðaltali í leik.
NBA Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira