Eilífðarvélar hins opinbera Hildur Sverrisdóttir skrifar 24. maí 2021 23:00 Mér verður stundum hugsað til sögunnar af atvinnulausu mönnunum sem settir voru í atvinnubótavinnu við að ferja sand í hjólbörum upp að sílói. Þeir sturtuðu sandinum ofan í, gengu svo niður brekkuna aftur þar sem þeirra beið stór sandhrúga við hinn enda sílósins sem þurfti að koma upp brekkuna og ofan í sílóið, en minnkaði aldrei. Margar eilífðarvélar hafa verið upphugsaðar, þær eru spennandi og sumar mjög hugvitssamlegar, en ég veit ekki til þess að nein þeirra hafi komið að gagni. Ég gekk í Sjálfstæðisflokkinn fyrir rúmum áratug í upphafi efnahagskreppu. Eitt af því sem varð til þess að ég ákvað að reyna að verða að gagni var orðræðan um að refsa ætti fyrirtækjum sem mest og leysa allan vanda með meiri opinberum útgjöldum. Mér blöskraði þetta, ég var í fyrsta lagi ósammála því að fyrirtækjarekstur væri skammaryrði og upphaf alls ills í samfélaginu. En aðallega skildi ég ekki hvernig við ætluðum að leysa efnahagshalla með enn meiri halla. Staða ríkissjóðs er grafalvarleg í dag en við erum svo lánsöm að hafa byggt upp traustan grunn og höfum alla burði til að komast tiltölulega hratt út úr vandanum ef við högum málum rétt. Samt heyrast aftur raddir um að við eigum að leysa hallann með því að auka opinber útgjöld og, hvort sem þið trúið því eða ekki, fjölga opinberum störfum. Frá svipuðum slóðum heyrast áköll á að stöðva alla þróun í orkumálum, algjöra uppstokkun í sjávarútvegskerfinu og að nóg sé komið af ferðamönnum. Það er sjálfsögð skylda okkar að halda úti öflugu mennta- og heilbrigðiskerfi og hlúa vel að þeim sem þurfa aðstoð. Ég styð þar valfrelsi og nýsköpun og allar leiðir sem stuðla að betri þjónustu burtséð frá pólitískum kreddum, en það er önnur saga. Fyrst þurfum við nefnilega að átta okkur á því hvaðan peningarnir eiga að koma. Það er nefnilega staðreynd að ríkið býr ekki til peninga. Fleiri opinber störf skapa vissulega skatttekjur, en þau kosta ríkið miklu meira en þau skila. Það er fólk og hugvitssemi þess sem býr til ávinninginn sem gerir okkur kleift að byggja upp velferðarsamfélag. Fyrirtækin á Íslandi eru almennt rekin af hörkuduglegu fólki sem býr til meira úr minna og skapar ávinning fyrir samfélagið auk allra starfanna sem standa svo undir velferðarkerfinu. Eftir því sem þeim gengur betur því meira er til skiptanna. Það besta sem ríkið getur gert til að stuðla að því er einfaldlega að þvælast ekki fyrir atvinnulífinu meira en þörf krefur. Ef við ætlum hins vegar að fjármagna uppbygginguna framundan með hærri sköttum og fleiri opinberum störfum þá er ansi hætt við að við endum jafn hissa og mennirnir við sílóið á að ekkert gangi að losna við ríkishallann. Eilífðarvélar eru nefnilega ekki til. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, aðstoðarmaður ráðherra og frambjóðandi í 3.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Mér verður stundum hugsað til sögunnar af atvinnulausu mönnunum sem settir voru í atvinnubótavinnu við að ferja sand í hjólbörum upp að sílói. Þeir sturtuðu sandinum ofan í, gengu svo niður brekkuna aftur þar sem þeirra beið stór sandhrúga við hinn enda sílósins sem þurfti að koma upp brekkuna og ofan í sílóið, en minnkaði aldrei. Margar eilífðarvélar hafa verið upphugsaðar, þær eru spennandi og sumar mjög hugvitssamlegar, en ég veit ekki til þess að nein þeirra hafi komið að gagni. Ég gekk í Sjálfstæðisflokkinn fyrir rúmum áratug í upphafi efnahagskreppu. Eitt af því sem varð til þess að ég ákvað að reyna að verða að gagni var orðræðan um að refsa ætti fyrirtækjum sem mest og leysa allan vanda með meiri opinberum útgjöldum. Mér blöskraði þetta, ég var í fyrsta lagi ósammála því að fyrirtækjarekstur væri skammaryrði og upphaf alls ills í samfélaginu. En aðallega skildi ég ekki hvernig við ætluðum að leysa efnahagshalla með enn meiri halla. Staða ríkissjóðs er grafalvarleg í dag en við erum svo lánsöm að hafa byggt upp traustan grunn og höfum alla burði til að komast tiltölulega hratt út úr vandanum ef við högum málum rétt. Samt heyrast aftur raddir um að við eigum að leysa hallann með því að auka opinber útgjöld og, hvort sem þið trúið því eða ekki, fjölga opinberum störfum. Frá svipuðum slóðum heyrast áköll á að stöðva alla þróun í orkumálum, algjöra uppstokkun í sjávarútvegskerfinu og að nóg sé komið af ferðamönnum. Það er sjálfsögð skylda okkar að halda úti öflugu mennta- og heilbrigðiskerfi og hlúa vel að þeim sem þurfa aðstoð. Ég styð þar valfrelsi og nýsköpun og allar leiðir sem stuðla að betri þjónustu burtséð frá pólitískum kreddum, en það er önnur saga. Fyrst þurfum við nefnilega að átta okkur á því hvaðan peningarnir eiga að koma. Það er nefnilega staðreynd að ríkið býr ekki til peninga. Fleiri opinber störf skapa vissulega skatttekjur, en þau kosta ríkið miklu meira en þau skila. Það er fólk og hugvitssemi þess sem býr til ávinninginn sem gerir okkur kleift að byggja upp velferðarsamfélag. Fyrirtækin á Íslandi eru almennt rekin af hörkuduglegu fólki sem býr til meira úr minna og skapar ávinning fyrir samfélagið auk allra starfanna sem standa svo undir velferðarkerfinu. Eftir því sem þeim gengur betur því meira er til skiptanna. Það besta sem ríkið getur gert til að stuðla að því er einfaldlega að þvælast ekki fyrir atvinnulífinu meira en þörf krefur. Ef við ætlum hins vegar að fjármagna uppbygginguna framundan með hærri sköttum og fleiri opinberum störfum þá er ansi hætt við að við endum jafn hissa og mennirnir við sílóið á að ekkert gangi að losna við ríkishallann. Eilífðarvélar eru nefnilega ekki til. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, aðstoðarmaður ráðherra og frambjóðandi í 3.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun