Eilífðarvélar hins opinbera Hildur Sverrisdóttir skrifar 24. maí 2021 23:00 Mér verður stundum hugsað til sögunnar af atvinnulausu mönnunum sem settir voru í atvinnubótavinnu við að ferja sand í hjólbörum upp að sílói. Þeir sturtuðu sandinum ofan í, gengu svo niður brekkuna aftur þar sem þeirra beið stór sandhrúga við hinn enda sílósins sem þurfti að koma upp brekkuna og ofan í sílóið, en minnkaði aldrei. Margar eilífðarvélar hafa verið upphugsaðar, þær eru spennandi og sumar mjög hugvitssamlegar, en ég veit ekki til þess að nein þeirra hafi komið að gagni. Ég gekk í Sjálfstæðisflokkinn fyrir rúmum áratug í upphafi efnahagskreppu. Eitt af því sem varð til þess að ég ákvað að reyna að verða að gagni var orðræðan um að refsa ætti fyrirtækjum sem mest og leysa allan vanda með meiri opinberum útgjöldum. Mér blöskraði þetta, ég var í fyrsta lagi ósammála því að fyrirtækjarekstur væri skammaryrði og upphaf alls ills í samfélaginu. En aðallega skildi ég ekki hvernig við ætluðum að leysa efnahagshalla með enn meiri halla. Staða ríkissjóðs er grafalvarleg í dag en við erum svo lánsöm að hafa byggt upp traustan grunn og höfum alla burði til að komast tiltölulega hratt út úr vandanum ef við högum málum rétt. Samt heyrast aftur raddir um að við eigum að leysa hallann með því að auka opinber útgjöld og, hvort sem þið trúið því eða ekki, fjölga opinberum störfum. Frá svipuðum slóðum heyrast áköll á að stöðva alla þróun í orkumálum, algjöra uppstokkun í sjávarútvegskerfinu og að nóg sé komið af ferðamönnum. Það er sjálfsögð skylda okkar að halda úti öflugu mennta- og heilbrigðiskerfi og hlúa vel að þeim sem þurfa aðstoð. Ég styð þar valfrelsi og nýsköpun og allar leiðir sem stuðla að betri þjónustu burtséð frá pólitískum kreddum, en það er önnur saga. Fyrst þurfum við nefnilega að átta okkur á því hvaðan peningarnir eiga að koma. Það er nefnilega staðreynd að ríkið býr ekki til peninga. Fleiri opinber störf skapa vissulega skatttekjur, en þau kosta ríkið miklu meira en þau skila. Það er fólk og hugvitssemi þess sem býr til ávinninginn sem gerir okkur kleift að byggja upp velferðarsamfélag. Fyrirtækin á Íslandi eru almennt rekin af hörkuduglegu fólki sem býr til meira úr minna og skapar ávinning fyrir samfélagið auk allra starfanna sem standa svo undir velferðarkerfinu. Eftir því sem þeim gengur betur því meira er til skiptanna. Það besta sem ríkið getur gert til að stuðla að því er einfaldlega að þvælast ekki fyrir atvinnulífinu meira en þörf krefur. Ef við ætlum hins vegar að fjármagna uppbygginguna framundan með hærri sköttum og fleiri opinberum störfum þá er ansi hætt við að við endum jafn hissa og mennirnir við sílóið á að ekkert gangi að losna við ríkishallann. Eilífðarvélar eru nefnilega ekki til. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, aðstoðarmaður ráðherra og frambjóðandi í 3.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Halldór 15.3.2025 Halldór Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Sjá meira
Mér verður stundum hugsað til sögunnar af atvinnulausu mönnunum sem settir voru í atvinnubótavinnu við að ferja sand í hjólbörum upp að sílói. Þeir sturtuðu sandinum ofan í, gengu svo niður brekkuna aftur þar sem þeirra beið stór sandhrúga við hinn enda sílósins sem þurfti að koma upp brekkuna og ofan í sílóið, en minnkaði aldrei. Margar eilífðarvélar hafa verið upphugsaðar, þær eru spennandi og sumar mjög hugvitssamlegar, en ég veit ekki til þess að nein þeirra hafi komið að gagni. Ég gekk í Sjálfstæðisflokkinn fyrir rúmum áratug í upphafi efnahagskreppu. Eitt af því sem varð til þess að ég ákvað að reyna að verða að gagni var orðræðan um að refsa ætti fyrirtækjum sem mest og leysa allan vanda með meiri opinberum útgjöldum. Mér blöskraði þetta, ég var í fyrsta lagi ósammála því að fyrirtækjarekstur væri skammaryrði og upphaf alls ills í samfélaginu. En aðallega skildi ég ekki hvernig við ætluðum að leysa efnahagshalla með enn meiri halla. Staða ríkissjóðs er grafalvarleg í dag en við erum svo lánsöm að hafa byggt upp traustan grunn og höfum alla burði til að komast tiltölulega hratt út úr vandanum ef við högum málum rétt. Samt heyrast aftur raddir um að við eigum að leysa hallann með því að auka opinber útgjöld og, hvort sem þið trúið því eða ekki, fjölga opinberum störfum. Frá svipuðum slóðum heyrast áköll á að stöðva alla þróun í orkumálum, algjöra uppstokkun í sjávarútvegskerfinu og að nóg sé komið af ferðamönnum. Það er sjálfsögð skylda okkar að halda úti öflugu mennta- og heilbrigðiskerfi og hlúa vel að þeim sem þurfa aðstoð. Ég styð þar valfrelsi og nýsköpun og allar leiðir sem stuðla að betri þjónustu burtséð frá pólitískum kreddum, en það er önnur saga. Fyrst þurfum við nefnilega að átta okkur á því hvaðan peningarnir eiga að koma. Það er nefnilega staðreynd að ríkið býr ekki til peninga. Fleiri opinber störf skapa vissulega skatttekjur, en þau kosta ríkið miklu meira en þau skila. Það er fólk og hugvitssemi þess sem býr til ávinninginn sem gerir okkur kleift að byggja upp velferðarsamfélag. Fyrirtækin á Íslandi eru almennt rekin af hörkuduglegu fólki sem býr til meira úr minna og skapar ávinning fyrir samfélagið auk allra starfanna sem standa svo undir velferðarkerfinu. Eftir því sem þeim gengur betur því meira er til skiptanna. Það besta sem ríkið getur gert til að stuðla að því er einfaldlega að þvælast ekki fyrir atvinnulífinu meira en þörf krefur. Ef við ætlum hins vegar að fjármagna uppbygginguna framundan með hærri sköttum og fleiri opinberum störfum þá er ansi hætt við að við endum jafn hissa og mennirnir við sílóið á að ekkert gangi að losna við ríkishallann. Eilífðarvélar eru nefnilega ekki til. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, aðstoðarmaður ráðherra og frambjóðandi í 3.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun