Ver Kepa mark Chelsea í úrslitum Meistaradeildar Evrópu? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. maí 2021 23:00 Kepa gæti staðið milli stanganna í leik Chelsea og Manchester City næstu helgi. EPA-EFE/Shaun Botterill Það gæti farið svo að Edouard Mendy, markvörður Chelsea, verði fjarri góðu gamni er Chelsea mætir Manchester City í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Spánverjinn Kepa Arrizabalaga gæti því staðið vaktina er félögin mætast þann 29. maí. Englandsmeistarar Manchester City og Chelsea mætast á Estádio do Dragão-vellinum í Portúgal þann 29. maí næstkomandi í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Aðalmarkvörður Chelsea, Mendy, fór meiddur af velli í hálfleik er Chelsea tapaði 2-1 fyrir Aston Villa á lokadegi ensku úrvalsdeildarinnar. 9 - Édouard Mendy has kept 8 clean sheets in 11 Champions League games this season. No goalkeeper has ever kept nine in their debut campaign in the competition. Aim.@OptaAnalyst sat down with Mendy to discuss the data underpinning his great first season at @ChelseaFC. #CFC— OptaJoe (@OptaJoe) May 24, 2021 Það gæti farið svo að Mendy missi af úrslitaleiknum og Kepa fái tækifæri á nýjan leik. Sá spænski stóð milli stanganna er Chelsea tapaði úrslitum FA-bikarsins nýverið en það var aðeins 14. leikur hans á tímabilinu. Kepa hefur átt erfitt uppdráttar síðan Chelsea gerði hann að dýrasta markverði í heimi sumarið 2018 og var hann til að mynda ekki valinn í landsliðshóp Spánar fyrir Evrópumótið í sumar. Nú gæti Kepa hins vegar fengið fullkomið tækifæri til að sýna alþjóð hvað í sér býr er Chelsea reynir að stöðva sigurgöngu Manchester City. Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea, hefur hins vegar sagt að Lundúnaliðið muni gera allt sem það getur til að gera Mendy leikfæran. Þjóðverjinn hefur ýjað að því að Mendy verði orðinn leikfær um helgina. Chelsea manager Thomas Tuchel hints that Edouard Mendy will be ready for the Champions League final."The update is we have hope he joins training on Wednesday with the group. Images show that the injury is not too serious." pic.twitter.com/CLwMnj7aLF— B/R Football (@brfootball) May 24, 2021 Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram á laugardaginn, þann 29. maí, og verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan 19.00 en upphitun hefst klukkutíma fyrr. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Enski boltinn Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Fleiri fréttir Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Í beinni: Ipswich Town - Chelsea | Særðir en þurfa sigur Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Sjá meira
Englandsmeistarar Manchester City og Chelsea mætast á Estádio do Dragão-vellinum í Portúgal þann 29. maí næstkomandi í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Aðalmarkvörður Chelsea, Mendy, fór meiddur af velli í hálfleik er Chelsea tapaði 2-1 fyrir Aston Villa á lokadegi ensku úrvalsdeildarinnar. 9 - Édouard Mendy has kept 8 clean sheets in 11 Champions League games this season. No goalkeeper has ever kept nine in their debut campaign in the competition. Aim.@OptaAnalyst sat down with Mendy to discuss the data underpinning his great first season at @ChelseaFC. #CFC— OptaJoe (@OptaJoe) May 24, 2021 Það gæti farið svo að Mendy missi af úrslitaleiknum og Kepa fái tækifæri á nýjan leik. Sá spænski stóð milli stanganna er Chelsea tapaði úrslitum FA-bikarsins nýverið en það var aðeins 14. leikur hans á tímabilinu. Kepa hefur átt erfitt uppdráttar síðan Chelsea gerði hann að dýrasta markverði í heimi sumarið 2018 og var hann til að mynda ekki valinn í landsliðshóp Spánar fyrir Evrópumótið í sumar. Nú gæti Kepa hins vegar fengið fullkomið tækifæri til að sýna alþjóð hvað í sér býr er Chelsea reynir að stöðva sigurgöngu Manchester City. Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea, hefur hins vegar sagt að Lundúnaliðið muni gera allt sem það getur til að gera Mendy leikfæran. Þjóðverjinn hefur ýjað að því að Mendy verði orðinn leikfær um helgina. Chelsea manager Thomas Tuchel hints that Edouard Mendy will be ready for the Champions League final."The update is we have hope he joins training on Wednesday with the group. Images show that the injury is not too serious." pic.twitter.com/CLwMnj7aLF— B/R Football (@brfootball) May 24, 2021 Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram á laugardaginn, þann 29. maí, og verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan 19.00 en upphitun hefst klukkutíma fyrr. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Enski boltinn Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Fleiri fréttir Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Í beinni: Ipswich Town - Chelsea | Særðir en þurfa sigur Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Sjá meira