Enginn leikmaður frá Real í spænska hópnum fyrir EM | Laporte valinn í fyrsta skipti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. maí 2021 13:00 Sergio Ramos fær ekki tækifæri til að bæta við 180 landsleiki sína á EM í sumar. Jose Breton/Getty Images Landsliðsþjálfari Spánar, Luis Enrique, tilkynnti í dag hvaða leikmenn munu fara á Evrópumótið í knattspyrnu í sumar. Aymeric Laporte er í fyrsta sinn í hópnum en athygli vekur að enginn leikmaður Real Madrid er í hópnum. Þó Enrique megi velja 26 leikmenn hefur hann ákveðið að taka aðeins 24 leikmenn með á mótið. Undanfarin ár hefur venjan verið að hver hópur samanstandi af þremur markvörðum og 20 útileikmönnum. Vegna Covid-19 var ákveðið að fjölga leikmönnum upp í 26 talsins en Enrique virðist ekki sjá tilganginn með að taka svo marga og lét 24 duga. Þjálfarinn velur þó vissulega þrjá markverði. Reikna má með að Unai Simón [Athletic Bilbao] verði í markinu og þá heldur David De Gea [Manchester United] sæti sínu þó hann sé orðinn varamarkvörður Man Utd. Þriðji markvörðurinn er svo Robert Sánchez [Brighton & Hove Albion]. Fær hann traustið fram yfir Kepa Arrizabalaga [Chelsea] sem er líkt og De Gea varamarkvörður í sínu liði. BREAKING: Sergio Ramos, who has struggled with injury through 2021, is left out of the Spain squad for the Euros. It means that there are NO Real Madrid players in the roster. pic.twitter.com/sRLqYCoWBj— B/R Football (@brfootball) May 24, 2021 Eins og áður sagði er enginn leikmaður Real Madrid í hópnum. Talið var að Sergio Ramos færi með enda verið fyrirliði Spánar - sem og Real - undanfarin misseri þó svo hann sé meiddur um þessar mundir. Þá er Dani Carvajal einnig meiddur og því ekki pláss fyrir hann í hópnum. Marco Asensio og Isco hafa ef til vill búist við að fara allavega með á mótið en Enrique sá sér ekki fært að velja þá. Hópinn í heild sinni má sjá hér að neðan en það eru nokkrir hlutir sem standa upp úr. Spain squad: Manchester City Barcelona Villarreal/Atletico Brighton/Chelsea/Leeds/Liverpool/Man Utd/Wolves/PSG/RB Leipzig/Juventus/Napoli/Athletic/Real Sociedad/Valencia Unused picks And not a single Real Madrid player pic.twitter.com/jkvGaynVqs— B/R Football (@brfootball) May 24, 2021 Marcos Llorente er titlaður sem varnarmaður en hann spilaði aðallega á miðjunni hjá Spánarmeisturum Atlético Madríd í vetur. Er hann stór ástæða þess að Atl. Madríd landaði titlinum. Þá er Laporte í fyrsta skipti í hópnum en þessi 26 ára gamli Baski var í herbúðum Athletic Bilbao frá 2010 til 2018. Hann lék þó með öllum yngri landsliðum Frakklands en fékk aldrei tækifæri með A-landsliðinu og hefur nú ákveðið að taka slaginn með Spánverjum. Samherji hans Eric Garcia er einnig hópnum en sá hefur setið nær allt tímabilið á varamannabekk Englansmeistara Manchester City. Það vekur einnig athygli að Adama Traoré sé í hópnum en hann hefur ekki verið upp á sitt besta með Wolverhampton Wanderers á tímabilinu. Hann var hins vegar kominn í ágætis gír undir lok tímabils og hver veit nema hann blómstri á EM í sumar. Leikmannahópur Spánar Markverðir: Unai Simón [Athletic Bilbao], David de Gea [Manchester United] Robert Sánchez [Brighton & Hove Albion]. Varnarmenn: José Gayà [Valencia], Jordi Alba [Barcelona], Pau Torres [Villareal], Aymeric Laporte [Manchester City], Eric Garcia [Man City], Diego Llorente [Leeds United], César Azpilicueta [Chelsea] og Marcos Llorente [Atlético Madrid]. Miðjumenn: Sergio Busquets [Barca], Rodri [Man City], Thiago [Liverpool], Koke [Atl. Madríd] og Fabian [Napoli]. Framherjar: Dani Olmo [RB Leipzig], Mikel Oyarzabal [Real Sociedad], Álvaro Morata [Juventus], Gerard Moreno [Villareal], Ferran Torres [Man City], Adama Traore [Wolves] og Pablo Sarabia [París Saint-Germain]. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Sjá meira
Þó Enrique megi velja 26 leikmenn hefur hann ákveðið að taka aðeins 24 leikmenn með á mótið. Undanfarin ár hefur venjan verið að hver hópur samanstandi af þremur markvörðum og 20 útileikmönnum. Vegna Covid-19 var ákveðið að fjölga leikmönnum upp í 26 talsins en Enrique virðist ekki sjá tilganginn með að taka svo marga og lét 24 duga. Þjálfarinn velur þó vissulega þrjá markverði. Reikna má með að Unai Simón [Athletic Bilbao] verði í markinu og þá heldur David De Gea [Manchester United] sæti sínu þó hann sé orðinn varamarkvörður Man Utd. Þriðji markvörðurinn er svo Robert Sánchez [Brighton & Hove Albion]. Fær hann traustið fram yfir Kepa Arrizabalaga [Chelsea] sem er líkt og De Gea varamarkvörður í sínu liði. BREAKING: Sergio Ramos, who has struggled with injury through 2021, is left out of the Spain squad for the Euros. It means that there are NO Real Madrid players in the roster. pic.twitter.com/sRLqYCoWBj— B/R Football (@brfootball) May 24, 2021 Eins og áður sagði er enginn leikmaður Real Madrid í hópnum. Talið var að Sergio Ramos færi með enda verið fyrirliði Spánar - sem og Real - undanfarin misseri þó svo hann sé meiddur um þessar mundir. Þá er Dani Carvajal einnig meiddur og því ekki pláss fyrir hann í hópnum. Marco Asensio og Isco hafa ef til vill búist við að fara allavega með á mótið en Enrique sá sér ekki fært að velja þá. Hópinn í heild sinni má sjá hér að neðan en það eru nokkrir hlutir sem standa upp úr. Spain squad: Manchester City Barcelona Villarreal/Atletico Brighton/Chelsea/Leeds/Liverpool/Man Utd/Wolves/PSG/RB Leipzig/Juventus/Napoli/Athletic/Real Sociedad/Valencia Unused picks And not a single Real Madrid player pic.twitter.com/jkvGaynVqs— B/R Football (@brfootball) May 24, 2021 Marcos Llorente er titlaður sem varnarmaður en hann spilaði aðallega á miðjunni hjá Spánarmeisturum Atlético Madríd í vetur. Er hann stór ástæða þess að Atl. Madríd landaði titlinum. Þá er Laporte í fyrsta skipti í hópnum en þessi 26 ára gamli Baski var í herbúðum Athletic Bilbao frá 2010 til 2018. Hann lék þó með öllum yngri landsliðum Frakklands en fékk aldrei tækifæri með A-landsliðinu og hefur nú ákveðið að taka slaginn með Spánverjum. Samherji hans Eric Garcia er einnig hópnum en sá hefur setið nær allt tímabilið á varamannabekk Englansmeistara Manchester City. Það vekur einnig athygli að Adama Traoré sé í hópnum en hann hefur ekki verið upp á sitt besta með Wolverhampton Wanderers á tímabilinu. Hann var hins vegar kominn í ágætis gír undir lok tímabils og hver veit nema hann blómstri á EM í sumar. Leikmannahópur Spánar Markverðir: Unai Simón [Athletic Bilbao], David de Gea [Manchester United] Robert Sánchez [Brighton & Hove Albion]. Varnarmenn: José Gayà [Valencia], Jordi Alba [Barcelona], Pau Torres [Villareal], Aymeric Laporte [Manchester City], Eric Garcia [Man City], Diego Llorente [Leeds United], César Azpilicueta [Chelsea] og Marcos Llorente [Atlético Madrid]. Miðjumenn: Sergio Busquets [Barca], Rodri [Man City], Thiago [Liverpool], Koke [Atl. Madríd] og Fabian [Napoli]. Framherjar: Dani Olmo [RB Leipzig], Mikel Oyarzabal [Real Sociedad], Álvaro Morata [Juventus], Gerard Moreno [Villareal], Ferran Torres [Man City], Adama Traore [Wolves] og Pablo Sarabia [París Saint-Germain].
Markverðir: Unai Simón [Athletic Bilbao], David de Gea [Manchester United] Robert Sánchez [Brighton & Hove Albion]. Varnarmenn: José Gayà [Valencia], Jordi Alba [Barcelona], Pau Torres [Villareal], Aymeric Laporte [Manchester City], Eric Garcia [Man City], Diego Llorente [Leeds United], César Azpilicueta [Chelsea] og Marcos Llorente [Atlético Madrid]. Miðjumenn: Sergio Busquets [Barca], Rodri [Man City], Thiago [Liverpool], Koke [Atl. Madríd] og Fabian [Napoli]. Framherjar: Dani Olmo [RB Leipzig], Mikel Oyarzabal [Real Sociedad], Álvaro Morata [Juventus], Gerard Moreno [Villareal], Ferran Torres [Man City], Adama Traore [Wolves] og Pablo Sarabia [París Saint-Germain].
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Sjá meira